Erlent

Fjórtán særðust þegar brú hrundi í Taívan

Atli Ísleifsson skrifar
Brúin var byggð árið 1998.
Brúin var byggð árið 1998. AP
Fjórtán manns hið minnsta særðust þegar 140 metra löng brú hrundi í Taívan fyrr í dag. 

Á sjónvarpsmyndum má sjá olíuflutningabíl á ferð yfir brúna og munar minnstu að hann nái yfir þegar brúin hrynur. Eldur kom upp í flutningabílnum eftir að hann féll niður og mátti sjá svartan reyk leggja frá bílnum.

Að sögn björgunarliðs er bílstjóri olíuflutningabílsins einn þeirra sem fluttur var á sjúkrahús.





Fellibylur gekk yfir Taívan á mánudag, en veðrið var aftur orðið gott á þeim tíma er brúin hrundi.

Tsai Ing-wen, forseti Taívan, segir að björgunarstarf standi enn yfir þar sem leitað er að fleirum á svæðinu.

Brúin var byggð árið 1998 og stendur rannsókn nú yfir á orsökum hrunsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×