Heimurinn er að minnka! Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 7. október 2019 09:30 Eitt af því sem ég dýrka við Internetið er hvað það hefur minnkað þessa litlu/stóru veröld okkar. Fyrir ekkert svo mörgum árum síðan, reyndar alveg ótrúlega stutt síðan, að ef maður vildi fá fréttir þá voru bréfaskriftir eina leiðin. Núna tökum við upp gemsann okkar og face time-um einhvern sem er þess vegna hinum megin á hnettinum. Þegar börnin mín verða fullorðin, í hvernig heimi munu þau lifa í? Amma mín ólst upp í torfbæ, í hvernig heimi munu barnabörnin mín lifa í? Eitt af því sem mér hefur fundist dásamlegt við þessa þróun er tækifærið til að kynnast öðrum menningarheimum. Síðastliðin þrjú ár þá höfum við verið með erlenda barnapíur, hálfgert au pair. Ekki það að við höfðum eitthvað á móti þessum íslensku, alls ekki, en ég vildi gefa krökkunum mínum tækifæri til að sjá heiminn okkar (Ísland) með augum einhvers sem var ekki vanur því að forsetinn geti gengið um óáreittur og án þess að vera með lífverði á hægri og vinstri hönd. Sem eitt lítið dæmi þá var barnapían okkar sl. sumar frá Chile. Fyrsta daginn sem hann var að passa þá fer sonur minn (8 ára) út að leika með vinum sínum og á meðan hringir barnapían í mömmu sína úti í Chile. Hún fékk algjört áfall þegar sonur hennar sagði að barnið sem hann ætti að vera að passa væri bara eitt úti, það gæti eitthvað komið fyrir. Hann (barnapían) þurfti virkilega að sannfæra mömmu sína um að þetta væri allt í lagi, hann væri öruggur, börn hérna á Íslandi væru örugg. Þetta virkilega opnað augun mín, það er svo margt sem við tökum fyrir sem sjálfsagt, en er í raun forréttindi. Ég vona að þessi „minni heimur“ sem við lifum í núna verði til þess að auka víðsýni, að fólk gerir sér grein fyrir því að við erum öll eins. Núna í sumar yfir smá tímabil þá vorum við 6 í heimili, ekkert merkilegt við það, en það sem er merkilegt er að við vorum frá 5 mismunandi löndum. Ég og maðurinn minn fædd á Íslandi, börnin mín tvö bæði ættleidd frá sitt hvoru landinu, barnapían mín frá Chile og svo skiptineminn okkar, bónusdóttir mín, frá Tælandi. Þannig að, verið óhrædd við að kynnast nýju fólki, nýjum hlutum. Heimurinn er svo dásamlegur og ótrúlega spennandi og hreinlega bíður eftir þér að vera uppgötvaður. Og mundu, ef þú fléttir aldrei blaðsíðunni, þá kemstu ekkert áfram með bókina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristbjörg Ólafsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem ég dýrka við Internetið er hvað það hefur minnkað þessa litlu/stóru veröld okkar. Fyrir ekkert svo mörgum árum síðan, reyndar alveg ótrúlega stutt síðan, að ef maður vildi fá fréttir þá voru bréfaskriftir eina leiðin. Núna tökum við upp gemsann okkar og face time-um einhvern sem er þess vegna hinum megin á hnettinum. Þegar börnin mín verða fullorðin, í hvernig heimi munu þau lifa í? Amma mín ólst upp í torfbæ, í hvernig heimi munu barnabörnin mín lifa í? Eitt af því sem mér hefur fundist dásamlegt við þessa þróun er tækifærið til að kynnast öðrum menningarheimum. Síðastliðin þrjú ár þá höfum við verið með erlenda barnapíur, hálfgert au pair. Ekki það að við höfðum eitthvað á móti þessum íslensku, alls ekki, en ég vildi gefa krökkunum mínum tækifæri til að sjá heiminn okkar (Ísland) með augum einhvers sem var ekki vanur því að forsetinn geti gengið um óáreittur og án þess að vera með lífverði á hægri og vinstri hönd. Sem eitt lítið dæmi þá var barnapían okkar sl. sumar frá Chile. Fyrsta daginn sem hann var að passa þá fer sonur minn (8 ára) út að leika með vinum sínum og á meðan hringir barnapían í mömmu sína úti í Chile. Hún fékk algjört áfall þegar sonur hennar sagði að barnið sem hann ætti að vera að passa væri bara eitt úti, það gæti eitthvað komið fyrir. Hann (barnapían) þurfti virkilega að sannfæra mömmu sína um að þetta væri allt í lagi, hann væri öruggur, börn hérna á Íslandi væru örugg. Þetta virkilega opnað augun mín, það er svo margt sem við tökum fyrir sem sjálfsagt, en er í raun forréttindi. Ég vona að þessi „minni heimur“ sem við lifum í núna verði til þess að auka víðsýni, að fólk gerir sér grein fyrir því að við erum öll eins. Núna í sumar yfir smá tímabil þá vorum við 6 í heimili, ekkert merkilegt við það, en það sem er merkilegt er að við vorum frá 5 mismunandi löndum. Ég og maðurinn minn fædd á Íslandi, börnin mín tvö bæði ættleidd frá sitt hvoru landinu, barnapían mín frá Chile og svo skiptineminn okkar, bónusdóttir mín, frá Tælandi. Þannig að, verið óhrædd við að kynnast nýju fólki, nýjum hlutum. Heimurinn er svo dásamlegur og ótrúlega spennandi og hreinlega bíður eftir þér að vera uppgötvaður. Og mundu, ef þú fléttir aldrei blaðsíðunni, þá kemstu ekkert áfram með bókina.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun