Lítur athugasemdir umboðsmanns alvarlegum augum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2019 12:59 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink Mennta- og menningarmálaráðuneytið uppfyllti ekki yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverk sitt með fullnægjandi hætti í þremur málum sem umboðsmaður Alþingis hefur nýlega úrskurðað í. Þá hafa ítrekað orðið tafir á að ráðuneytið svari fyrirspurnum umboðsmanns. Mennta- og menningarmálaráðherra lítur athugasemdirnar alvarlegum augum.Úrskurðirnir þrír voru birtir á vef umboðsmanns í gær. Í einum úrskurðanna kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að Landbúnaðarháskóli Íslands hafi ekki farið að lögum þegar kona sem gegndi stöðu prófessors við skólann var áminnt og samið um flutning hennar í starfi.Sjá einnig: Landbúnaðarháskólinn mátti ekki áminna prófessor og flytja hann á HólaAnnað málanna varðar kvörtun móður sem óskaði eftir úrlausn ráðuneytis á athugasemdum við stjórnsýslu grunnskóla sem vörðuðu skólagöngu barna hennar. Þriðja málið varðaði kvörtun yfir afgreiðslu ráðuneytisins á erindi manns sem hafði lýst því að hann væri ósáttur við ákveðin atriði við framkvæmd sveinsprófs í tiltekinni iðngrein. Í öllum tilfellunum kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að viðbrögð ráðuneytisins hafi ekki verið í samræmi við þær skyldur sem á því hvíla. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segist taka athugasemdir umboðsmanns alvarlega.Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.Fréttablaðið/GVA„Hér í ráðuneytinu erum við í almannaþjónustu og okkur ber að tryggja að öll mál fái rétta stjórnsýslulega meðferð og hér rækir fólk sínar skyldur af alúð. Réttur farvegur fyrir einstök mál er ekki endilega alltaf augljós og þess vegna erum við hér í ráðuneytinu þakklát umboðsmanni Alþingis fyrir þær leiðbeiningar sem okkur berast,“ segir Lilja. Um mitt árið 2018 upplýsti umboðsmaður Lilju um að ítrekað hefðu orðið tafir á að ráðuneytið svaraði fyrirspurnum hans. Þá hafi umboðsmanni einnig borist kvartanir og ábendingar um tafir á meðferð mála og ófullnægjandi svör frá ráðuneyti. Lilja segir að þegar hafi verið brugðist við. „Á tímabili var það mannekla og við höfum bætt það og þess vegna veit ég líka að við erum að sjá árangur vegna þessa og þetta eru eldri mál mörg sem hafa verið að koma hérna inn. En ég veit það líka að við höfum verið að ná árangri á síðustu mánuðum,“ segir Lilja. „En ég vil líka að við gerum enn betur og þess vegna erum við einmitt að, höfum við verið að ráðast í ákveðnar skipulagsbreytingar.“ Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðuneytið uppfyllti ekki yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverk sitt með fullnægjandi hætti í þremur málum sem umboðsmaður Alþingis hefur nýlega úrskurðað í. Þá hafa ítrekað orðið tafir á að ráðuneytið svari fyrirspurnum umboðsmanns. Mennta- og menningarmálaráðherra lítur athugasemdirnar alvarlegum augum.Úrskurðirnir þrír voru birtir á vef umboðsmanns í gær. Í einum úrskurðanna kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að Landbúnaðarháskóli Íslands hafi ekki farið að lögum þegar kona sem gegndi stöðu prófessors við skólann var áminnt og samið um flutning hennar í starfi.Sjá einnig: Landbúnaðarháskólinn mátti ekki áminna prófessor og flytja hann á HólaAnnað málanna varðar kvörtun móður sem óskaði eftir úrlausn ráðuneytis á athugasemdum við stjórnsýslu grunnskóla sem vörðuðu skólagöngu barna hennar. Þriðja málið varðaði kvörtun yfir afgreiðslu ráðuneytisins á erindi manns sem hafði lýst því að hann væri ósáttur við ákveðin atriði við framkvæmd sveinsprófs í tiltekinni iðngrein. Í öllum tilfellunum kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að viðbrögð ráðuneytisins hafi ekki verið í samræmi við þær skyldur sem á því hvíla. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segist taka athugasemdir umboðsmanns alvarlega.Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.Fréttablaðið/GVA„Hér í ráðuneytinu erum við í almannaþjónustu og okkur ber að tryggja að öll mál fái rétta stjórnsýslulega meðferð og hér rækir fólk sínar skyldur af alúð. Réttur farvegur fyrir einstök mál er ekki endilega alltaf augljós og þess vegna erum við hér í ráðuneytinu þakklát umboðsmanni Alþingis fyrir þær leiðbeiningar sem okkur berast,“ segir Lilja. Um mitt árið 2018 upplýsti umboðsmaður Lilju um að ítrekað hefðu orðið tafir á að ráðuneytið svaraði fyrirspurnum hans. Þá hafi umboðsmanni einnig borist kvartanir og ábendingar um tafir á meðferð mála og ófullnægjandi svör frá ráðuneyti. Lilja segir að þegar hafi verið brugðist við. „Á tímabili var það mannekla og við höfum bætt það og þess vegna veit ég líka að við erum að sjá árangur vegna þessa og þetta eru eldri mál mörg sem hafa verið að koma hérna inn. En ég veit það líka að við höfum verið að ná árangri á síðustu mánuðum,“ segir Lilja. „En ég vil líka að við gerum enn betur og þess vegna erum við einmitt að, höfum við verið að ráðast í ákveðnar skipulagsbreytingar.“
Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira