10 umhverfisvæn skref Ingveldur Gröndal skrifar 1. október 2019 14:26 10 umhverfisvæn skref sem þú getur tekið á þessu skólaári: Munum að allir geta gert eitthvað enginn getur gert allt. Allir umhverfisvænir kostir eru betri en engir!1. Samgöngur: Taktu strætó, hjólaðu, labbaðu, sameinið í bíla, nýttu þér næturstrætó á djamminu. Það er líka svo hressandi að fá ferskt loft, hlusta jafnvel á tónlist/podcast og vera í öðru umhverfi en vanalega. Því miður var Reykjavík að mestu leyti hönnuð fyrir bíla en um leið og við verðum meðvituð um skaðsemi bílanotkun okkar þá getum við a.m.k. valið umhverfisvænni kosti oftar.2. Neysluhyggja: Ef við kaupum minna bull þá framleiða fyrirtæki minna bull! Ef þú hefur ekki notað flíkina/hlutinn síðastliðið hálfa árið þá ertu ólíklega að fara nota hana næsta hálfa árið. Prufaðu t.d. að kaupa ekki neina nýja flík/hlut í heilt ár, það er mun auðveldara en þú heldur. Sparar líka pening! Fáar fágaðar flíkur í staðin fyrir margar minna virði. Less is more. Vertu duglegri að fá lánað hjá vinum í staðin fyrir að panta nýtt á netinu fyrir hvert nýtt tilefni, það er alger óþarfi og þú veist betur. -Fjölnota pokar/bakpokar/veski/töskur er vert að nefna og mikilvægt umhverfisskref sem langflestir ættu að vera löngu búin að tileinka sér. -Geyma mat í krukkum og reyna versla sem mestan mat sem hægt er að fylla á ofan í sín eigin ílát.3. Nesti: Slepptu plastpokum og nestis ziplock pokum. Þetta þótti voða sniðugt fyrir nokkrum árum en hættu nú alveg, við vitum betur! Það eiga langflest heimili nestisbox og ef ekki þá eru þau yfirleitt hræódýr. Jafnvel fátækir námsmenn ráða við það. -Vatnsbrúsi er málið. Sem dyggur Nocco aðdáandi (líkt og hálf þjóðin) veit ég hversu erfitt það er að minnka koffínneyslu en reynum frekar að velja að fá orku frá mat og vatni í staðin fyrir að kaupa endalaust af koffíndrykkjum og öðru. Hollari kostur fyrir okkur sjálf og umhverfið. -Fjölnota kaffimál og krukkur er sniðug lausn. Tilvalið fyrir te, kaffi, kakó, jógúrt, grauta eða jafnvel súpu! -Ræktaðu heima hjá þér. Hafðu það löglegt og ferskt. Set þennan punkt inn fyrir ykkur mega metnaðarfullu sem myndu nenna að rækta t.d. spínat, basilikku eða kál. Það er geggjað! Líka sjúklega næs að tína myntuna sjálfur í kokteilana og svona frekar en að kaupa hana í plastboxi sem er í plastpoka út í búð (svo mikil óþarfa plastnotkun!). Það er umhverfisvænna og sparsamara að mæta með nesti, það kemst fljótt í vana og er oft einnig hollari kostur hvað næringu varðar. -Stálrör og fjölnota hnífapör! Flott, hagstætt, skilvirkt, til í mismunandi litum og gerðum – æði.4. Rafrænt: Veldu að fá verkefni og að taka próf rafrænt ef hægt er frekar en á pappír. Ræða rafræna kosti við kennara okkar og hvetja og vekja þá til umhugsunar, við erum öll saman í þessu.5. Flokkaðu: Nokkuð einfalt. Það ætti ekki að fara framhjá neinum að í Háskólabyggingunum eru flokkunartunnur, en eitt sem ekki allir vita þá er lífrænt rusl stundum einungis hjá Hámu (meira afsíðis en pappírs/dósa/plast tunnurnar) Reynum að forðast svörtu pokana en þangað fer blandað rusl. -Moltutunnur er ein snilld sem er mun einfaldari í notkun en ég nokkurn tíman þorði að vona! Hélt einu sinni að aðeins bændur notuðu eitthvað slíkt en moltugerð er í grófum dráttum tunna oftast utandyra þar sem lífrænum úrgangi er safnað saman (stundum bara gras og lauf en oftast setur fólk einnig matarafganga í) og verður smám saman að næringarríkri mold/áburði fyrir matjurtir og aðra ræktun. -Einnig er góður ávani að flokka námið sitt, föt, mat og annað heima (geymslupláss o.s.frv.) Það dregur úr óþarfa neyslu að hafa heimilið vel skipulagt. Vel skipulögðmatarinnkaup (fjölnota pokar undir grænmeti og ávexti, forðast óumhverfisvænar umbúðir) og skipulagður fataskápur eykur líkurnar á heilbrigðari lífsstíl almennt og tíminn nýtist betur.6. Skólabækur: Fáðu lánaðar bækur eða kauptu notaðar frá öðrum. Rafrænir skiptibókamarkaðarhópar eru aðgengilegir t.d. á Facebook, stundum skipt eftir sviðum Háskólans meira að segja!7. Kjötneysla: Minnkaðu eða jafnvel slepptu kjöti og dýraafurðum alveg. Sama lögmál gildir um þetta og neysluhyggju almennt. Óumhverfisvæn neysla sem allir geta minnkað til muna. Hvert umhverfisvænt skref skiptir máli. Einnig finna margir mikinn mun á líðan og orku almennt ef kjötneysla er minnkuð. Fjölbreytt og hreint matarræði er frábært fyrir líkama og sál (og umhverfið!).8. Þrif: Matarsódi & edik, takk Sólrún Diego! Er yfirleitt ekki mikill aðdáandi „Gamla skólans“ en stundum er nóg og jafnvel fljótlegra að þvo í höndunum! Minni plastnotkun þar sem umbúðirnar af þrifvörum eru yfirleitt ekki umhverfisvænar. -Minni snyrtivöruinnkaup og notkun helst í hendur við það að þurfa þ.a.l ekki að kaupa snyrtivöruhreinsi, bómullarskífur, hreinsiklúta o.s.frv. -Sápustykki frekar en nýr og nýr brúsi af sápu/hárvörum (sem oftast er úr plasti).9. Gjafakaup: Hugsum okkur vel um við gjafainnkaup almennt (ekki bara um jólin). -Gefðu upplifun eða umhverfisvænar vörur! Gjöf sem gefur er einnig frábær kostur sem styrkir þá sem á þurfa að halda. -Plöntur lífga upp á heimilið, bæta og kæta andrúmsloftið. Sumar lifa vel inni á baði en aðrar er betra að geyma í stofuglugganum. Kaktus er klassísk byrjun sem yfirleitt þarf að vökva lítið. -Vert er að nefna nokkrar frábærar verslanir/félög/fyrirtæki sem bjóða upp á umhverfisvænni gjafahugmyndir: -Tropic, MORSK, Vistvera, UN Women, Heilsuhúsið, Klaran, Mena, Mistur, Ethic og fleiri.10. Baðherbergisvörur: Kynntu þér umhverfisvænni baðvörur. Skiptu yfir í bambustannbursta, tannkremstöflur, margnota rakvélar, margnota skífur (hægt að hekla sjálfur) í staðin fyrir bómullarskífur, silki tannþráð úr áfyllanlegu boxi, og bambus eyrnapinna. -Umhverfisvænni tíðarvörur eru mega þægilegar eins og t.d. álfabikar og túrnærbuxur. Fjárfesting sem þú munt ekki sjá eftir!Höfundur er varafulltrúi á menntavísindasviði í stúdentaráð fyrir Vöku og situr í Jafnréttisnefnd SHÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
10 umhverfisvæn skref sem þú getur tekið á þessu skólaári: Munum að allir geta gert eitthvað enginn getur gert allt. Allir umhverfisvænir kostir eru betri en engir!1. Samgöngur: Taktu strætó, hjólaðu, labbaðu, sameinið í bíla, nýttu þér næturstrætó á djamminu. Það er líka svo hressandi að fá ferskt loft, hlusta jafnvel á tónlist/podcast og vera í öðru umhverfi en vanalega. Því miður var Reykjavík að mestu leyti hönnuð fyrir bíla en um leið og við verðum meðvituð um skaðsemi bílanotkun okkar þá getum við a.m.k. valið umhverfisvænni kosti oftar.2. Neysluhyggja: Ef við kaupum minna bull þá framleiða fyrirtæki minna bull! Ef þú hefur ekki notað flíkina/hlutinn síðastliðið hálfa árið þá ertu ólíklega að fara nota hana næsta hálfa árið. Prufaðu t.d. að kaupa ekki neina nýja flík/hlut í heilt ár, það er mun auðveldara en þú heldur. Sparar líka pening! Fáar fágaðar flíkur í staðin fyrir margar minna virði. Less is more. Vertu duglegri að fá lánað hjá vinum í staðin fyrir að panta nýtt á netinu fyrir hvert nýtt tilefni, það er alger óþarfi og þú veist betur. -Fjölnota pokar/bakpokar/veski/töskur er vert að nefna og mikilvægt umhverfisskref sem langflestir ættu að vera löngu búin að tileinka sér. -Geyma mat í krukkum og reyna versla sem mestan mat sem hægt er að fylla á ofan í sín eigin ílát.3. Nesti: Slepptu plastpokum og nestis ziplock pokum. Þetta þótti voða sniðugt fyrir nokkrum árum en hættu nú alveg, við vitum betur! Það eiga langflest heimili nestisbox og ef ekki þá eru þau yfirleitt hræódýr. Jafnvel fátækir námsmenn ráða við það. -Vatnsbrúsi er málið. Sem dyggur Nocco aðdáandi (líkt og hálf þjóðin) veit ég hversu erfitt það er að minnka koffínneyslu en reynum frekar að velja að fá orku frá mat og vatni í staðin fyrir að kaupa endalaust af koffíndrykkjum og öðru. Hollari kostur fyrir okkur sjálf og umhverfið. -Fjölnota kaffimál og krukkur er sniðug lausn. Tilvalið fyrir te, kaffi, kakó, jógúrt, grauta eða jafnvel súpu! -Ræktaðu heima hjá þér. Hafðu það löglegt og ferskt. Set þennan punkt inn fyrir ykkur mega metnaðarfullu sem myndu nenna að rækta t.d. spínat, basilikku eða kál. Það er geggjað! Líka sjúklega næs að tína myntuna sjálfur í kokteilana og svona frekar en að kaupa hana í plastboxi sem er í plastpoka út í búð (svo mikil óþarfa plastnotkun!). Það er umhverfisvænna og sparsamara að mæta með nesti, það kemst fljótt í vana og er oft einnig hollari kostur hvað næringu varðar. -Stálrör og fjölnota hnífapör! Flott, hagstætt, skilvirkt, til í mismunandi litum og gerðum – æði.4. Rafrænt: Veldu að fá verkefni og að taka próf rafrænt ef hægt er frekar en á pappír. Ræða rafræna kosti við kennara okkar og hvetja og vekja þá til umhugsunar, við erum öll saman í þessu.5. Flokkaðu: Nokkuð einfalt. Það ætti ekki að fara framhjá neinum að í Háskólabyggingunum eru flokkunartunnur, en eitt sem ekki allir vita þá er lífrænt rusl stundum einungis hjá Hámu (meira afsíðis en pappírs/dósa/plast tunnurnar) Reynum að forðast svörtu pokana en þangað fer blandað rusl. -Moltutunnur er ein snilld sem er mun einfaldari í notkun en ég nokkurn tíman þorði að vona! Hélt einu sinni að aðeins bændur notuðu eitthvað slíkt en moltugerð er í grófum dráttum tunna oftast utandyra þar sem lífrænum úrgangi er safnað saman (stundum bara gras og lauf en oftast setur fólk einnig matarafganga í) og verður smám saman að næringarríkri mold/áburði fyrir matjurtir og aðra ræktun. -Einnig er góður ávani að flokka námið sitt, föt, mat og annað heima (geymslupláss o.s.frv.) Það dregur úr óþarfa neyslu að hafa heimilið vel skipulagt. Vel skipulögðmatarinnkaup (fjölnota pokar undir grænmeti og ávexti, forðast óumhverfisvænar umbúðir) og skipulagður fataskápur eykur líkurnar á heilbrigðari lífsstíl almennt og tíminn nýtist betur.6. Skólabækur: Fáðu lánaðar bækur eða kauptu notaðar frá öðrum. Rafrænir skiptibókamarkaðarhópar eru aðgengilegir t.d. á Facebook, stundum skipt eftir sviðum Háskólans meira að segja!7. Kjötneysla: Minnkaðu eða jafnvel slepptu kjöti og dýraafurðum alveg. Sama lögmál gildir um þetta og neysluhyggju almennt. Óumhverfisvæn neysla sem allir geta minnkað til muna. Hvert umhverfisvænt skref skiptir máli. Einnig finna margir mikinn mun á líðan og orku almennt ef kjötneysla er minnkuð. Fjölbreytt og hreint matarræði er frábært fyrir líkama og sál (og umhverfið!).8. Þrif: Matarsódi & edik, takk Sólrún Diego! Er yfirleitt ekki mikill aðdáandi „Gamla skólans“ en stundum er nóg og jafnvel fljótlegra að þvo í höndunum! Minni plastnotkun þar sem umbúðirnar af þrifvörum eru yfirleitt ekki umhverfisvænar. -Minni snyrtivöruinnkaup og notkun helst í hendur við það að þurfa þ.a.l ekki að kaupa snyrtivöruhreinsi, bómullarskífur, hreinsiklúta o.s.frv. -Sápustykki frekar en nýr og nýr brúsi af sápu/hárvörum (sem oftast er úr plasti).9. Gjafakaup: Hugsum okkur vel um við gjafainnkaup almennt (ekki bara um jólin). -Gefðu upplifun eða umhverfisvænar vörur! Gjöf sem gefur er einnig frábær kostur sem styrkir þá sem á þurfa að halda. -Plöntur lífga upp á heimilið, bæta og kæta andrúmsloftið. Sumar lifa vel inni á baði en aðrar er betra að geyma í stofuglugganum. Kaktus er klassísk byrjun sem yfirleitt þarf að vökva lítið. -Vert er að nefna nokkrar frábærar verslanir/félög/fyrirtæki sem bjóða upp á umhverfisvænni gjafahugmyndir: -Tropic, MORSK, Vistvera, UN Women, Heilsuhúsið, Klaran, Mena, Mistur, Ethic og fleiri.10. Baðherbergisvörur: Kynntu þér umhverfisvænni baðvörur. Skiptu yfir í bambustannbursta, tannkremstöflur, margnota rakvélar, margnota skífur (hægt að hekla sjálfur) í staðin fyrir bómullarskífur, silki tannþráð úr áfyllanlegu boxi, og bambus eyrnapinna. -Umhverfisvænni tíðarvörur eru mega þægilegar eins og t.d. álfabikar og túrnærbuxur. Fjárfesting sem þú munt ekki sjá eftir!Höfundur er varafulltrúi á menntavísindasviði í stúdentaráð fyrir Vöku og situr í Jafnréttisnefnd SHÍ.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun