Heimilislaus óperusöngkona fangaði athygli lögregluþjóns og myndbandið sló í gegn Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2019 12:30 Emily Zamourka er með magnaða rödd. Lögregluþjónn í Los Angeles náði myndbandi af Emily Zamourka er hún söng eins og engill á lestarstöð í borginni. Myndbandið hefur nú þegar vakið heimsathygli en Zamourka hefur verið heimilislaus í nokkur ár.CNN greinir frá og nú þegar hefur borgarfulltrúi í Los Angeles hafist handa við að finna heimili fyrir konuna og mun hún einnig koma fram á viðburði í borginni á laugardaginn. Almenningur segir einnig í athugasemdakerfinu við fréttaflutning af þessari mögnuðu söngkonu að hún hafi sungið á lestastöðum um alla borg í langan tíma. Á myndbandinu má heyra Zamourka syngja óperuna O mio babbino caro eftir Giacomo Puccini. Hún flutti til Bandaríkjanna frá Rússlandi þegar hún var 24 ára og lærði á sínum tíma á píanó og fiðlu. Hún byrjaði fyrst á því að þéna peninga á því að spila á fiðlu fyrir almenning í borginni en eftir að óprúttinn aðili eyðilagði fiðluna þurfti hún að hætta að spila. Einnig hefur hún verið að glíma við meiðsli í úlnlið. „Þetta er í raun á ástæðan fyrir því að ég er heimilislaus í dag. Allt í einu gat ég ekki unnið fyrir mér og gat því ekki borgað mína reikninga og leigu,“ segir Zamourka í samtali við miðilinn KABC en hún er í dag 52 ára. Ónefndur maður hefur nú stofnað hópfjármögnun á GoFundMe og hefur náðst að safna 35.000 dollurum til að reyna aðstoða Zamourka að koma undir sig fótunum. Þá hefur borgarfulltrúinn Joe Buscaino sagt að hann sé nú þegar að reyna finna húsnæði fyrir konuna. Hér að neðan má sjá þetta vinsæla myndband sem hefur breytt lífi Emily Zamourka.4 million people call LA home. 4 million stories. 4 million voices...sometimes you just have to stop and listen to one, to hear something beautiful. pic.twitter.com/VzlmA0c6jX — LAPD HQ (@LAPDHQ) September 27, 2019 Bandaríkin Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Lögregluþjónn í Los Angeles náði myndbandi af Emily Zamourka er hún söng eins og engill á lestarstöð í borginni. Myndbandið hefur nú þegar vakið heimsathygli en Zamourka hefur verið heimilislaus í nokkur ár.CNN greinir frá og nú þegar hefur borgarfulltrúi í Los Angeles hafist handa við að finna heimili fyrir konuna og mun hún einnig koma fram á viðburði í borginni á laugardaginn. Almenningur segir einnig í athugasemdakerfinu við fréttaflutning af þessari mögnuðu söngkonu að hún hafi sungið á lestastöðum um alla borg í langan tíma. Á myndbandinu má heyra Zamourka syngja óperuna O mio babbino caro eftir Giacomo Puccini. Hún flutti til Bandaríkjanna frá Rússlandi þegar hún var 24 ára og lærði á sínum tíma á píanó og fiðlu. Hún byrjaði fyrst á því að þéna peninga á því að spila á fiðlu fyrir almenning í borginni en eftir að óprúttinn aðili eyðilagði fiðluna þurfti hún að hætta að spila. Einnig hefur hún verið að glíma við meiðsli í úlnlið. „Þetta er í raun á ástæðan fyrir því að ég er heimilislaus í dag. Allt í einu gat ég ekki unnið fyrir mér og gat því ekki borgað mína reikninga og leigu,“ segir Zamourka í samtali við miðilinn KABC en hún er í dag 52 ára. Ónefndur maður hefur nú stofnað hópfjármögnun á GoFundMe og hefur náðst að safna 35.000 dollurum til að reyna aðstoða Zamourka að koma undir sig fótunum. Þá hefur borgarfulltrúinn Joe Buscaino sagt að hann sé nú þegar að reyna finna húsnæði fyrir konuna. Hér að neðan má sjá þetta vinsæla myndband sem hefur breytt lífi Emily Zamourka.4 million people call LA home. 4 million stories. 4 million voices...sometimes you just have to stop and listen to one, to hear something beautiful. pic.twitter.com/VzlmA0c6jX — LAPD HQ (@LAPDHQ) September 27, 2019
Bandaríkin Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“