Skutu eldflaug úr kafbáti Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2019 10:22 Fólk horfir á frétt um eldflaugaskot Norður-Kóreu í lestarstöð í Suður-Kóreu. AP/Ahn Young-joon Norður-Kórea skaut eldflaug á nótt sem talið er að hafi verið skotið úr kafbáti. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem einræðisríkið gerir tilraunir með slíkar eldflaugar og að þessu sinni var það gert nokkrum dögum áður en viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun ríkisins hefjast að nýju. Eldflaugin mun hafa lent innan lögsögu Japan og kvörtuðu embættismenn þar í landi til Norður-Kóreu. Þetta er í níunda sinn sem eldflaug er skotið á loft frá Norður-Kóreu frá júlí.Samkvæmt Yonhap, fréttaveitu frá Suður-Kóreu, er talið að eldflaugin hafi verið af gerðinni Pukguksong en þær geta borið kjarnorkuvopn. Hún lenti í um 450 kílómetra fjarlægð frá skotstaðnum en náði um 910 kílómetra hæða. Hefði eldflauginni verið skotið með hefðbundnum hætti gæti hún drifið mun lengra en 450 kílómetra.Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu segir eldflaugarnar geta drifið um 1.300 kílómetra. Erfiðara er að greina eldflaugaskot frá kafbátum og með þeim er einnig hægt að draga verulega úr viðbragðstíma þeirra sem verið er að skjóta á. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja mögulegt að forsvarsmenn einræðisríkisins vilji með þessu setja aukinn þrýsting á Bandaríkin fyrir áðurnefndar viðræður.Kóreumenn hafa unnið að því að þróa eldflaugar sem þessar og í sumar birti KCNA, ríkismiðill Norður-Kóreu, myndir af nýjum kafbáti sem átti að taka í notkun á næstunni. Sá kafbátur er talinn sá stærsti sem Norður-Kórea býr yfir og sá eini sem hægt er að nota til að skjóta langdrægum eldflaugum. Norður-Kórea býr yfir um 70 öðrum kafbátum en talið er að þeir búi ekki yfir þeim búnaði sem til þarf til að skjóta eldflaugum á loft úr kafi. Bandaríkin Japan Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Norður-Kórea skaut eldflaug á nótt sem talið er að hafi verið skotið úr kafbáti. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem einræðisríkið gerir tilraunir með slíkar eldflaugar og að þessu sinni var það gert nokkrum dögum áður en viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun ríkisins hefjast að nýju. Eldflaugin mun hafa lent innan lögsögu Japan og kvörtuðu embættismenn þar í landi til Norður-Kóreu. Þetta er í níunda sinn sem eldflaug er skotið á loft frá Norður-Kóreu frá júlí.Samkvæmt Yonhap, fréttaveitu frá Suður-Kóreu, er talið að eldflaugin hafi verið af gerðinni Pukguksong en þær geta borið kjarnorkuvopn. Hún lenti í um 450 kílómetra fjarlægð frá skotstaðnum en náði um 910 kílómetra hæða. Hefði eldflauginni verið skotið með hefðbundnum hætti gæti hún drifið mun lengra en 450 kílómetra.Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu segir eldflaugarnar geta drifið um 1.300 kílómetra. Erfiðara er að greina eldflaugaskot frá kafbátum og með þeim er einnig hægt að draga verulega úr viðbragðstíma þeirra sem verið er að skjóta á. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja mögulegt að forsvarsmenn einræðisríkisins vilji með þessu setja aukinn þrýsting á Bandaríkin fyrir áðurnefndar viðræður.Kóreumenn hafa unnið að því að þróa eldflaugar sem þessar og í sumar birti KCNA, ríkismiðill Norður-Kóreu, myndir af nýjum kafbáti sem átti að taka í notkun á næstunni. Sá kafbátur er talinn sá stærsti sem Norður-Kórea býr yfir og sá eini sem hægt er að nota til að skjóta langdrægum eldflaugum. Norður-Kórea býr yfir um 70 öðrum kafbátum en talið er að þeir búi ekki yfir þeim búnaði sem til þarf til að skjóta eldflaugum á loft úr kafi.
Bandaríkin Japan Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira