Óvissa með framhaldið eftir eldflaugaskot Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. október 2019 18:30 Talið er að Norður-Kórea hafi skotið eldflaug úr einum kafbáta sinna í nótt. Það verður ekki annað sagt en að tímasetning skotsins sé einkennileg. Þá sérstaklega í ljósi þess að viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans eiga að hefjast á ný á föstudaginn. Frost hefur verið í viðræðunum við Bandaríkin frá því fundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og norðurkóreska einræðisherrans Kim Jong-un lauk án nokkurs konar samkomulags í febrúar. Norður-Kóreumenn eru hins vegar bjartsýnir fyrir viðræður föstudagsins. Pyongyang Times, málgagn norðurkóreska ríkisins á ensku, birti frétt þess efnis í dag. Haft var eftir Choe Son Hui varautanríkisráðherra að búist sé við því að viðræðurnar muni nú komast á skrið.Reiði í Japan En eldflaugaskotið gæti breytt þessu. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans og bandamaður Trumps, fordæmdi skotið harðlega. „Við munum halda áfram að vinna með Bandaríkjunum og alþjóðasamfélaginu og gera okkar besta til þess að tryggja öryggi landsmanna,“ sagði Japaninn aukinheldur. Yoshide Suga, talsmaður japönsku ríkisstjórnarinnar, sagði frá því að eldflaug Norður-Kóreumanna hafi lent í japanskri landhelgi en þetta er ellefta eldflaugatilraun einræðisríkisins á árinu.Mögulega svar við nýjum þotum Setja má skotið í samhengi við það að Suður-Kóreumenn fögnuðu í gær degi suðurkóreska hersins. Þar voru til sýnis nýkeyptar, bandarískar F-35 herþotur. Norður-Kóreumenn gagnrýndu kaupin á sínum tíma og sögðu til þess fallin að auka á spennuna. Bandaríkin Japan Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Skutu eldflaug úr kafbáti Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem einræðisríkið gerir tilraunir með slíkar eldflaugar og að þessu sinni var það gert nokkrum dögum áður en viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun ríkisins hefjast að nýju. 2. október 2019 10:22 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Talið er að Norður-Kórea hafi skotið eldflaug úr einum kafbáta sinna í nótt. Það verður ekki annað sagt en að tímasetning skotsins sé einkennileg. Þá sérstaklega í ljósi þess að viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans eiga að hefjast á ný á föstudaginn. Frost hefur verið í viðræðunum við Bandaríkin frá því fundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og norðurkóreska einræðisherrans Kim Jong-un lauk án nokkurs konar samkomulags í febrúar. Norður-Kóreumenn eru hins vegar bjartsýnir fyrir viðræður föstudagsins. Pyongyang Times, málgagn norðurkóreska ríkisins á ensku, birti frétt þess efnis í dag. Haft var eftir Choe Son Hui varautanríkisráðherra að búist sé við því að viðræðurnar muni nú komast á skrið.Reiði í Japan En eldflaugaskotið gæti breytt þessu. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans og bandamaður Trumps, fordæmdi skotið harðlega. „Við munum halda áfram að vinna með Bandaríkjunum og alþjóðasamfélaginu og gera okkar besta til þess að tryggja öryggi landsmanna,“ sagði Japaninn aukinheldur. Yoshide Suga, talsmaður japönsku ríkisstjórnarinnar, sagði frá því að eldflaug Norður-Kóreumanna hafi lent í japanskri landhelgi en þetta er ellefta eldflaugatilraun einræðisríkisins á árinu.Mögulega svar við nýjum þotum Setja má skotið í samhengi við það að Suður-Kóreumenn fögnuðu í gær degi suðurkóreska hersins. Þar voru til sýnis nýkeyptar, bandarískar F-35 herþotur. Norður-Kóreumenn gagnrýndu kaupin á sínum tíma og sögðu til þess fallin að auka á spennuna.
Bandaríkin Japan Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Skutu eldflaug úr kafbáti Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem einræðisríkið gerir tilraunir með slíkar eldflaugar og að þessu sinni var það gert nokkrum dögum áður en viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun ríkisins hefjast að nýju. 2. október 2019 10:22 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Skutu eldflaug úr kafbáti Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem einræðisríkið gerir tilraunir með slíkar eldflaugar og að þessu sinni var það gert nokkrum dögum áður en viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun ríkisins hefjast að nýju. 2. október 2019 10:22