Íbúum bjargað úr fjölbýli í Suðurhólum eftir að eldur kviknaði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. október 2019 18:55 Slökkviliðið var kallað út á sjöunda tímanum í kvöld. Vísir/Egill Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að fjölbýlishúsi í Suðurhólum í Reykjavík á sjöunda tímanum í kvöld. Nokkrir íbúar voru aðstoðaðir við að komast út. Eldurinn kviknaði í íbúð á annarri hæð fjölbýlisins og varð þar altjón, reykurinn stóð út um glugga íbúðarinnar þegar slökkvilið kom á vettvang. Enginn var í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði og eru eldsupptök ókunn að svo stöddu. Enginn slasaðist alvarlega í eldsvoðanum en einn var fluttur á sjúkradeild með vott af reykeitrun. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði hann verið að fylgja íbúum á efstu hæð út úr blokkinni. Samkvæmt fréttamanni okkar á vettvangi náði slökkvilið í íbúa sem var fast í íbúð á annarri hæð, þar á meðal var eitt barn. Aðstoðaði slökkvilið einnig íbúa af þriðju og efstu hæð út, sem beðið hafði á svölum eftir slökkviliðinu. Reykkafarar fóru inn í bygginguna til þess að ná í íbúa og notuðu björgunargrímur þar sem mikill reykur var á stigaganginum. Eyþór Leifsson varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við fréttastofu um klukkan hálf átta að aðgerðum væri að ljúka á vettvangi. Störf á vettvangi gengu vel og Rauði krossinn sá um að koma íbúum í skjól á meðan slökkvilið var að störfum. Fréttin hefur verið uppfærð.Vísir/EgillFrá aðgerðum á vettvangi í kvöldVísir/EgillVísir/ÞráinnVísir/KristínGVísir/ÞráinnVísir/EgillVísir/EgillVísir/Egill Reykjavík Slökkvilið Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að fjölbýlishúsi í Suðurhólum í Reykjavík á sjöunda tímanum í kvöld. Nokkrir íbúar voru aðstoðaðir við að komast út. Eldurinn kviknaði í íbúð á annarri hæð fjölbýlisins og varð þar altjón, reykurinn stóð út um glugga íbúðarinnar þegar slökkvilið kom á vettvang. Enginn var í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði og eru eldsupptök ókunn að svo stöddu. Enginn slasaðist alvarlega í eldsvoðanum en einn var fluttur á sjúkradeild með vott af reykeitrun. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði hann verið að fylgja íbúum á efstu hæð út úr blokkinni. Samkvæmt fréttamanni okkar á vettvangi náði slökkvilið í íbúa sem var fast í íbúð á annarri hæð, þar á meðal var eitt barn. Aðstoðaði slökkvilið einnig íbúa af þriðju og efstu hæð út, sem beðið hafði á svölum eftir slökkviliðinu. Reykkafarar fóru inn í bygginguna til þess að ná í íbúa og notuðu björgunargrímur þar sem mikill reykur var á stigaganginum. Eyþór Leifsson varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við fréttastofu um klukkan hálf átta að aðgerðum væri að ljúka á vettvangi. Störf á vettvangi gengu vel og Rauði krossinn sá um að koma íbúum í skjól á meðan slökkvilið var að störfum. Fréttin hefur verið uppfærð.Vísir/EgillFrá aðgerðum á vettvangi í kvöldVísir/EgillVísir/ÞráinnVísir/KristínGVísir/ÞráinnVísir/EgillVísir/EgillVísir/Egill
Reykjavík Slökkvilið Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Sjá meira