Spyr hver hafi tíma til að fara í bankaútibú Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. október 2019 07:00 Aðeins 12 ára gamall keypti Ali Nikam sín fyrstu hlutabréf. Hann er nú forstjóri bankans Bunq. Ali Nikam er íranskur að uppruna en fæddur í Kanada. Ungur flutti hann til borgarinnar Gouda í Hollandi, sem er fræg fyrir osta. Aðeins 9 ára gamall lærði Ali að forrita, 12 ára keypti hann sín fyrstu hlutabréf og 16 ára stofnaði hann sitt fyrsta fyrirtæki. Þegar hann var 21 árs, árið 2003, stofnaði hann TransIP sem er í dag þriðja stærsta lénahýsingarfyrirtæki heims og fjórum árum síðan byggði hann eitt af stærstu gagnaverum Hollands. „28 ára ákvað ég að skrifa bók um nýsköpun og þegar ég sat við skriftir áttaði ég mig á því að ég hef bæði gaman af því að skapa hluti sem fólk notar og að hafa áhrif á samfélagið,“ segir Ali. „Ég tel að okkur sem manneskjum beri skylda til að skilja við heiminn betri á einhvern hátt.“ Ali íhugaði að stofna fyrirtæki til að vinna að umhverfismálum, matvælaframleiðslu eða berjast gegn fátækt. Bankahrunið olli því að hann ákvað að stofna banka. „Margir vinir mínir misstu húsnæði sitt og mörg nýsköpunarverkefni þeirra urðu að engu,“ segir hann. „Kerfið sjálft var vandamálið og enginn gerði neitt í því. Stjórnmálamennirnir voru fegnir að almenningur beindi reiði sinni að bankamönnum í stað þeirra sjálfra. Mér fannst að einhver þyrfti að stíga fram og reyna að breyta kerfinu, sýna fólki að ekki þurfa allir bankar að vera eins og sýna að neytendur hafi vald.“ Árið 2012 stofnaði Ali Bunq og þremur árum síðar fór hann með það á markað í átta löndum Evrópu. Nýlega ákvað Ali að opna fyrir starfsemi í 22 löndum til viðbótar, þar á meðal Íslandi, en einn af fyrstu starfsmönnum bankans er íslenskur. Höfuðstöðvarnar eru í Amsterdam og öll starfsemi fer í gegnum netið, annaðhvort á heimasíðu eða með smáforriti. Ali segir að Bunq sé allt öðruvísi uppbyggður en hefðbundnir bankar og snúist fyrst og fremst um gott aðgengi, gegnsæi og að gera notendum lífið auðveldara. „Hefðbundnir bankar hegða sér eins og sölumenn notaðra bíla, hugsa aðeins um eigin gróða í gegnum háa vexti, kaupa ódýrt og selja dýrt,“ segir hann. „Okkar viðskiptamódel gengur út á mánaðarlegt gjald.“ Bunq er ekki fyrsti netbankinn sem er opnaður á íslenskum markaði. Í desember síðastliðnum gátu Íslendingar opnað reikninga hjá þýska netbankanum N26. „Netbankar eru ekki aðeins framtíðin heldur raunveruleikinn í dag,“ segir Ali. „Hver vill og hefur tíma til að fara í útibú banka í dag? Okkar helsti markhópur er fólk sem verðleggur tíma sinn og vill auðvelda sér lífið.“ Í dag er ekki hægt að sækja um hefðbundin lán, eins og til dæmis húsnæðislán í Bunq. En Ali segir að það gæti breyst í framtíðinni. „Við erum í stöðugu samtali við notendur okkar og reynum að bregðast við þörfum þeirra,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Nýr banki á Íslandi Hollenski bankinn Bunq hefur opnað fyrir viðskipti á öllu Evrópusambandssvæðinu, auk Noregs og Íslands. 2. október 2019 06:00 Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira
Ali Nikam er íranskur að uppruna en fæddur í Kanada. Ungur flutti hann til borgarinnar Gouda í Hollandi, sem er fræg fyrir osta. Aðeins 9 ára gamall lærði Ali að forrita, 12 ára keypti hann sín fyrstu hlutabréf og 16 ára stofnaði hann sitt fyrsta fyrirtæki. Þegar hann var 21 árs, árið 2003, stofnaði hann TransIP sem er í dag þriðja stærsta lénahýsingarfyrirtæki heims og fjórum árum síðan byggði hann eitt af stærstu gagnaverum Hollands. „28 ára ákvað ég að skrifa bók um nýsköpun og þegar ég sat við skriftir áttaði ég mig á því að ég hef bæði gaman af því að skapa hluti sem fólk notar og að hafa áhrif á samfélagið,“ segir Ali. „Ég tel að okkur sem manneskjum beri skylda til að skilja við heiminn betri á einhvern hátt.“ Ali íhugaði að stofna fyrirtæki til að vinna að umhverfismálum, matvælaframleiðslu eða berjast gegn fátækt. Bankahrunið olli því að hann ákvað að stofna banka. „Margir vinir mínir misstu húsnæði sitt og mörg nýsköpunarverkefni þeirra urðu að engu,“ segir hann. „Kerfið sjálft var vandamálið og enginn gerði neitt í því. Stjórnmálamennirnir voru fegnir að almenningur beindi reiði sinni að bankamönnum í stað þeirra sjálfra. Mér fannst að einhver þyrfti að stíga fram og reyna að breyta kerfinu, sýna fólki að ekki þurfa allir bankar að vera eins og sýna að neytendur hafi vald.“ Árið 2012 stofnaði Ali Bunq og þremur árum síðar fór hann með það á markað í átta löndum Evrópu. Nýlega ákvað Ali að opna fyrir starfsemi í 22 löndum til viðbótar, þar á meðal Íslandi, en einn af fyrstu starfsmönnum bankans er íslenskur. Höfuðstöðvarnar eru í Amsterdam og öll starfsemi fer í gegnum netið, annaðhvort á heimasíðu eða með smáforriti. Ali segir að Bunq sé allt öðruvísi uppbyggður en hefðbundnir bankar og snúist fyrst og fremst um gott aðgengi, gegnsæi og að gera notendum lífið auðveldara. „Hefðbundnir bankar hegða sér eins og sölumenn notaðra bíla, hugsa aðeins um eigin gróða í gegnum háa vexti, kaupa ódýrt og selja dýrt,“ segir hann. „Okkar viðskiptamódel gengur út á mánaðarlegt gjald.“ Bunq er ekki fyrsti netbankinn sem er opnaður á íslenskum markaði. Í desember síðastliðnum gátu Íslendingar opnað reikninga hjá þýska netbankanum N26. „Netbankar eru ekki aðeins framtíðin heldur raunveruleikinn í dag,“ segir Ali. „Hver vill og hefur tíma til að fara í útibú banka í dag? Okkar helsti markhópur er fólk sem verðleggur tíma sinn og vill auðvelda sér lífið.“ Í dag er ekki hægt að sækja um hefðbundin lán, eins og til dæmis húsnæðislán í Bunq. En Ali segir að það gæti breyst í framtíðinni. „Við erum í stöðugu samtali við notendur okkar og reynum að bregðast við þörfum þeirra,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Nýr banki á Íslandi Hollenski bankinn Bunq hefur opnað fyrir viðskipti á öllu Evrópusambandssvæðinu, auk Noregs og Íslands. 2. október 2019 06:00 Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira
Nýr banki á Íslandi Hollenski bankinn Bunq hefur opnað fyrir viðskipti á öllu Evrópusambandssvæðinu, auk Noregs og Íslands. 2. október 2019 06:00