Norður-Kóreumenn staðfesta eldflaugaskotið Gunnar Reynir Valþórsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 3. október 2019 07:51 Mynd af flauginni sem KCNA, ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu, birti í gær. Vísir/EPA Norður-Kóreumenn hafa staðfest að þeir hafi í gær skotið langdrægri eldflaug af skotpalli á hafi úti eins og Suður-Kóreumenn fullyrtu í gær. Norður-Kóreumenn segja að flauginni, sem getur borið kjarnavopn, sé hægt að skjóta úr kafbát. Þetta þýðir að Norðanmenn gætu skotið kjarnorkueldlaugum á skotmörk í órafjarlægð, langt fyrir utan sín landamæri. Í frétt KCNA, ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu, segir að flauginni hafi verið skotið lóðrétt á loft undan ströndum Wonsan-flóa í gær. Þá segir í fréttinni að skotið, sem hafi heppnast vel, muni koma til með að hafa mikla þýðingu fyrir varnir Norður-Kóreu gagnvart utanaðkomandi ógn sem steðji að ríkinu. Þá sendi Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hamingjuóskir til þeirra sem stóðu að skotinu í gær. Þetta þykir benda til þess að leiðtoginn hafi ekki verið á vettvangi þegar flauginni var skotið á loft. Málið er litið grafalvarlegum augum af vesturveldunum en viðræður Norður Kóreu og Bandaríkjanna eiga að hefjast um helgina þar sem ræða kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Skotið hefur verið sett í samhengi við það að Suður-Kóreumenn fögnuðu í gær degi suðurkóreska hersins. Þar voru til sýnis nýkeyptar, bandarískar F-35 herþotur. Norður-Kóreumenn gagnrýndu kaupin á sínum tíma og sögðu til þess fallin að auka á spennuna. Norður-Kórea Tengdar fréttir Óvissa með framhaldið eftir eldflaugaskot Talið er að Norður-Kórea hafi skotið eldflaug úr einum kafbáta sinna í nótt. 2. október 2019 18:30 Kóreumenn kvarta vegna „ögrana“ Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segja Bandaríkjunum um að kenna vegna deilunnar um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins 30. september 2019 17:59 Skutu eldflaug úr kafbáti Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem einræðisríkið gerir tilraunir með slíkar eldflaugar og að þessu sinni var það gert nokkrum dögum áður en viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun ríkisins hefjast að nýju. 2. október 2019 10:22 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Norður-Kóreumenn hafa staðfest að þeir hafi í gær skotið langdrægri eldflaug af skotpalli á hafi úti eins og Suður-Kóreumenn fullyrtu í gær. Norður-Kóreumenn segja að flauginni, sem getur borið kjarnavopn, sé hægt að skjóta úr kafbát. Þetta þýðir að Norðanmenn gætu skotið kjarnorkueldlaugum á skotmörk í órafjarlægð, langt fyrir utan sín landamæri. Í frétt KCNA, ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu, segir að flauginni hafi verið skotið lóðrétt á loft undan ströndum Wonsan-flóa í gær. Þá segir í fréttinni að skotið, sem hafi heppnast vel, muni koma til með að hafa mikla þýðingu fyrir varnir Norður-Kóreu gagnvart utanaðkomandi ógn sem steðji að ríkinu. Þá sendi Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hamingjuóskir til þeirra sem stóðu að skotinu í gær. Þetta þykir benda til þess að leiðtoginn hafi ekki verið á vettvangi þegar flauginni var skotið á loft. Málið er litið grafalvarlegum augum af vesturveldunum en viðræður Norður Kóreu og Bandaríkjanna eiga að hefjast um helgina þar sem ræða kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Skotið hefur verið sett í samhengi við það að Suður-Kóreumenn fögnuðu í gær degi suðurkóreska hersins. Þar voru til sýnis nýkeyptar, bandarískar F-35 herþotur. Norður-Kóreumenn gagnrýndu kaupin á sínum tíma og sögðu til þess fallin að auka á spennuna.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Óvissa með framhaldið eftir eldflaugaskot Talið er að Norður-Kórea hafi skotið eldflaug úr einum kafbáta sinna í nótt. 2. október 2019 18:30 Kóreumenn kvarta vegna „ögrana“ Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segja Bandaríkjunum um að kenna vegna deilunnar um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins 30. september 2019 17:59 Skutu eldflaug úr kafbáti Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem einræðisríkið gerir tilraunir með slíkar eldflaugar og að þessu sinni var það gert nokkrum dögum áður en viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun ríkisins hefjast að nýju. 2. október 2019 10:22 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Óvissa með framhaldið eftir eldflaugaskot Talið er að Norður-Kórea hafi skotið eldflaug úr einum kafbáta sinna í nótt. 2. október 2019 18:30
Kóreumenn kvarta vegna „ögrana“ Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segja Bandaríkjunum um að kenna vegna deilunnar um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins 30. september 2019 17:59
Skutu eldflaug úr kafbáti Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem einræðisríkið gerir tilraunir með slíkar eldflaugar og að þessu sinni var það gert nokkrum dögum áður en viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun ríkisins hefjast að nýju. 2. október 2019 10:22