Plácido Domingo hættir í kjölfar ásakana Atli Ísleifsson skrifar 3. október 2019 08:39 Tilkynning hins 78 ára Domingo kemur í kjölfar ásakana fjölda kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. AP Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo hefur tilkynnt að hann muni hætta sem framkvæmdastjóri Óperunnar í Los Angeles auk þess að hann komi ekki til með að taka þátt í framtíðaruppsetningum á vegum óperunnar. Tilkynning hins 78 ára Domingo kemur í kjölfar ásakanna fjölda kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Í yfirlýsingu frá söngvaranum segir að nýlegar ásakanir sem á hann hafa verið bornar hafi skapað andrúmsloft þar sem hann geti ekki sinnt störfum fyrir fyrirtækið sem hann elski svo sem skyldi. „Á meðan ég mun halda áfram að hreinsa mannorð mitt, þá hef ég ákveðið að það það þjóni hagsmunum Los Angeles óperunnar best að ég segi af mér sem framkvæmdastjóri og hætti við þátttöku í framtíðaruppsetningum.“Hættir við þátttöku í uppsetningum Í tilkynningu frá óperunni er Domingo þakkað fyrir sín störf en hann hafði starfað sem framkvæmdastjóri frá 2003. Til stóð stóð til að hann myndi koma fram í uppsetningu á Roberto Devereux sem átti að frumsýna í febrúar á næsta ári. Greint var frá því í síðasta mánuði að Domingo myndi ekki koma fram í uppsetningu Metropolitan óperunnar í New York á Macbeth. Sagði þá að hann myndi ekki koma framar fram á sviði Metropolitan eftir að hafa komið þar fram á hverju sýningarári síðustu fimm áratugina.Litið framhjá hegðun söngvarans AP fréttastofan greindi frá ásökununum í ágúst síðastliðinn en að minnsta kosti átta konur hafa staðhæft að Domingo hafi í gegnum tíðina margsinnis beitt konur þrýstingi til að þýðast sig og lofað þeim frama í tónlistarheiminum að launum. Þær sem ekki létu undan kröfum hans hafi síðan fengið að kenna á því með starfsmissi. Sögðu þær að hegðun söngvarans hafi verið alkunna innan óperuheimsins en flestir hafi kosið að líta framhjá henni í áraraðir. Domingo sagði þá að sumar ásakanirnar væru allt að þrjátíu ára gamlar, margar ónákvæmar. Engu að síður sagði hann að honum þætti miður að heyra hvernig samstarfsfólk hans hafi upplifað framgöngu sína. Hann hafi ætíð talið sig vera í rétti og að hegðun hans væri samþykkt. Bandaríkin Menning MeToo Spánn Tónlist Tengdar fréttir Fjöldi kvenna segir Placido Domingo hafa herjað á sig Óperussöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. 13. ágúst 2019 08:20 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo hefur tilkynnt að hann muni hætta sem framkvæmdastjóri Óperunnar í Los Angeles auk þess að hann komi ekki til með að taka þátt í framtíðaruppsetningum á vegum óperunnar. Tilkynning hins 78 ára Domingo kemur í kjölfar ásakanna fjölda kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Í yfirlýsingu frá söngvaranum segir að nýlegar ásakanir sem á hann hafa verið bornar hafi skapað andrúmsloft þar sem hann geti ekki sinnt störfum fyrir fyrirtækið sem hann elski svo sem skyldi. „Á meðan ég mun halda áfram að hreinsa mannorð mitt, þá hef ég ákveðið að það það þjóni hagsmunum Los Angeles óperunnar best að ég segi af mér sem framkvæmdastjóri og hætti við þátttöku í framtíðaruppsetningum.“Hættir við þátttöku í uppsetningum Í tilkynningu frá óperunni er Domingo þakkað fyrir sín störf en hann hafði starfað sem framkvæmdastjóri frá 2003. Til stóð stóð til að hann myndi koma fram í uppsetningu á Roberto Devereux sem átti að frumsýna í febrúar á næsta ári. Greint var frá því í síðasta mánuði að Domingo myndi ekki koma fram í uppsetningu Metropolitan óperunnar í New York á Macbeth. Sagði þá að hann myndi ekki koma framar fram á sviði Metropolitan eftir að hafa komið þar fram á hverju sýningarári síðustu fimm áratugina.Litið framhjá hegðun söngvarans AP fréttastofan greindi frá ásökununum í ágúst síðastliðinn en að minnsta kosti átta konur hafa staðhæft að Domingo hafi í gegnum tíðina margsinnis beitt konur þrýstingi til að þýðast sig og lofað þeim frama í tónlistarheiminum að launum. Þær sem ekki létu undan kröfum hans hafi síðan fengið að kenna á því með starfsmissi. Sögðu þær að hegðun söngvarans hafi verið alkunna innan óperuheimsins en flestir hafi kosið að líta framhjá henni í áraraðir. Domingo sagði þá að sumar ásakanirnar væru allt að þrjátíu ára gamlar, margar ónákvæmar. Engu að síður sagði hann að honum þætti miður að heyra hvernig samstarfsfólk hans hafi upplifað framgöngu sína. Hann hafi ætíð talið sig vera í rétti og að hegðun hans væri samþykkt.
Bandaríkin Menning MeToo Spánn Tónlist Tengdar fréttir Fjöldi kvenna segir Placido Domingo hafa herjað á sig Óperussöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. 13. ágúst 2019 08:20 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Fjöldi kvenna segir Placido Domingo hafa herjað á sig Óperussöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. 13. ágúst 2019 08:20