Sölvi Blöndal segir skilið við Gamma Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. október 2019 11:30 Sölvi Blöndal var valinn hagfræðingur ársins 2017. Vísir/ÞÞ Sölvi Blöndal, sem starfað hefur sem efnahagsráðgjafi Gamma, hefur ákveðið að róa á önnur mið. Í samtali við Vísi segi Sölvi að starfslokin hafi staðið lengi til, hann hafi sagt starfi sínu lausu í haust og sé þessa dagana að vinna sinn uppsagnarfrest. Sölvi hóf störf hjá Gamma árið 2011 og fagnaði því átta ára starfsafmæli á þessu ári. Það sé eðlilegt að eftir svo langan tíma á sama stað hugsi menn sér til hreyfings. „Það er komið að tímamótum hjá mér. Þetta hefur verið skemmtilegur tími en nú er tímabært að breyta til,“ segir Sölvi. Á fræða- og starfsferli sínum hefur Sölvi lagt áherslu á fasteignamarkaðinn. Þannig stundaði hann rannsóknir á fasteignaverði í Stokkhólmi á vegum Sveriges Riksbank á árunum 2010 til 2011, eftir að hafa lokið M.Sc. prófi frá Stokkhólmsháskóla. Hann hlaut svo doktorsstöðu við sama skóla, þar sem viðfangsefni hans voru rannsóknir á fjármála- og fasteignabólum í Skandinavíu. Fasteignarannsóknir hans héldu áfram eftir að til Gamma var komið, auk þess sem hann kom að stofnun Almenna leigufélagsins þar sem hann var lengi stjórnarmaður. Aðspurður hvort starfslokin tengist eitthvað kaupum Kviku banka á Gamma, sem undirrituð voru fyrir tæpu ári síðan, segir Sölvi svo alls ekki vera. Hann hafi unnið vel með Kviku og starfslokin séu framkvæmd í fullkominni sátt allra. Sölvi segir að tíminn verði að leiða í ljós hvað hann muni taka sér fyrir hendur eftir starfslokin hjá Gamma. Hann er þó með ýmis járn í eldinum. Til að mynda tók hann nýlega við starfi aðjúnkts hjá Hagfræðideild Háskóla Íslands og kennir þar eitt námskeið. Auk þess er Sölvi einn aðaleigenda tónlistarútgáfunnar Öldu Music, sem verið hefur á mikill siglingu á síðustu árum. Þannig nam rekstarhagnaður Öldu 42 milljónum króna í fyrra, auk þess sem tekjur útgáfunnar jukust um 15 prósent á milli ára. GAMMA Vistaskipti Tengdar fréttir Tímamótasamningur í íslenskri rappútgáfu Útgáfufyrirtækið Alda Music skrifaði undir samstarfssamning við bandarísku hipphoppútgáfuna 300 Entertainment. Sölvi Blöndal, annar stofnenda Öldu, segir þetta vera lykil að framtíð útgáfunnar. 14. september 2017 10:00 Ný stjórn Félags viðskipta- og hagfræðinga kjörin Félag viðskipta- og hagfræðinga, FVH, hefur nýlega kjörið nýja stjórn félagsins en kjörið fór fram á aðalfundi félagsins. 15. júlí 2019 08:32 Sölvi Blöndal hvatti hagfræðinga til að vera duglega við að tjá sig opinberlega Sölvi Blöndal, hagfræðingur hjá Gamma, var í gær valinn hagfræðingur ársins á Íslensku þekkingarverðlaununum en það er Félag viðskipta-og hagfræðinga (FVH) sem veitir verðlaunin árlega. 26. apríl 2017 13:57 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Sölvi Blöndal, sem starfað hefur sem efnahagsráðgjafi Gamma, hefur ákveðið að róa á önnur mið. Í samtali við Vísi segi Sölvi að starfslokin hafi staðið lengi til, hann hafi sagt starfi sínu lausu í haust og sé þessa dagana að vinna sinn uppsagnarfrest. Sölvi hóf störf hjá Gamma árið 2011 og fagnaði því átta ára starfsafmæli á þessu ári. Það sé eðlilegt að eftir svo langan tíma á sama stað hugsi menn sér til hreyfings. „Það er komið að tímamótum hjá mér. Þetta hefur verið skemmtilegur tími en nú er tímabært að breyta til,“ segir Sölvi. Á fræða- og starfsferli sínum hefur Sölvi lagt áherslu á fasteignamarkaðinn. Þannig stundaði hann rannsóknir á fasteignaverði í Stokkhólmi á vegum Sveriges Riksbank á árunum 2010 til 2011, eftir að hafa lokið M.Sc. prófi frá Stokkhólmsháskóla. Hann hlaut svo doktorsstöðu við sama skóla, þar sem viðfangsefni hans voru rannsóknir á fjármála- og fasteignabólum í Skandinavíu. Fasteignarannsóknir hans héldu áfram eftir að til Gamma var komið, auk þess sem hann kom að stofnun Almenna leigufélagsins þar sem hann var lengi stjórnarmaður. Aðspurður hvort starfslokin tengist eitthvað kaupum Kviku banka á Gamma, sem undirrituð voru fyrir tæpu ári síðan, segir Sölvi svo alls ekki vera. Hann hafi unnið vel með Kviku og starfslokin séu framkvæmd í fullkominni sátt allra. Sölvi segir að tíminn verði að leiða í ljós hvað hann muni taka sér fyrir hendur eftir starfslokin hjá Gamma. Hann er þó með ýmis járn í eldinum. Til að mynda tók hann nýlega við starfi aðjúnkts hjá Hagfræðideild Háskóla Íslands og kennir þar eitt námskeið. Auk þess er Sölvi einn aðaleigenda tónlistarútgáfunnar Öldu Music, sem verið hefur á mikill siglingu á síðustu árum. Þannig nam rekstarhagnaður Öldu 42 milljónum króna í fyrra, auk þess sem tekjur útgáfunnar jukust um 15 prósent á milli ára.
GAMMA Vistaskipti Tengdar fréttir Tímamótasamningur í íslenskri rappútgáfu Útgáfufyrirtækið Alda Music skrifaði undir samstarfssamning við bandarísku hipphoppútgáfuna 300 Entertainment. Sölvi Blöndal, annar stofnenda Öldu, segir þetta vera lykil að framtíð útgáfunnar. 14. september 2017 10:00 Ný stjórn Félags viðskipta- og hagfræðinga kjörin Félag viðskipta- og hagfræðinga, FVH, hefur nýlega kjörið nýja stjórn félagsins en kjörið fór fram á aðalfundi félagsins. 15. júlí 2019 08:32 Sölvi Blöndal hvatti hagfræðinga til að vera duglega við að tjá sig opinberlega Sölvi Blöndal, hagfræðingur hjá Gamma, var í gær valinn hagfræðingur ársins á Íslensku þekkingarverðlaununum en það er Félag viðskipta-og hagfræðinga (FVH) sem veitir verðlaunin árlega. 26. apríl 2017 13:57 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Tímamótasamningur í íslenskri rappútgáfu Útgáfufyrirtækið Alda Music skrifaði undir samstarfssamning við bandarísku hipphoppútgáfuna 300 Entertainment. Sölvi Blöndal, annar stofnenda Öldu, segir þetta vera lykil að framtíð útgáfunnar. 14. september 2017 10:00
Ný stjórn Félags viðskipta- og hagfræðinga kjörin Félag viðskipta- og hagfræðinga, FVH, hefur nýlega kjörið nýja stjórn félagsins en kjörið fór fram á aðalfundi félagsins. 15. júlí 2019 08:32
Sölvi Blöndal hvatti hagfræðinga til að vera duglega við að tjá sig opinberlega Sölvi Blöndal, hagfræðingur hjá Gamma, var í gær valinn hagfræðingur ársins á Íslensku þekkingarverðlaununum en það er Félag viðskipta-og hagfræðinga (FVH) sem veitir verðlaunin árlega. 26. apríl 2017 13:57