Móðir Lilju yfirgaf hana þriggja ára og kom ekki aftur Stefán Árni Pálsson skrifar 4. október 2019 11:30 Lilja Oddsdóttir segir sögu sína í Íslandi í dag. Lilja Oddsdóttir, fyrrverandi leikskólakennari, er fædd og uppalin í Kjósinni en þegar hún var þriggja ára yfirgaf móðir hennar hana, systkini og fjölskyldu og flutti vestur á land og kom ekki til baka. En í dag er Lilja búin að vinna sig út úr þessari sorg og höfnunartilfinningu og er á góðum stað í lífinu og vinnur nú sjálfstætt. Hún kennir fólki betri leiðir fyrir heilsuna og heimilið og um leið heiminn. En hún vinnur meðal annars með kjarnaolíur frá Young Living sem hafa reynst henni sjálfri gríðarlega vel. Vala Matt ræddi við Lilja í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Æskan mín var ekki auðveld og það hefur tekið mig mjög langan tíma að vinna úr henni, alveg markvisst síðustu tuttugu árin. Ég er einhvern veginn orðin svolítið þakklát fyrir þetta og maður hefur náð að sjá að það eru kostir við það að kljást við eitthvað,“ segir Lilja en eins og áður segir yfirgaf móðir hennar heimilið þegar hún var aðeins þriggja ára. „Hún var bara veik og fór í burtu til þess að finna styrk eða heilsu eða hvíla sig. Hún kom ekki aftur. Manni fannst maður vera yfirgefin og einskyns virði og það sat í manni og það er það sem maður hefur verið að vinna í. Maður var mikið einn og þurfti að sjá um sig sjálfur.“ Lilja með móður sinni á sínum tíma.Lilja segist hafa verið lengi að átta sig á því að hún hefði tilfinningar. „Maður varð bara að einhverjum töffara og fór að vinna í sveit. En það var aldrei talað um neinar tilfinningar og ég held að þetta sé ofboðslega algengt og margir kannast við þetta. Pabbi talar aldrei um þetta og hélt bara í höndina á mér, það var hans leið.“ Þó móðir hennar hafi ekki verið til staðar fyrir hana sem barn þá varð hún mjög góð amma. „Ég kynntist henni svolítið þegar ég var unglingur þegar ég fór í skóla til Reykjavíkur og hún flutti þangað. Ég fór að kynnast henni og hún kom aldrei inn í líf mitt sem móðir mín, heldur bara manneskja sem ég í raun og veru þekkti ekki mikið. Ég fór að kynnast henni og fannst hún svo yndisleg. Hún er svo hlý og róleg,“ segir Lilja en systkinin voru sex þegar móðir þeirra flutti úr Kjósinni vestur á land. „Mamma var bara mjög veik. Hún var með fæðingarþunglyndi eftir að ég fæddist og fékk mjög alvarlegt fæðingarþunglyndi. Svo voru aðstæður líka erfiðar. Eftir að börnin mín fæddust var ég bara í hlutastarfi sem leikskólakennari. Mér fannst svo mikilvægt að vera með börnunum mín og ég vann bara hálfan daginn. Þá fór ég á daginn til mömmu og það voru dýrmætar stundir.“ Hún ákvað að fyrirgefa móðir sinni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fékk veipeitrun Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Sjá meira
Lilja Oddsdóttir, fyrrverandi leikskólakennari, er fædd og uppalin í Kjósinni en þegar hún var þriggja ára yfirgaf móðir hennar hana, systkini og fjölskyldu og flutti vestur á land og kom ekki til baka. En í dag er Lilja búin að vinna sig út úr þessari sorg og höfnunartilfinningu og er á góðum stað í lífinu og vinnur nú sjálfstætt. Hún kennir fólki betri leiðir fyrir heilsuna og heimilið og um leið heiminn. En hún vinnur meðal annars með kjarnaolíur frá Young Living sem hafa reynst henni sjálfri gríðarlega vel. Vala Matt ræddi við Lilja í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Æskan mín var ekki auðveld og það hefur tekið mig mjög langan tíma að vinna úr henni, alveg markvisst síðustu tuttugu árin. Ég er einhvern veginn orðin svolítið þakklát fyrir þetta og maður hefur náð að sjá að það eru kostir við það að kljást við eitthvað,“ segir Lilja en eins og áður segir yfirgaf móðir hennar heimilið þegar hún var aðeins þriggja ára. „Hún var bara veik og fór í burtu til þess að finna styrk eða heilsu eða hvíla sig. Hún kom ekki aftur. Manni fannst maður vera yfirgefin og einskyns virði og það sat í manni og það er það sem maður hefur verið að vinna í. Maður var mikið einn og þurfti að sjá um sig sjálfur.“ Lilja með móður sinni á sínum tíma.Lilja segist hafa verið lengi að átta sig á því að hún hefði tilfinningar. „Maður varð bara að einhverjum töffara og fór að vinna í sveit. En það var aldrei talað um neinar tilfinningar og ég held að þetta sé ofboðslega algengt og margir kannast við þetta. Pabbi talar aldrei um þetta og hélt bara í höndina á mér, það var hans leið.“ Þó móðir hennar hafi ekki verið til staðar fyrir hana sem barn þá varð hún mjög góð amma. „Ég kynntist henni svolítið þegar ég var unglingur þegar ég fór í skóla til Reykjavíkur og hún flutti þangað. Ég fór að kynnast henni og hún kom aldrei inn í líf mitt sem móðir mín, heldur bara manneskja sem ég í raun og veru þekkti ekki mikið. Ég fór að kynnast henni og fannst hún svo yndisleg. Hún er svo hlý og róleg,“ segir Lilja en systkinin voru sex þegar móðir þeirra flutti úr Kjósinni vestur á land. „Mamma var bara mjög veik. Hún var með fæðingarþunglyndi eftir að ég fæddist og fékk mjög alvarlegt fæðingarþunglyndi. Svo voru aðstæður líka erfiðar. Eftir að börnin mín fæddust var ég bara í hlutastarfi sem leikskólakennari. Mér fannst svo mikilvægt að vera með börnunum mín og ég vann bara hálfan daginn. Þá fór ég á daginn til mömmu og það voru dýrmætar stundir.“ Hún ákvað að fyrirgefa móðir sinni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fékk veipeitrun Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Sjá meira