Fyrsti leikur Jakobs með KR frá oddaleiknum fræga fyrir tíu árum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2019 11:30 Jakob varð Íslandsmeistari síðast þegar hann lék með KR. vísir/daníel Jakob Örn Sigurðarson leikur sinn fyrsta keppnisleik fyrir KR í rúm tíu ár þegar Íslandsmeistararnir taka á móti Grindavík í 1. umferð Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld. Síðasti leikur Jakobs á Íslandi, áður en hann hélt til Svíþjóðar í atvinnumennsku, var einmitt með KR gegn Grindavík í DHL-höllinni. Þann 13. apríl 2009 mættust KR og Grindavík í frægum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Þá, líkt og nú, voru jafnaldrarnir Jakob, Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon í stóru hlutverki í liði KR. DHL-höllin var troðfull þetta mánudagskvöld og stemmningin ógleymanleg. KR leiddi allan tímann en Grindavík fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn í lokasókn leiksins. En enginn Grindvíkingur skaut og sóknin rann út í sandinn. KR vann með minnsta mun, 84-83. Jakob skoraði 22 stig í oddaleiknum fræga, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann hitti úr fjórum af sex þriggja stiga skotum sínum. Jakob var næststigahæstur í liði KR á eftir Jóni Arnóri sem skoraði 23 stig. Oddaleikurinn var langbesti leikur Jakobs í einvíginu gegn Grindavík. Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með KR gekk Jakob í raðir Sundsvall Dragons þar sem hann lék í sex ár. Hann varð sænskur meistari með liðinu 2011. Jakob lék svo með Borås Basket í fjögur ár áður en hann ákvað að koma aftur heim í KR. Þar leikur hann m.a. með bróður sínum, Matthíasi Orra, sem kom frá ÍR í sumar. Leikur KR og Grindavíkur hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Að honum loknum verður svo 1. umferð Domino's deildar karla gerð upp í Domino's Körfuboltakvöldi. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jakob: Var búinn að útiloka að geta spilað með gömlu félögunum Jakob Örn Sigurðarson segist hafa verið búinn að útiloka það að hann myndi spila með sínum gömlu félögum í KR á nýjan leik en sú verður þó raunin í vetur þegar hann mætir með Vesturbæingum í Domino's deild karla. 14. júlí 2019 21:45 Bræðurnir sameinaðir hjá KR og Brynjar snýr líka aftur á heimaslóðirnar Íslandsmeistarar KR í körfubolta fengu mikinn liðstyrk í dag þegar þrír gamlir KR-ingar gengu aftur til liðs við félagið. 29. maí 2019 15:00 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira
Jakob Örn Sigurðarson leikur sinn fyrsta keppnisleik fyrir KR í rúm tíu ár þegar Íslandsmeistararnir taka á móti Grindavík í 1. umferð Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld. Síðasti leikur Jakobs á Íslandi, áður en hann hélt til Svíþjóðar í atvinnumennsku, var einmitt með KR gegn Grindavík í DHL-höllinni. Þann 13. apríl 2009 mættust KR og Grindavík í frægum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Þá, líkt og nú, voru jafnaldrarnir Jakob, Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon í stóru hlutverki í liði KR. DHL-höllin var troðfull þetta mánudagskvöld og stemmningin ógleymanleg. KR leiddi allan tímann en Grindavík fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn í lokasókn leiksins. En enginn Grindvíkingur skaut og sóknin rann út í sandinn. KR vann með minnsta mun, 84-83. Jakob skoraði 22 stig í oddaleiknum fræga, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann hitti úr fjórum af sex þriggja stiga skotum sínum. Jakob var næststigahæstur í liði KR á eftir Jóni Arnóri sem skoraði 23 stig. Oddaleikurinn var langbesti leikur Jakobs í einvíginu gegn Grindavík. Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með KR gekk Jakob í raðir Sundsvall Dragons þar sem hann lék í sex ár. Hann varð sænskur meistari með liðinu 2011. Jakob lék svo með Borås Basket í fjögur ár áður en hann ákvað að koma aftur heim í KR. Þar leikur hann m.a. með bróður sínum, Matthíasi Orra, sem kom frá ÍR í sumar. Leikur KR og Grindavíkur hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Að honum loknum verður svo 1. umferð Domino's deildar karla gerð upp í Domino's Körfuboltakvöldi.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jakob: Var búinn að útiloka að geta spilað með gömlu félögunum Jakob Örn Sigurðarson segist hafa verið búinn að útiloka það að hann myndi spila með sínum gömlu félögum í KR á nýjan leik en sú verður þó raunin í vetur þegar hann mætir með Vesturbæingum í Domino's deild karla. 14. júlí 2019 21:45 Bræðurnir sameinaðir hjá KR og Brynjar snýr líka aftur á heimaslóðirnar Íslandsmeistarar KR í körfubolta fengu mikinn liðstyrk í dag þegar þrír gamlir KR-ingar gengu aftur til liðs við félagið. 29. maí 2019 15:00 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira
Jakob: Var búinn að útiloka að geta spilað með gömlu félögunum Jakob Örn Sigurðarson segist hafa verið búinn að útiloka það að hann myndi spila með sínum gömlu félögum í KR á nýjan leik en sú verður þó raunin í vetur þegar hann mætir með Vesturbæingum í Domino's deild karla. 14. júlí 2019 21:45
Bræðurnir sameinaðir hjá KR og Brynjar snýr líka aftur á heimaslóðirnar Íslandsmeistarar KR í körfubolta fengu mikinn liðstyrk í dag þegar þrír gamlir KR-ingar gengu aftur til liðs við félagið. 29. maí 2019 15:00