Fá engar bætur frá flugfélaginu en ættu að kanna tryggingarnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2019 14:47 Farþegar Wizz air á leið frá Póllandi lentu á Egilsstöðum í gærkvöldi vegna vonskuveðurs. Mynd er úr safni. Vísir/getty Lögmaður segir að farþegar flugfélagsins Wizz air, sem lenda þurftu á Egilsstöðum í gær, eigi ekki rétt á bótum í gegnum flugfélagið. Þeir gætu hins vegar átt rétt á bótagreiðslum í gegnum tryggingafélög. Neytendasamtökunum hafa ekki borist erindi vegna málsins.Sjá einnig: Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegarnir komu með tveimur vélum Wizz air til Íslands og áttu að lenda í Keflavík í gærkvöldi en var beint til Egilsstaða vegna veðurs. Þar var þeim boðið að fljúga annað hvort aftur til Krakár í Póllandi strax um kvöldið eða fara frá borði á Egilsstöðum og bjarga sér sjálfir. Meirihluti farþeganna valdi að verða eftir á Egilsstöðum en þeim sem það gerðu var gert að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að Wizz air væri ekki ábyrgt fyrir því að koma þeim á áfangastað, sem í þessu tilviki var Keflavík.Ómar R. Valdimarsson, lögmaður.Ómar R. Valdimarsson lögmaður, sem hefur reynslu af málum tengdum bótarétti flugfarþega, segir í samtali við Vísi að farþegar Wizz air eigi ekki rétt á bótum frá flugfélaginu þar sem veðrið í gær falli undir óviðráðanlegar aðstæður. „Það er þessi reglugerð um réttindi flugfarþega frá Evrópusambandinu og hún mælir fyrir um réttindi flugfarþega. Rétturinn til skaðabóta eða tafabóta vegna flugferða sem er aflýst eða seinkað mikið er bundinn við það að hægt sé að kenna flugfélaginu um seinkunina,“ segir Ómar. „Í gær og í morgun eru held ég engin álitamál að veðrið hafi verið það slæmt að ekki hafi verið hægt að fljúga frá Keflavík eða til Keflavíkur.“ Hann segir þó að vel gæti verið að farþegarnir sem lentu í vonskuveðrinu í gær geti sótt sér bætur annars staðar frá. „Flugfarþegar mega þó ekki gleyma því að þeir gætu átt bótarétt samkvæmt sínum persónulegu ferðatryggingum. Ef þú ert með heimilistryggingu eða hefur keypt þér flugmiðann með kreditkorti þá gætir verið að þú ættir rétt á tafabótum þar. Það væri skynsamlegt fyrir þá sem lentu í þessu að hafa samband við tryggingafélagið sitt.“Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonBreki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir í samtali við Vísi að enn hafi ekkert erindi vegna Wizz air eða flugferða gærdagsins borist samtökunum. „En við hvetjum farþega sem hafa lent í þessu að hafa samband við okkur og skoðum það þegar og ef þau berast.“ Þá bendir hann á að Íslendingar jafnt sem útlendingar geti leitað til samtakanna, sem halda úti evrópskri neytendaaðstoð fyrir ríkisborgara evrópska efnahagssvæðisins. Fréttir af flugi Neytendur Tengdar fréttir Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01 Þegar byrjað að ferja þorra hópsins úr landi Veðurofsi gærdagsins hafði áhrif á um 2200 farþega Icelandair. 5. október 2019 09:46 Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegar í vél Wizz air sem kom frá Kraká en lenti á Egilsstöðum var boðið að fljúg aftur til Póllands. Ef þeir færu út þyrftu þeir að bjarga sér upp á eigin spýtur. 4. október 2019 20:31 Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Lögmaður segir að farþegar flugfélagsins Wizz air, sem lenda þurftu á Egilsstöðum í gær, eigi ekki rétt á bótum í gegnum flugfélagið. Þeir gætu hins vegar átt rétt á bótagreiðslum í gegnum tryggingafélög. Neytendasamtökunum hafa ekki borist erindi vegna málsins.Sjá einnig: Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegarnir komu með tveimur vélum Wizz air til Íslands og áttu að lenda í Keflavík í gærkvöldi en var beint til Egilsstaða vegna veðurs. Þar var þeim boðið að fljúga annað hvort aftur til Krakár í Póllandi strax um kvöldið eða fara frá borði á Egilsstöðum og bjarga sér sjálfir. Meirihluti farþeganna valdi að verða eftir á Egilsstöðum en þeim sem það gerðu var gert að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að Wizz air væri ekki ábyrgt fyrir því að koma þeim á áfangastað, sem í þessu tilviki var Keflavík.Ómar R. Valdimarsson, lögmaður.Ómar R. Valdimarsson lögmaður, sem hefur reynslu af málum tengdum bótarétti flugfarþega, segir í samtali við Vísi að farþegar Wizz air eigi ekki rétt á bótum frá flugfélaginu þar sem veðrið í gær falli undir óviðráðanlegar aðstæður. „Það er þessi reglugerð um réttindi flugfarþega frá Evrópusambandinu og hún mælir fyrir um réttindi flugfarþega. Rétturinn til skaðabóta eða tafabóta vegna flugferða sem er aflýst eða seinkað mikið er bundinn við það að hægt sé að kenna flugfélaginu um seinkunina,“ segir Ómar. „Í gær og í morgun eru held ég engin álitamál að veðrið hafi verið það slæmt að ekki hafi verið hægt að fljúga frá Keflavík eða til Keflavíkur.“ Hann segir þó að vel gæti verið að farþegarnir sem lentu í vonskuveðrinu í gær geti sótt sér bætur annars staðar frá. „Flugfarþegar mega þó ekki gleyma því að þeir gætu átt bótarétt samkvæmt sínum persónulegu ferðatryggingum. Ef þú ert með heimilistryggingu eða hefur keypt þér flugmiðann með kreditkorti þá gætir verið að þú ættir rétt á tafabótum þar. Það væri skynsamlegt fyrir þá sem lentu í þessu að hafa samband við tryggingafélagið sitt.“Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonBreki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir í samtali við Vísi að enn hafi ekkert erindi vegna Wizz air eða flugferða gærdagsins borist samtökunum. „En við hvetjum farþega sem hafa lent í þessu að hafa samband við okkur og skoðum það þegar og ef þau berast.“ Þá bendir hann á að Íslendingar jafnt sem útlendingar geti leitað til samtakanna, sem halda úti evrópskri neytendaaðstoð fyrir ríkisborgara evrópska efnahagssvæðisins.
Fréttir af flugi Neytendur Tengdar fréttir Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01 Þegar byrjað að ferja þorra hópsins úr landi Veðurofsi gærdagsins hafði áhrif á um 2200 farþega Icelandair. 5. október 2019 09:46 Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegar í vél Wizz air sem kom frá Kraká en lenti á Egilsstöðum var boðið að fljúg aftur til Póllands. Ef þeir færu út þyrftu þeir að bjarga sér upp á eigin spýtur. 4. október 2019 20:31 Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01
Þegar byrjað að ferja þorra hópsins úr landi Veðurofsi gærdagsins hafði áhrif á um 2200 farþega Icelandair. 5. október 2019 09:46
Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegar í vél Wizz air sem kom frá Kraká en lenti á Egilsstöðum var boðið að fljúg aftur til Póllands. Ef þeir færu út þyrftu þeir að bjarga sér upp á eigin spýtur. 4. október 2019 20:31
Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27