Fá engar bætur frá flugfélaginu en ættu að kanna tryggingarnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2019 14:47 Farþegar Wizz air á leið frá Póllandi lentu á Egilsstöðum í gærkvöldi vegna vonskuveðurs. Mynd er úr safni. Vísir/getty Lögmaður segir að farþegar flugfélagsins Wizz air, sem lenda þurftu á Egilsstöðum í gær, eigi ekki rétt á bótum í gegnum flugfélagið. Þeir gætu hins vegar átt rétt á bótagreiðslum í gegnum tryggingafélög. Neytendasamtökunum hafa ekki borist erindi vegna málsins.Sjá einnig: Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegarnir komu með tveimur vélum Wizz air til Íslands og áttu að lenda í Keflavík í gærkvöldi en var beint til Egilsstaða vegna veðurs. Þar var þeim boðið að fljúga annað hvort aftur til Krakár í Póllandi strax um kvöldið eða fara frá borði á Egilsstöðum og bjarga sér sjálfir. Meirihluti farþeganna valdi að verða eftir á Egilsstöðum en þeim sem það gerðu var gert að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að Wizz air væri ekki ábyrgt fyrir því að koma þeim á áfangastað, sem í þessu tilviki var Keflavík.Ómar R. Valdimarsson, lögmaður.Ómar R. Valdimarsson lögmaður, sem hefur reynslu af málum tengdum bótarétti flugfarþega, segir í samtali við Vísi að farþegar Wizz air eigi ekki rétt á bótum frá flugfélaginu þar sem veðrið í gær falli undir óviðráðanlegar aðstæður. „Það er þessi reglugerð um réttindi flugfarþega frá Evrópusambandinu og hún mælir fyrir um réttindi flugfarþega. Rétturinn til skaðabóta eða tafabóta vegna flugferða sem er aflýst eða seinkað mikið er bundinn við það að hægt sé að kenna flugfélaginu um seinkunina,“ segir Ómar. „Í gær og í morgun eru held ég engin álitamál að veðrið hafi verið það slæmt að ekki hafi verið hægt að fljúga frá Keflavík eða til Keflavíkur.“ Hann segir þó að vel gæti verið að farþegarnir sem lentu í vonskuveðrinu í gær geti sótt sér bætur annars staðar frá. „Flugfarþegar mega þó ekki gleyma því að þeir gætu átt bótarétt samkvæmt sínum persónulegu ferðatryggingum. Ef þú ert með heimilistryggingu eða hefur keypt þér flugmiðann með kreditkorti þá gætir verið að þú ættir rétt á tafabótum þar. Það væri skynsamlegt fyrir þá sem lentu í þessu að hafa samband við tryggingafélagið sitt.“Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonBreki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir í samtali við Vísi að enn hafi ekkert erindi vegna Wizz air eða flugferða gærdagsins borist samtökunum. „En við hvetjum farþega sem hafa lent í þessu að hafa samband við okkur og skoðum það þegar og ef þau berast.“ Þá bendir hann á að Íslendingar jafnt sem útlendingar geti leitað til samtakanna, sem halda úti evrópskri neytendaaðstoð fyrir ríkisborgara evrópska efnahagssvæðisins. Fréttir af flugi Neytendur Tengdar fréttir Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01 Þegar byrjað að ferja þorra hópsins úr landi Veðurofsi gærdagsins hafði áhrif á um 2200 farþega Icelandair. 5. október 2019 09:46 Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegar í vél Wizz air sem kom frá Kraká en lenti á Egilsstöðum var boðið að fljúg aftur til Póllands. Ef þeir færu út þyrftu þeir að bjarga sér upp á eigin spýtur. 4. október 2019 20:31 Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Lögmaður segir að farþegar flugfélagsins Wizz air, sem lenda þurftu á Egilsstöðum í gær, eigi ekki rétt á bótum í gegnum flugfélagið. Þeir gætu hins vegar átt rétt á bótagreiðslum í gegnum tryggingafélög. Neytendasamtökunum hafa ekki borist erindi vegna málsins.Sjá einnig: Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegarnir komu með tveimur vélum Wizz air til Íslands og áttu að lenda í Keflavík í gærkvöldi en var beint til Egilsstaða vegna veðurs. Þar var þeim boðið að fljúga annað hvort aftur til Krakár í Póllandi strax um kvöldið eða fara frá borði á Egilsstöðum og bjarga sér sjálfir. Meirihluti farþeganna valdi að verða eftir á Egilsstöðum en þeim sem það gerðu var gert að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að Wizz air væri ekki ábyrgt fyrir því að koma þeim á áfangastað, sem í þessu tilviki var Keflavík.Ómar R. Valdimarsson, lögmaður.Ómar R. Valdimarsson lögmaður, sem hefur reynslu af málum tengdum bótarétti flugfarþega, segir í samtali við Vísi að farþegar Wizz air eigi ekki rétt á bótum frá flugfélaginu þar sem veðrið í gær falli undir óviðráðanlegar aðstæður. „Það er þessi reglugerð um réttindi flugfarþega frá Evrópusambandinu og hún mælir fyrir um réttindi flugfarþega. Rétturinn til skaðabóta eða tafabóta vegna flugferða sem er aflýst eða seinkað mikið er bundinn við það að hægt sé að kenna flugfélaginu um seinkunina,“ segir Ómar. „Í gær og í morgun eru held ég engin álitamál að veðrið hafi verið það slæmt að ekki hafi verið hægt að fljúga frá Keflavík eða til Keflavíkur.“ Hann segir þó að vel gæti verið að farþegarnir sem lentu í vonskuveðrinu í gær geti sótt sér bætur annars staðar frá. „Flugfarþegar mega þó ekki gleyma því að þeir gætu átt bótarétt samkvæmt sínum persónulegu ferðatryggingum. Ef þú ert með heimilistryggingu eða hefur keypt þér flugmiðann með kreditkorti þá gætir verið að þú ættir rétt á tafabótum þar. Það væri skynsamlegt fyrir þá sem lentu í þessu að hafa samband við tryggingafélagið sitt.“Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonBreki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir í samtali við Vísi að enn hafi ekkert erindi vegna Wizz air eða flugferða gærdagsins borist samtökunum. „En við hvetjum farþega sem hafa lent í þessu að hafa samband við okkur og skoðum það þegar og ef þau berast.“ Þá bendir hann á að Íslendingar jafnt sem útlendingar geti leitað til samtakanna, sem halda úti evrópskri neytendaaðstoð fyrir ríkisborgara evrópska efnahagssvæðisins.
Fréttir af flugi Neytendur Tengdar fréttir Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01 Þegar byrjað að ferja þorra hópsins úr landi Veðurofsi gærdagsins hafði áhrif á um 2200 farþega Icelandair. 5. október 2019 09:46 Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegar í vél Wizz air sem kom frá Kraká en lenti á Egilsstöðum var boðið að fljúg aftur til Póllands. Ef þeir færu út þyrftu þeir að bjarga sér upp á eigin spýtur. 4. október 2019 20:31 Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01
Þegar byrjað að ferja þorra hópsins úr landi Veðurofsi gærdagsins hafði áhrif á um 2200 farþega Icelandair. 5. október 2019 09:46
Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegar í vél Wizz air sem kom frá Kraká en lenti á Egilsstöðum var boðið að fljúg aftur til Póllands. Ef þeir færu út þyrftu þeir að bjarga sér upp á eigin spýtur. 4. október 2019 20:31
Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27