Börnin hanga á skjánum en hafa ekki aldur til Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. október 2019 09:30 Um helmingur barna sem ekki hafa aldur til eru á samfélagsmiðlum. Eftir því sem börnin eyða meiri tíma í skjánotkun því líklegra er að þau upplifi depurð, einmanaleika og svefnvandamál. Síðasta vor lagði Rannsókn og greining könnun fyrir öll börn í fimmta, sjötta og sjöunda bekk. Rannsakandi segir börn almennt vera móður- og föðurbetrunga. Foreldrar þurfi þó að vera vakandi fyrir hættumerkjum. „Einn af áhættuþáttunum þegar kemur að vímuefnaneyslu eða frávikshegðun er hangs. Óskipulagt hangs. Og það má segja að krakkarnir okkar eru að stórum hluta að hanga eins og við, á netinu eða skjánum í dag, sem við gerðum í sjoppum eða Kringlunni áður fyrr,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu. Og börnin virðast hanga á skjánum. Fjörutíu prósent tíu ára drengja eru á samfélagsmiðlum daglega, ríflega helmingur ellefu ára drengja og nær sjötíu prósent tólf ára drengja. Tæplega helmingur tíu ára stúlkna eru á samfélagsmiðlum á hverjum degi, nær sjötíu prósent ellefu ára stúlkna og nær níutíu prósent tólf ára stúlkna.Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu.Skjáskot/Stöð 2Sjö prósent tólf ára stráka eru meira en fjórar klukkustundir á hverjum degi á miðlunum og tíu prósent stúlkna. „Ef að krakkarnir eru að eyða miklum tíma í skjánotkun, samfélagsmiðlar eða tölvur þá upplifa þau einhvers konar vanlíðan, eru líklegri til þess, eins og að eiga erfitt með að sofna eða sofa, líða illa, eru einmana eða litla matarlyst. Þannig að við sjáum mjög sterk tengsl þar við.“ Það sést skýrt í niðurstöðum rannsóknarinnar. Nær þriðjungur barna sem eru 2-3 klukkustundir á samfélagsmiðlum daglega eiga erfitt með svefn og ríflega fjörutíu prósent þeirra sem eru meira en fjórar klukkustundir daglega eiga erfitt með að sofna eða sofa. Þess skal getið að samfélagsmiðlar eru bannaðir börnum yngri en þrettán ára og það af ástæðu. „Samfélagsmiðlaöppin eru hönnuð til að gera okkur „hooked“ [e. háð] og ég held að við fullorðna fólkið séum alveg meðvituð um þau áhrif sem þetta hefur.“ Margrét bendir á að tæknin sé mannanna verk og það sé hlutverk foreldra að setja ramma og reglur með hag barnsins í huga - og vera góðar fyrirmyndir. „Ég held að við höfum bara öll svolítið gott af því að vinda ofan af því hve miklum tíma við eyðum í skjáinn.“ Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Um helmingur barna sem ekki hafa aldur til eru á samfélagsmiðlum. Eftir því sem börnin eyða meiri tíma í skjánotkun því líklegra er að þau upplifi depurð, einmanaleika og svefnvandamál. Síðasta vor lagði Rannsókn og greining könnun fyrir öll börn í fimmta, sjötta og sjöunda bekk. Rannsakandi segir börn almennt vera móður- og föðurbetrunga. Foreldrar þurfi þó að vera vakandi fyrir hættumerkjum. „Einn af áhættuþáttunum þegar kemur að vímuefnaneyslu eða frávikshegðun er hangs. Óskipulagt hangs. Og það má segja að krakkarnir okkar eru að stórum hluta að hanga eins og við, á netinu eða skjánum í dag, sem við gerðum í sjoppum eða Kringlunni áður fyrr,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu. Og börnin virðast hanga á skjánum. Fjörutíu prósent tíu ára drengja eru á samfélagsmiðlum daglega, ríflega helmingur ellefu ára drengja og nær sjötíu prósent tólf ára drengja. Tæplega helmingur tíu ára stúlkna eru á samfélagsmiðlum á hverjum degi, nær sjötíu prósent ellefu ára stúlkna og nær níutíu prósent tólf ára stúlkna.Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu.Skjáskot/Stöð 2Sjö prósent tólf ára stráka eru meira en fjórar klukkustundir á hverjum degi á miðlunum og tíu prósent stúlkna. „Ef að krakkarnir eru að eyða miklum tíma í skjánotkun, samfélagsmiðlar eða tölvur þá upplifa þau einhvers konar vanlíðan, eru líklegri til þess, eins og að eiga erfitt með að sofna eða sofa, líða illa, eru einmana eða litla matarlyst. Þannig að við sjáum mjög sterk tengsl þar við.“ Það sést skýrt í niðurstöðum rannsóknarinnar. Nær þriðjungur barna sem eru 2-3 klukkustundir á samfélagsmiðlum daglega eiga erfitt með svefn og ríflega fjörutíu prósent þeirra sem eru meira en fjórar klukkustundir daglega eiga erfitt með að sofna eða sofa. Þess skal getið að samfélagsmiðlar eru bannaðir börnum yngri en þrettán ára og það af ástæðu. „Samfélagsmiðlaöppin eru hönnuð til að gera okkur „hooked“ [e. háð] og ég held að við fullorðna fólkið séum alveg meðvituð um þau áhrif sem þetta hefur.“ Margrét bendir á að tæknin sé mannanna verk og það sé hlutverk foreldra að setja ramma og reglur með hag barnsins í huga - og vera góðar fyrirmyndir. „Ég held að við höfum bara öll svolítið gott af því að vinda ofan af því hve miklum tíma við eyðum í skjáinn.“
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira