Yfir hundrað manns létu lífið í blóðugum mótmælum í Írak Birna Dröfn Jónsdóttir skrifar 7. október 2019 07:15 Í það minnsta hundrað og fjórir hafa látið lífið í blóðugum mótmælum Írak á innan við viku. Nordicphotos/Getty Eitt hundrað og fjórir hafa látið lífið í mótmælum í Írak undanfarna daga samkvæmt talsmanni innanríkisráðuneytis landsins, Saad Maan. Mótmælin beinast gegn stjórnvöldum í Bagdad, höfuðborg landsins, og fleiri borgum í suðurhluta Íraks. Maan lét hafa eftir sér í gær að 6.107 manns hefðu særst í mótmælunum og þar af eru um 1.200 lögreglumenn. Mótmælin hófust á þriðjudag og stóðu enn í gær en ekki er vitað hvort fleiri létu lífið í átökunum í gær. Undanfarna daga hefur mikill fjöldi lögreglumanna unnið að því að koma mótmælendum frá Tahrir-torgi en þar hófust mótmælin á þriðjudag. Síðan á þriðjudag hafa mótmælin færst í aukana, breiðst út til nærliggjandi borga og orðið blóðugri með hverjum deginum. Tveimur árum eftir ósigur Íslamska ríkisins í landinu er öryggisgæsla betri en verið hefur um árabil, en á sama tíma ríkir hömlulaus spilling í landinu, innviðir hafa ekki verið endurbyggðir og mikið er um atvinnuleysi. Upphaf mótmælanna má rekja til þess að sjálfsprottnar fylkingar ungra Íraka kröfðust atvinnu og upprætingar spillingar í landinu. Adel Abdul Mahdi, forsætisráðherra Íraks, boðaði til neyðarfundar á laugardagskvöld þar sem hann setti fram nýja sautján þrepa áætlun. Áætlunin felur meðal annars í sér auknar niðurgreiðslur húsnæðiskostnaðar fyrir fátæka, auknar atvinnuleysistryggingar og námskeið til uppbyggingar fyrir atvinnulaus ungmenni. Fjölskyldum þeirra sem látist hafa í átökunum hefur einnig verið lofað aðstoð í formi umönnunar og peningaupphæða. „Ég sver það við Guð að það sem mestu máli skiptir í þessu öllu er að lágmarka mannfall,“ sagði forsætisráðherrann á fundinum. Mótmælendur voru enn þá á götum úti í gær en þó hafði dregið úr átökum síðan á laugardag. Að sögn ráðamanna landsins mátti þó gera ráð fyrir frekari átökum þegar líða tæki á kvöldið og nóttina. Hundruð lögreglumanna eru í viðbragðsstöðu komi til frekari átaka. Birtist í Fréttablaðinu Írak Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Eitt hundrað og fjórir hafa látið lífið í mótmælum í Írak undanfarna daga samkvæmt talsmanni innanríkisráðuneytis landsins, Saad Maan. Mótmælin beinast gegn stjórnvöldum í Bagdad, höfuðborg landsins, og fleiri borgum í suðurhluta Íraks. Maan lét hafa eftir sér í gær að 6.107 manns hefðu særst í mótmælunum og þar af eru um 1.200 lögreglumenn. Mótmælin hófust á þriðjudag og stóðu enn í gær en ekki er vitað hvort fleiri létu lífið í átökunum í gær. Undanfarna daga hefur mikill fjöldi lögreglumanna unnið að því að koma mótmælendum frá Tahrir-torgi en þar hófust mótmælin á þriðjudag. Síðan á þriðjudag hafa mótmælin færst í aukana, breiðst út til nærliggjandi borga og orðið blóðugri með hverjum deginum. Tveimur árum eftir ósigur Íslamska ríkisins í landinu er öryggisgæsla betri en verið hefur um árabil, en á sama tíma ríkir hömlulaus spilling í landinu, innviðir hafa ekki verið endurbyggðir og mikið er um atvinnuleysi. Upphaf mótmælanna má rekja til þess að sjálfsprottnar fylkingar ungra Íraka kröfðust atvinnu og upprætingar spillingar í landinu. Adel Abdul Mahdi, forsætisráðherra Íraks, boðaði til neyðarfundar á laugardagskvöld þar sem hann setti fram nýja sautján þrepa áætlun. Áætlunin felur meðal annars í sér auknar niðurgreiðslur húsnæðiskostnaðar fyrir fátæka, auknar atvinnuleysistryggingar og námskeið til uppbyggingar fyrir atvinnulaus ungmenni. Fjölskyldum þeirra sem látist hafa í átökunum hefur einnig verið lofað aðstoð í formi umönnunar og peningaupphæða. „Ég sver það við Guð að það sem mestu máli skiptir í þessu öllu er að lágmarka mannfall,“ sagði forsætisráðherrann á fundinum. Mótmælendur voru enn þá á götum úti í gær en þó hafði dregið úr átökum síðan á laugardag. Að sögn ráðamanna landsins mátti þó gera ráð fyrir frekari átökum þegar líða tæki á kvöldið og nóttina. Hundruð lögreglumanna eru í viðbragðsstöðu komi til frekari átaka.
Birtist í Fréttablaðinu Írak Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira