Telja tröllaukna sprengingu hafa skekið Vetrarbrautina Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2019 15:41 Risasvartholið Sagittarius A* er í miðju Vetrarbrautarinnar. Getty/ NASA/CXC/MIT/F. Baganoff et al Gríðarleg sprenging í miðju Vetrarbrautarinnar okkar fyrir um þremur og hálfri milljón ára hafði áhrif í allt að 200.000 ljósára fjarlægð. Stjarnfræðingar sem segjast hafa fundið vísbendingar um sprenginguna telja að hún geti breytt hugmyndum manna um þróun Vetrarbrautarinnar. Fram að þessu hafa vísindamenn talið að Vetrarbrautin okkar sé tiltölulega óvirk. Sprengingin bendi til þess að hún sé virkari en áður var talið. Fyrir vikið gæti þurft að túlka hvernig hún hefur þróast upp á nýtt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Þessar niðurstöður gjörbreyta skilningi okkar á Vetrarbrautinni,“ segir Magda Guglielmo frá Háskólanum í Sydney í Ástralíu, annar höfunda greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal. Aðstandendur rannsóknarinnar segja henni ekki lokið en að allt bendi til þess að sprengingin hafi átt sér stað. Eina skýringin sem vísindamennirnir telja geta verið fyrir sprengingu af þessari stærðargráðu er kjarnavirkni í risasvartholinu Sagittarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar. Massi þess jafnast á við fjórar milljónir sólna. Sprengingin er talin hafa myndað tvo ógurlega stróka jónunar sem gengu í gegnum Vetrarbrautina og skildu eftir sig ummerki í dvergvetrarbrautunum Litla- og Stóra-Magellanskýinu í um 200.000 ljósára fjarlægð frá Vetrarbrautinni. Geislunarblossinn gæti hafa varað í allt að 300.000 ár. Líkja stjarnfræðingar, sem notuðu Hubble-geimsjónaukann við rannsókn sína, strókunum við vita í myrkri geimsins. „Blossinn hlýtur að hafa verið eins og geisli vita. Ímyndaðu þér myrkrið og svo kveikir einhver á vitaljósi í smástund,“ segir Joss Bland-Hawthorn, prófessor við Háskólann í Sydney, sem leiddi rannsóknina. Þrátt fyrir að þrjár og hálf milljón ára séu líklega frá sprengingunni er það afar nýlega á stjarnfræðilegan og jarðsögulegan mælikvarða. Til samanburðar er talið að risaeðlurnar hafi orðið útdauðar fyrir um 65 milljónum ára. Á þeim tíma sem sprengingin varð voru forfeður mannkynsins þegar komnir á kreik í Afríku. Geimurinn Vísindi Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Gríðarleg sprenging í miðju Vetrarbrautarinnar okkar fyrir um þremur og hálfri milljón ára hafði áhrif í allt að 200.000 ljósára fjarlægð. Stjarnfræðingar sem segjast hafa fundið vísbendingar um sprenginguna telja að hún geti breytt hugmyndum manna um þróun Vetrarbrautarinnar. Fram að þessu hafa vísindamenn talið að Vetrarbrautin okkar sé tiltölulega óvirk. Sprengingin bendi til þess að hún sé virkari en áður var talið. Fyrir vikið gæti þurft að túlka hvernig hún hefur þróast upp á nýtt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Þessar niðurstöður gjörbreyta skilningi okkar á Vetrarbrautinni,“ segir Magda Guglielmo frá Háskólanum í Sydney í Ástralíu, annar höfunda greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal. Aðstandendur rannsóknarinnar segja henni ekki lokið en að allt bendi til þess að sprengingin hafi átt sér stað. Eina skýringin sem vísindamennirnir telja geta verið fyrir sprengingu af þessari stærðargráðu er kjarnavirkni í risasvartholinu Sagittarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar. Massi þess jafnast á við fjórar milljónir sólna. Sprengingin er talin hafa myndað tvo ógurlega stróka jónunar sem gengu í gegnum Vetrarbrautina og skildu eftir sig ummerki í dvergvetrarbrautunum Litla- og Stóra-Magellanskýinu í um 200.000 ljósára fjarlægð frá Vetrarbrautinni. Geislunarblossinn gæti hafa varað í allt að 300.000 ár. Líkja stjarnfræðingar, sem notuðu Hubble-geimsjónaukann við rannsókn sína, strókunum við vita í myrkri geimsins. „Blossinn hlýtur að hafa verið eins og geisli vita. Ímyndaðu þér myrkrið og svo kveikir einhver á vitaljósi í smástund,“ segir Joss Bland-Hawthorn, prófessor við Háskólann í Sydney, sem leiddi rannsóknina. Þrátt fyrir að þrjár og hálf milljón ára séu líklega frá sprengingunni er það afar nýlega á stjarnfræðilegan og jarðsögulegan mælikvarða. Til samanburðar er talið að risaeðlurnar hafi orðið útdauðar fyrir um 65 milljónum ára. Á þeim tíma sem sprengingin varð voru forfeður mannkynsins þegar komnir á kreik í Afríku.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira