Shakespeare endurmetinn Sigríður Jónsdóttir skrifar 8. október 2019 07:30 Greinilegt er að mikið hefur verið lagt í uppsetninguna, segir Sigríður Jónsdóttir, leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins. Mynd/Saga Sig Will Shakespeare er með ritstíflu. Illa gengur að skrifa Rómeó og Ethel sjóræningjadóttur. Röð atvika verður til þess að augu hans og yfirstéttarstúlkunnar Víólu de Lesseps mætast á grímudansleik, þau verða yfir sig ástfangin og líf þeirra verður aldrei samt. Shakespeare verður ástfanginn var frumsýnt síðastliðinn föstudag á Stóra sviði Þjóðleikhússins í leikstjórn Selmu Björnsdóttur. Leikhandritið er byggt á frægri Óskarsverðlaunabíómynd með sama nafni eftir Marc Norman og Tom Stoppard. Kristján Þórður Hrafnsson þýddi nýlega Ríkharð III af mikilli færni en nær ekki að skapa sömu töfra hér. Ýmissa grasa kennir í handritinu sem er upp á sitt besta þegar víddir lífshlaups og skáldskapar Shakespeares flæða saman. Litlar leikhúsgjafir eru dreifðar um textann sem að öllum líkindum koma frá Stoppard sem er þekktur fyrir slík vinnubrögð. En þessar víddir opna líka fyrir endurmat á nýjum tímum, tuttugu árum eftir að kvikmyndin var frumsýnd. Kynjapólitík verksins er óþægileg, ekki einungis vegna vofu Harveys Weinstein. Konurnar eru vændiskonur, fóstrur, fjarverandi eða fórna sér fyrir hinn listræna málstað karlkyns snillingsins. Eitthvert mótvægi er að finna í persónu Víólu og sérstaklega Elísabetar drottningar, sem kannast vel við að vera kona í karlmannsstarfi. Sömuleiðis kraumar sú hvimleiða kenning að Shakespeare hafi ekki skrifað leikritin sín sjálfur undir öllu saman. Kitla hláturtaugar Leikarahópurinn er af stærri gerðinni. Mikið mæðir á Aroni Má Ólafssyni sem leiðir sýninguna, nýútskrifaður frá Listaháskóla Íslands, í hlutverki Shakespeares. Hann ber þungann laglega og kemst langt á persónutöfrunum. En Aron er að stíga sín fyrstu skref á atvinnusviðinu og þarf tíma til að rækta sína hæfileika. Ástríðublossinn kviknar þó ekki á milli hans og Láru Jóhönnu Jónsdóttur, í hlutverki Víólu, sem dregur úr drifkrafti sýningarinnar. Sakleysi stjórnar túlkun Láru Jóhönnu framan af en hún nær ekki að koma þróun karaktersins til skila þegar líða tekur á. Jóhann G. Jóhannsson og Björn Ingi Hilmarsson sýna lipran leik í sínum hlutverkum. Guðjón Davíð Karlsson kætir með orkumikilli frammistöðu. Annað mál er með þá Stefán Hall Stefánsson og Atla Rafn Sigurðarson, sem virðast báðir vera víðsfjarri. Jarlinn af Wessex, leikinn af Stefáni Halli, er samsuða af hrotta og aula, og situr illa í sýningunni. Atli Rafn skuldbindur sig ekki sýningunni og nýtir ekki tækifærin í textanum. Lítil hlutverk geta nefnilega verið eftirminnileg. Þröstur Leó Gunnarsson leiðir áhorfendur í makalaust ferðalag með Fennyman, tilfinningasnauða ríkisbubbanum sem ætlar að fjármagna leikritið en verður fyrir uppljómun þegar hann fær smátt hlutverk í hinu nýja verki Shakesperes. Jóhanna Vigdís Arnardóttir spásserar tígulega í gegnum hlutverk Elísabetar I og japlar á sínum fáu línum af bestu list. Alltaf má treysta á Örn Árnason, Sigurð Sigurjónsson og Eddu Björgvinsdóttur til að kitla hláturtaugarnar með frábærum tímasetningum. Önnur smærri hlutverk eru í höndum ungra leikara og gott er að sjá þennan hóp fá tækifæri til að læra af þeim sem reynsluna hafa. Skapleg skemmtun Listræn stjórnun er sundurleit, Selma Björnsdóttir stjórnar framvindunni af fagmennsku, senuskiptingarnar eru flottar, en túlkuninni er ábótavant og sýningin flýtur áfram á yfirborðinu. Finnur Arnar Arnarson hannar leikmyndina af hugvitssemi en sumum hugmyndum hefði mátt sleppa eins og stönginni sem tengir svalirnar við gólfið. Litskrúðið fá áhorfendur svo sannarlega í gegnum búninga Maríu Th. Ólafsdóttur sem tjaldar öllu til, þá sérstaklega í búningum Elísabetar I, þó skortir skýra sýn á heildina. Gervin eru mörg vel unnin en hárgreiðslur karlanna hefði mátt endurhugsa. Ólafi Ágústi Stefánssyni hefur oft tekist betur upp í ljósavinnunni en skrýtinn drungi umlykur flest atriði. Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór semja tónlistina sem er því miður afleit. Hún er samtímis óafgerandi og ofnotuð. Bæði tónlistin og söngatriðin virðast vera úr öðru leikriti. Í heildina er Shakespere verður ástfanginn skapleg skemmtun en valið á þessu leikverki er undarlegt, bæði vegna innihalds og sögu kvikmyndarinnar. Leikararnir flestir standa sig ágætlega og greinilegt er að mikið hefur verið lagt í uppsetninguna. Sýningin gefur frekar beyglaða sýn á heim Williams Shakespeare en er að mestu meinlaus, og hittir stundum í mark, en of sjaldan. Niðurstaða: Á köflum ágætis skemmtun en sýningin skilur lítið eftir sig. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Will Shakespeare er með ritstíflu. Illa gengur að skrifa Rómeó og Ethel sjóræningjadóttur. Röð atvika verður til þess að augu hans og yfirstéttarstúlkunnar Víólu de Lesseps mætast á grímudansleik, þau verða yfir sig ástfangin og líf þeirra verður aldrei samt. Shakespeare verður ástfanginn var frumsýnt síðastliðinn föstudag á Stóra sviði Þjóðleikhússins í leikstjórn Selmu Björnsdóttur. Leikhandritið er byggt á frægri Óskarsverðlaunabíómynd með sama nafni eftir Marc Norman og Tom Stoppard. Kristján Þórður Hrafnsson þýddi nýlega Ríkharð III af mikilli færni en nær ekki að skapa sömu töfra hér. Ýmissa grasa kennir í handritinu sem er upp á sitt besta þegar víddir lífshlaups og skáldskapar Shakespeares flæða saman. Litlar leikhúsgjafir eru dreifðar um textann sem að öllum líkindum koma frá Stoppard sem er þekktur fyrir slík vinnubrögð. En þessar víddir opna líka fyrir endurmat á nýjum tímum, tuttugu árum eftir að kvikmyndin var frumsýnd. Kynjapólitík verksins er óþægileg, ekki einungis vegna vofu Harveys Weinstein. Konurnar eru vændiskonur, fóstrur, fjarverandi eða fórna sér fyrir hinn listræna málstað karlkyns snillingsins. Eitthvert mótvægi er að finna í persónu Víólu og sérstaklega Elísabetar drottningar, sem kannast vel við að vera kona í karlmannsstarfi. Sömuleiðis kraumar sú hvimleiða kenning að Shakespeare hafi ekki skrifað leikritin sín sjálfur undir öllu saman. Kitla hláturtaugar Leikarahópurinn er af stærri gerðinni. Mikið mæðir á Aroni Má Ólafssyni sem leiðir sýninguna, nýútskrifaður frá Listaháskóla Íslands, í hlutverki Shakespeares. Hann ber þungann laglega og kemst langt á persónutöfrunum. En Aron er að stíga sín fyrstu skref á atvinnusviðinu og þarf tíma til að rækta sína hæfileika. Ástríðublossinn kviknar þó ekki á milli hans og Láru Jóhönnu Jónsdóttur, í hlutverki Víólu, sem dregur úr drifkrafti sýningarinnar. Sakleysi stjórnar túlkun Láru Jóhönnu framan af en hún nær ekki að koma þróun karaktersins til skila þegar líða tekur á. Jóhann G. Jóhannsson og Björn Ingi Hilmarsson sýna lipran leik í sínum hlutverkum. Guðjón Davíð Karlsson kætir með orkumikilli frammistöðu. Annað mál er með þá Stefán Hall Stefánsson og Atla Rafn Sigurðarson, sem virðast báðir vera víðsfjarri. Jarlinn af Wessex, leikinn af Stefáni Halli, er samsuða af hrotta og aula, og situr illa í sýningunni. Atli Rafn skuldbindur sig ekki sýningunni og nýtir ekki tækifærin í textanum. Lítil hlutverk geta nefnilega verið eftirminnileg. Þröstur Leó Gunnarsson leiðir áhorfendur í makalaust ferðalag með Fennyman, tilfinningasnauða ríkisbubbanum sem ætlar að fjármagna leikritið en verður fyrir uppljómun þegar hann fær smátt hlutverk í hinu nýja verki Shakesperes. Jóhanna Vigdís Arnardóttir spásserar tígulega í gegnum hlutverk Elísabetar I og japlar á sínum fáu línum af bestu list. Alltaf má treysta á Örn Árnason, Sigurð Sigurjónsson og Eddu Björgvinsdóttur til að kitla hláturtaugarnar með frábærum tímasetningum. Önnur smærri hlutverk eru í höndum ungra leikara og gott er að sjá þennan hóp fá tækifæri til að læra af þeim sem reynsluna hafa. Skapleg skemmtun Listræn stjórnun er sundurleit, Selma Björnsdóttir stjórnar framvindunni af fagmennsku, senuskiptingarnar eru flottar, en túlkuninni er ábótavant og sýningin flýtur áfram á yfirborðinu. Finnur Arnar Arnarson hannar leikmyndina af hugvitssemi en sumum hugmyndum hefði mátt sleppa eins og stönginni sem tengir svalirnar við gólfið. Litskrúðið fá áhorfendur svo sannarlega í gegnum búninga Maríu Th. Ólafsdóttur sem tjaldar öllu til, þá sérstaklega í búningum Elísabetar I, þó skortir skýra sýn á heildina. Gervin eru mörg vel unnin en hárgreiðslur karlanna hefði mátt endurhugsa. Ólafi Ágústi Stefánssyni hefur oft tekist betur upp í ljósavinnunni en skrýtinn drungi umlykur flest atriði. Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór semja tónlistina sem er því miður afleit. Hún er samtímis óafgerandi og ofnotuð. Bæði tónlistin og söngatriðin virðast vera úr öðru leikriti. Í heildina er Shakespere verður ástfanginn skapleg skemmtun en valið á þessu leikverki er undarlegt, bæði vegna innihalds og sögu kvikmyndarinnar. Leikararnir flestir standa sig ágætlega og greinilegt er að mikið hefur verið lagt í uppsetninguna. Sýningin gefur frekar beyglaða sýn á heim Williams Shakespeare en er að mestu meinlaus, og hittir stundum í mark, en of sjaldan. Niðurstaða: Á köflum ágætis skemmtun en sýningin skilur lítið eftir sig.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira