Barnaplata spratt úr viðbjóðnum Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 8. október 2019 08:00 Tónlistarmaðurinn Guðmundur Óskar Guðmundsson vann plötuna náið með Snorra. Fréttablaðið/Valli Snorri Helgason tónlistarmaður hefur safnað einvalaliði tónlistarfólks til að gefa út barnaplötuna Bland í poka. Í dag kemur á allar helstu streymisveitur fyrsta lagið af henni, Kringlubarnið. Hugmyndin að barnaplötunni kviknaði fyrir um hálfum áratug.Úr þjóðsögum í barnalög „Ég var að vinna í síðustu plötunni minni, Margt býr í þokunni, en hún byggir á íslenskum þjóðsögum. Þar er umfjöllunarefnið oft mjög þungt og hryllilegt. Þjóðsagnaarfurinn getur verið mjög drungalegur og það gat tekið á að sökkva sér í hann, allt fullt af sifjaspelli, morðum og viðbjóði,“ segir Snorri. Hann hafi þurft að lesa sér til um efnið í nokkur ár til að byrja að vinna úr þessu. „Ég vann þetta mikið í Galtarvita í mikilli einangrun, sökkti mér þar í þennan viðbjóð. Þá fór mig að langa til að gera eitthvað allt annað. Einhvers konar mótvægi, til koma hausnum á mér út úr þessu rugli og bjarga geðheilsunni.“ Snorra langaði því að gera eitthvað sem gæti ekki verið ólíkara og þá kviknaði hugmyndin um að gera barnaplötu. „Ég vann svo plöturnar hægt saman og tók tarnir til skiptis. Við tókum mestan partinn af grunninum upp fyrir um ári. Ég er búinn að vera að vinna hægt og rólega út árið. Upphaflega ætlaði ég að klára þetta fyrir ári en ég misreiknaði gróflega hversu mikinn tíma það tekur að eiga barn,“ segir Snorri.Bók með myndum og textum Hann segir fæðingu dótturinnar vissulega hafa hægt aðeins á ferlinu en þetta sé allt að smella saman núna. „Þegar ég fór að sjá fyrir endann á þessu hafði ég samband við Bobby Breiðholt og Elínu Elísabetu, því mig langaði að gera litla bók með. Hún teiknar myndirnar í bókinni og hann setur hana upp. Það er svo teikning sem fylgir hverju lagi. Okkur langaði að hafa þetta í svona gömlum skandinavískum teiknimyndastíl, eins og hjá Tove Jansson og Thorbjørn Egner.“Myndirnar í bókinni eru teiknaðar af Elínu Elísabetu.Í bókinni verða textarnir og gítarhljómarnir ásamt myndunum. Snorri stendur fyrir söfnun á Karolina Fund fyrir gerð plötunnar og bókarinnar, en þar getur fólk orðið fyrst til að næla sé í Bland í poka. „Þá geta börn og foreldrar flett bókinni á meðan þau hlusta á plötuna. Það eru líka svo margir sem eiga ekki geislaspilara í dag en þau geta þá allavega haft bókina til að skoða meðan þau eru að streyma.“Um Kringluferð mæðgna Á morgun kemur út lagið Kringlubarnið, en í því syngja þær Saga Garðarsdóttir leikkona og eiginkona Snorra, og Halldóra Geirharðsdóttir leikkona. „Lagið fjallar um mæðgur. Saga er litla stelpan sem vill ekki fara í Kringluna en Halldóra leikur mömmuna sem þarf nauðsynlega að komast þangað til að kaupa sér safapressu. Svo eru þær að þræta eitthvað um það, þannig það er bara stuð og stemning,“ segir Snorri. Hugleikur Dagsson grínisti syngur eitt lag á plötunni en hann og Snorri sömdu í það sameiningu. „Við sömdum það þegar við vorum saman í Galtarvita. Svo syngur Valdimar nokkur lög á plötunni líka og Teitur Magnússon syngur eitt lag. Svo syngur Steingrímur Teague úr Moses Hightower eitt lag og hún Katrín Halldóra leik- og söngkona líka. Það eru mestmegnis aðrir sem syngja lögin, ég syng þó nokkur.“ Kringlubarnið er hægt að nálgast á öllum helst streymisveitum og hægt er að leggja Snorra lið og verða sér úti um Bland í poka á karolinafund.com. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Tónlist Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Lífið Fleiri fréttir Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Snorri Helgason tónlistarmaður hefur safnað einvalaliði tónlistarfólks til að gefa út barnaplötuna Bland í poka. Í dag kemur á allar helstu streymisveitur fyrsta lagið af henni, Kringlubarnið. Hugmyndin að barnaplötunni kviknaði fyrir um hálfum áratug.Úr þjóðsögum í barnalög „Ég var að vinna í síðustu plötunni minni, Margt býr í þokunni, en hún byggir á íslenskum þjóðsögum. Þar er umfjöllunarefnið oft mjög þungt og hryllilegt. Þjóðsagnaarfurinn getur verið mjög drungalegur og það gat tekið á að sökkva sér í hann, allt fullt af sifjaspelli, morðum og viðbjóði,“ segir Snorri. Hann hafi þurft að lesa sér til um efnið í nokkur ár til að byrja að vinna úr þessu. „Ég vann þetta mikið í Galtarvita í mikilli einangrun, sökkti mér þar í þennan viðbjóð. Þá fór mig að langa til að gera eitthvað allt annað. Einhvers konar mótvægi, til koma hausnum á mér út úr þessu rugli og bjarga geðheilsunni.“ Snorra langaði því að gera eitthvað sem gæti ekki verið ólíkara og þá kviknaði hugmyndin um að gera barnaplötu. „Ég vann svo plöturnar hægt saman og tók tarnir til skiptis. Við tókum mestan partinn af grunninum upp fyrir um ári. Ég er búinn að vera að vinna hægt og rólega út árið. Upphaflega ætlaði ég að klára þetta fyrir ári en ég misreiknaði gróflega hversu mikinn tíma það tekur að eiga barn,“ segir Snorri.Bók með myndum og textum Hann segir fæðingu dótturinnar vissulega hafa hægt aðeins á ferlinu en þetta sé allt að smella saman núna. „Þegar ég fór að sjá fyrir endann á þessu hafði ég samband við Bobby Breiðholt og Elínu Elísabetu, því mig langaði að gera litla bók með. Hún teiknar myndirnar í bókinni og hann setur hana upp. Það er svo teikning sem fylgir hverju lagi. Okkur langaði að hafa þetta í svona gömlum skandinavískum teiknimyndastíl, eins og hjá Tove Jansson og Thorbjørn Egner.“Myndirnar í bókinni eru teiknaðar af Elínu Elísabetu.Í bókinni verða textarnir og gítarhljómarnir ásamt myndunum. Snorri stendur fyrir söfnun á Karolina Fund fyrir gerð plötunnar og bókarinnar, en þar getur fólk orðið fyrst til að næla sé í Bland í poka. „Þá geta börn og foreldrar flett bókinni á meðan þau hlusta á plötuna. Það eru líka svo margir sem eiga ekki geislaspilara í dag en þau geta þá allavega haft bókina til að skoða meðan þau eru að streyma.“Um Kringluferð mæðgna Á morgun kemur út lagið Kringlubarnið, en í því syngja þær Saga Garðarsdóttir leikkona og eiginkona Snorra, og Halldóra Geirharðsdóttir leikkona. „Lagið fjallar um mæðgur. Saga er litla stelpan sem vill ekki fara í Kringluna en Halldóra leikur mömmuna sem þarf nauðsynlega að komast þangað til að kaupa sér safapressu. Svo eru þær að þræta eitthvað um það, þannig það er bara stuð og stemning,“ segir Snorri. Hugleikur Dagsson grínisti syngur eitt lag á plötunni en hann og Snorri sömdu í það sameiningu. „Við sömdum það þegar við vorum saman í Galtarvita. Svo syngur Valdimar nokkur lög á plötunni líka og Teitur Magnússon syngur eitt lag. Svo syngur Steingrímur Teague úr Moses Hightower eitt lag og hún Katrín Halldóra leik- og söngkona líka. Það eru mestmegnis aðrir sem syngja lögin, ég syng þó nokkur.“ Kringlubarnið er hægt að nálgast á öllum helst streymisveitum og hægt er að leggja Snorra lið og verða sér úti um Bland í poka á karolinafund.com.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Tónlist Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Lífið Fleiri fréttir Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira