Heimaþjónusta veitt með skjáheimsóknum Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. október 2019 07:30 Þau Christian Aubell og Grete Kvernland-Berg miðluðu reynslu sinni af innleiðingu fjarheimaþjónustu tli starfsmanna borgarinnar. Fréttablaðið/Ernir Reykjavíkurborg undirbýr nú tilraunaverkefni þar sem hluti heimaþjónustu verður veittur í gegnum skjáheimsóknir. Verkefnisstjóri segir að enginn muni missa vinnuna. Markmiðið sé að veita notendum meiri og betri þjónustu. „Við stefnum á að fara að prófa svona skjáheimsóknir fljótlega upp úr áramótum. Við munum byrja smátt en eitt af því sem við höfum lært er að við þurfum að prófa okkur áfram og finna okkar takt í þessu,“ segir Sigþrúður Guðnadóttir, verkefnisstjóri Velferðartæknismiðju Reykjavíkurborgar. Í síðustu viku heimsóttu tveir norskir sérfræðingar á sviði velferðartækni Reykjavíkurborg og kynntu reynslu Norðmanna af innleiðingu fjarheimaþjónustu. Sú leið sem borgin hyggst prófa sig áfram með felst í skjáheimsóknum til notenda heimaþjónustunnar. Þannig er til dæmis hægt að minna á lyfjatöku og mæla blóðþrýsting í gegnum spjaldtölvu en einnig veita félagslegan stuðning. Noregur er leiðandi á Norðurlöndunum þegar kemur að innleiðingu velferðartækni. Þau Grete Kvernland-Berg og Christian Aubell, ráðgjafar hjá PÅ Consulting sem er eitt fremsta ráðgjafarfyrirtækið á sviði velferðartækni, hafa aðstoðað mörg norsk sveitarfélög við innleiðingu snjalllausna í velferðarþjónustu. Þau segja að norsk stjórnvöld hafi frá árinu 2013 unnið eftir áætlun á landsvísu en í árslok 2020 eiga öll 420 sveitarfélög landsins að hafa tekið upp fjarheimaþjónustu sem hluta almennrar þjónustu sinnar. „Innleiðing þjónustunnar snýst kannski ekki svo mikið um sjálfa tæknina, heldur um breytingar á því hvernig starfsfólkið sinnir vinnu sinni. Það hefur náðst mjög góður árangur, bæði í Noregi og í Danmörku, með þessum skjáheimsóknum. Þjónustan er sveigjanlegri og notendur þurfa ekki að bíða eftir þjónustunni,“ segir Grete. Markmiðið sé að sem flestir geti búið sem lengst heima en auk þess geti tæknilausnir gert sveitarfélögum kleift að veita sífellt stækkandi hópi aldraðra þjónustu. Þau Grete og Christian segja að þrátt fyrir góðan árangur skipti jákvæð viðbrögð notenda mestu máli. „Fjölskyldur notendanna eru líka ánægðar því þetta veitir þeim öryggistilfinningu. Með þessu eru notendur í raun nær þjónustunni og það veitir ákveðið öryggi að geta náð í einhvern í gegnum skjáinn,“ segir Grete. Hún leggur áherslu á að svona breytingar taki tíma enda sé verið að gera miklar breytingar á vinnuumhverfi starfsfólks í umönnunarstörfum. „Það er mjög sjaldan tæknin sjálf sem er vandamálið við svona breytingar. Þetta er verkefni sem snýst um fólk.“ Sigþrúður segir mikinn stuðning innan borgarinnar við það að koma á betri þjónustu með notkun tækninnar. „Við erum ekki að fara draga úr neinni þjónustu, markmiðið er að auka hana. Það er enginn að fara að missa vinnuna heldur erum við að gera störfin betri og sinna fleiri notendum.“ Birtist í Fréttablaðinu Eldri borgarar Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Reykjavíkurborg undirbýr nú tilraunaverkefni þar sem hluti heimaþjónustu verður veittur í gegnum skjáheimsóknir. Verkefnisstjóri segir að enginn muni missa vinnuna. Markmiðið sé að veita notendum meiri og betri þjónustu. „Við stefnum á að fara að prófa svona skjáheimsóknir fljótlega upp úr áramótum. Við munum byrja smátt en eitt af því sem við höfum lært er að við þurfum að prófa okkur áfram og finna okkar takt í þessu,“ segir Sigþrúður Guðnadóttir, verkefnisstjóri Velferðartæknismiðju Reykjavíkurborgar. Í síðustu viku heimsóttu tveir norskir sérfræðingar á sviði velferðartækni Reykjavíkurborg og kynntu reynslu Norðmanna af innleiðingu fjarheimaþjónustu. Sú leið sem borgin hyggst prófa sig áfram með felst í skjáheimsóknum til notenda heimaþjónustunnar. Þannig er til dæmis hægt að minna á lyfjatöku og mæla blóðþrýsting í gegnum spjaldtölvu en einnig veita félagslegan stuðning. Noregur er leiðandi á Norðurlöndunum þegar kemur að innleiðingu velferðartækni. Þau Grete Kvernland-Berg og Christian Aubell, ráðgjafar hjá PÅ Consulting sem er eitt fremsta ráðgjafarfyrirtækið á sviði velferðartækni, hafa aðstoðað mörg norsk sveitarfélög við innleiðingu snjalllausna í velferðarþjónustu. Þau segja að norsk stjórnvöld hafi frá árinu 2013 unnið eftir áætlun á landsvísu en í árslok 2020 eiga öll 420 sveitarfélög landsins að hafa tekið upp fjarheimaþjónustu sem hluta almennrar þjónustu sinnar. „Innleiðing þjónustunnar snýst kannski ekki svo mikið um sjálfa tæknina, heldur um breytingar á því hvernig starfsfólkið sinnir vinnu sinni. Það hefur náðst mjög góður árangur, bæði í Noregi og í Danmörku, með þessum skjáheimsóknum. Þjónustan er sveigjanlegri og notendur þurfa ekki að bíða eftir þjónustunni,“ segir Grete. Markmiðið sé að sem flestir geti búið sem lengst heima en auk þess geti tæknilausnir gert sveitarfélögum kleift að veita sífellt stækkandi hópi aldraðra þjónustu. Þau Grete og Christian segja að þrátt fyrir góðan árangur skipti jákvæð viðbrögð notenda mestu máli. „Fjölskyldur notendanna eru líka ánægðar því þetta veitir þeim öryggistilfinningu. Með þessu eru notendur í raun nær þjónustunni og það veitir ákveðið öryggi að geta náð í einhvern í gegnum skjáinn,“ segir Grete. Hún leggur áherslu á að svona breytingar taki tíma enda sé verið að gera miklar breytingar á vinnuumhverfi starfsfólks í umönnunarstörfum. „Það er mjög sjaldan tæknin sjálf sem er vandamálið við svona breytingar. Þetta er verkefni sem snýst um fólk.“ Sigþrúður segir mikinn stuðning innan borgarinnar við það að koma á betri þjónustu með notkun tækninnar. „Við erum ekki að fara draga úr neinni þjónustu, markmiðið er að auka hana. Það er enginn að fara að missa vinnuna heldur erum við að gera störfin betri og sinna fleiri notendum.“
Birtist í Fréttablaðinu Eldri borgarar Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira