Heimaþjónusta veitt með skjáheimsóknum Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. október 2019 07:30 Þau Christian Aubell og Grete Kvernland-Berg miðluðu reynslu sinni af innleiðingu fjarheimaþjónustu tli starfsmanna borgarinnar. Fréttablaðið/Ernir Reykjavíkurborg undirbýr nú tilraunaverkefni þar sem hluti heimaþjónustu verður veittur í gegnum skjáheimsóknir. Verkefnisstjóri segir að enginn muni missa vinnuna. Markmiðið sé að veita notendum meiri og betri þjónustu. „Við stefnum á að fara að prófa svona skjáheimsóknir fljótlega upp úr áramótum. Við munum byrja smátt en eitt af því sem við höfum lært er að við þurfum að prófa okkur áfram og finna okkar takt í þessu,“ segir Sigþrúður Guðnadóttir, verkefnisstjóri Velferðartæknismiðju Reykjavíkurborgar. Í síðustu viku heimsóttu tveir norskir sérfræðingar á sviði velferðartækni Reykjavíkurborg og kynntu reynslu Norðmanna af innleiðingu fjarheimaþjónustu. Sú leið sem borgin hyggst prófa sig áfram með felst í skjáheimsóknum til notenda heimaþjónustunnar. Þannig er til dæmis hægt að minna á lyfjatöku og mæla blóðþrýsting í gegnum spjaldtölvu en einnig veita félagslegan stuðning. Noregur er leiðandi á Norðurlöndunum þegar kemur að innleiðingu velferðartækni. Þau Grete Kvernland-Berg og Christian Aubell, ráðgjafar hjá PÅ Consulting sem er eitt fremsta ráðgjafarfyrirtækið á sviði velferðartækni, hafa aðstoðað mörg norsk sveitarfélög við innleiðingu snjalllausna í velferðarþjónustu. Þau segja að norsk stjórnvöld hafi frá árinu 2013 unnið eftir áætlun á landsvísu en í árslok 2020 eiga öll 420 sveitarfélög landsins að hafa tekið upp fjarheimaþjónustu sem hluta almennrar þjónustu sinnar. „Innleiðing þjónustunnar snýst kannski ekki svo mikið um sjálfa tæknina, heldur um breytingar á því hvernig starfsfólkið sinnir vinnu sinni. Það hefur náðst mjög góður árangur, bæði í Noregi og í Danmörku, með þessum skjáheimsóknum. Þjónustan er sveigjanlegri og notendur þurfa ekki að bíða eftir þjónustunni,“ segir Grete. Markmiðið sé að sem flestir geti búið sem lengst heima en auk þess geti tæknilausnir gert sveitarfélögum kleift að veita sífellt stækkandi hópi aldraðra þjónustu. Þau Grete og Christian segja að þrátt fyrir góðan árangur skipti jákvæð viðbrögð notenda mestu máli. „Fjölskyldur notendanna eru líka ánægðar því þetta veitir þeim öryggistilfinningu. Með þessu eru notendur í raun nær þjónustunni og það veitir ákveðið öryggi að geta náð í einhvern í gegnum skjáinn,“ segir Grete. Hún leggur áherslu á að svona breytingar taki tíma enda sé verið að gera miklar breytingar á vinnuumhverfi starfsfólks í umönnunarstörfum. „Það er mjög sjaldan tæknin sjálf sem er vandamálið við svona breytingar. Þetta er verkefni sem snýst um fólk.“ Sigþrúður segir mikinn stuðning innan borgarinnar við það að koma á betri þjónustu með notkun tækninnar. „Við erum ekki að fara draga úr neinni þjónustu, markmiðið er að auka hana. Það er enginn að fara að missa vinnuna heldur erum við að gera störfin betri og sinna fleiri notendum.“ Birtist í Fréttablaðinu Eldri borgarar Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Reykjavíkurborg undirbýr nú tilraunaverkefni þar sem hluti heimaþjónustu verður veittur í gegnum skjáheimsóknir. Verkefnisstjóri segir að enginn muni missa vinnuna. Markmiðið sé að veita notendum meiri og betri þjónustu. „Við stefnum á að fara að prófa svona skjáheimsóknir fljótlega upp úr áramótum. Við munum byrja smátt en eitt af því sem við höfum lært er að við þurfum að prófa okkur áfram og finna okkar takt í þessu,“ segir Sigþrúður Guðnadóttir, verkefnisstjóri Velferðartæknismiðju Reykjavíkurborgar. Í síðustu viku heimsóttu tveir norskir sérfræðingar á sviði velferðartækni Reykjavíkurborg og kynntu reynslu Norðmanna af innleiðingu fjarheimaþjónustu. Sú leið sem borgin hyggst prófa sig áfram með felst í skjáheimsóknum til notenda heimaþjónustunnar. Þannig er til dæmis hægt að minna á lyfjatöku og mæla blóðþrýsting í gegnum spjaldtölvu en einnig veita félagslegan stuðning. Noregur er leiðandi á Norðurlöndunum þegar kemur að innleiðingu velferðartækni. Þau Grete Kvernland-Berg og Christian Aubell, ráðgjafar hjá PÅ Consulting sem er eitt fremsta ráðgjafarfyrirtækið á sviði velferðartækni, hafa aðstoðað mörg norsk sveitarfélög við innleiðingu snjalllausna í velferðarþjónustu. Þau segja að norsk stjórnvöld hafi frá árinu 2013 unnið eftir áætlun á landsvísu en í árslok 2020 eiga öll 420 sveitarfélög landsins að hafa tekið upp fjarheimaþjónustu sem hluta almennrar þjónustu sinnar. „Innleiðing þjónustunnar snýst kannski ekki svo mikið um sjálfa tæknina, heldur um breytingar á því hvernig starfsfólkið sinnir vinnu sinni. Það hefur náðst mjög góður árangur, bæði í Noregi og í Danmörku, með þessum skjáheimsóknum. Þjónustan er sveigjanlegri og notendur þurfa ekki að bíða eftir þjónustunni,“ segir Grete. Markmiðið sé að sem flestir geti búið sem lengst heima en auk þess geti tæknilausnir gert sveitarfélögum kleift að veita sífellt stækkandi hópi aldraðra þjónustu. Þau Grete og Christian segja að þrátt fyrir góðan árangur skipti jákvæð viðbrögð notenda mestu máli. „Fjölskyldur notendanna eru líka ánægðar því þetta veitir þeim öryggistilfinningu. Með þessu eru notendur í raun nær þjónustunni og það veitir ákveðið öryggi að geta náð í einhvern í gegnum skjáinn,“ segir Grete. Hún leggur áherslu á að svona breytingar taki tíma enda sé verið að gera miklar breytingar á vinnuumhverfi starfsfólks í umönnunarstörfum. „Það er mjög sjaldan tæknin sjálf sem er vandamálið við svona breytingar. Þetta er verkefni sem snýst um fólk.“ Sigþrúður segir mikinn stuðning innan borgarinnar við það að koma á betri þjónustu með notkun tækninnar. „Við erum ekki að fara draga úr neinni þjónustu, markmiðið er að auka hana. Það er enginn að fara að missa vinnuna heldur erum við að gera störfin betri og sinna fleiri notendum.“
Birtist í Fréttablaðinu Eldri borgarar Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira