Umfjöllun: Lettland - Ísland 0-6 | Stelpurnar völtuðu yfir Letta Ísak Hallmundarson skrifar 8. október 2019 19:15 Fanndís Friðriksdóttir, landsliðskona Íslands. vísir/vilhelm Lettland og Ísland mættust í kvöld í undankeppni EM 2021 í fótbolta. Leikurinn fór fram í Lettlandi. Ísland hafði unnið fyrstu tvo leiki sína í undankeppninni á heimavelli á meðan Lettland hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Ísland byrjaði leikinn af krafti og Fanndís Friðriksdóttir skoraði fyrsta mark leiksins með laglegum skalla á 17.mínútu eftir fyrirgjöf frá Gunnhildi Yrsu. Rúmum 10 mínútum síðar bætti Dagný Brynjarsdóttir við öðru marki Íslands, þá skallaði hún boltann í netið af stuttu færi eftir aukaspyrnu frá Gunnhildi. Íslensku stelpurnar héldu áfram að sækja til loka fyrri hálfleiks og náðu loks inn þriðja markinu þegar Fanndís Friðriksdóttir skoraði beint úr hornspyrnu rétt áður en flautað var til leikhlés, staðan í hálfleik 3-0 fyrir Íslandi. Ísland kom inn í síðari hálfleikinn af miklum krafti og strax 50.mínútu var Elín metta búin að bæta fjórða markinu við. Vandræðagangur í vörn þeirra letnesku og Elín Metta kláraði snyrtilega af stuttu færi. Ísland var í sókn nánast allan tímann og uppskáru sitt fimmta mark í leiknum á 81.mínútu. Þar var Alexandra Jóhannsdóttir á ferðinni og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark eftir laglegt spil á milli hennar og Berglindar Bjargar, sem kom inn á sem varamaður. Glæsileg afgreiðsla hjá Alexöndru. Eftir þetta var bara spurning hvort Ísland myndi ná að bæta við marki og auðvitað náði Margrét Lára Viðarsdóttir að gera það undir lok leiksins. Hún stýrði þá boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Gunnhildi Yrsu sem stóð sig frábærlega í bakverðinum í dag, en hún lagði upp þrjú mörk í leiknum. 6-0 sigur íslenska landsliðsins staðreynd og stelpurnar geta verið sáttar með það. Ísland er með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar, rétt eins og Svíþjóð, en Svíþjóð er með betri markatölu. Næsti leikur Íslands í undankeppninni fer fram í apríl, en þá mæta stelpurnar Ungverjum úti. EM 2021 í Englandi
Lettland og Ísland mættust í kvöld í undankeppni EM 2021 í fótbolta. Leikurinn fór fram í Lettlandi. Ísland hafði unnið fyrstu tvo leiki sína í undankeppninni á heimavelli á meðan Lettland hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Ísland byrjaði leikinn af krafti og Fanndís Friðriksdóttir skoraði fyrsta mark leiksins með laglegum skalla á 17.mínútu eftir fyrirgjöf frá Gunnhildi Yrsu. Rúmum 10 mínútum síðar bætti Dagný Brynjarsdóttir við öðru marki Íslands, þá skallaði hún boltann í netið af stuttu færi eftir aukaspyrnu frá Gunnhildi. Íslensku stelpurnar héldu áfram að sækja til loka fyrri hálfleiks og náðu loks inn þriðja markinu þegar Fanndís Friðriksdóttir skoraði beint úr hornspyrnu rétt áður en flautað var til leikhlés, staðan í hálfleik 3-0 fyrir Íslandi. Ísland kom inn í síðari hálfleikinn af miklum krafti og strax 50.mínútu var Elín metta búin að bæta fjórða markinu við. Vandræðagangur í vörn þeirra letnesku og Elín Metta kláraði snyrtilega af stuttu færi. Ísland var í sókn nánast allan tímann og uppskáru sitt fimmta mark í leiknum á 81.mínútu. Þar var Alexandra Jóhannsdóttir á ferðinni og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark eftir laglegt spil á milli hennar og Berglindar Bjargar, sem kom inn á sem varamaður. Glæsileg afgreiðsla hjá Alexöndru. Eftir þetta var bara spurning hvort Ísland myndi ná að bæta við marki og auðvitað náði Margrét Lára Viðarsdóttir að gera það undir lok leiksins. Hún stýrði þá boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Gunnhildi Yrsu sem stóð sig frábærlega í bakverðinum í dag, en hún lagði upp þrjú mörk í leiknum. 6-0 sigur íslenska landsliðsins staðreynd og stelpurnar geta verið sáttar með það. Ísland er með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar, rétt eins og Svíþjóð, en Svíþjóð er með betri markatölu. Næsti leikur Íslands í undankeppninni fer fram í apríl, en þá mæta stelpurnar Ungverjum úti.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti