Grunur um að Íslendingar kaupi barnaníð sem streymt er beint á netinu Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 8. október 2019 18:30 Lögreglan í Danmörku hefur síðustu fimm ár rannsakað 25 mál sem snúa að kaupum á barnaníð í gegnum netið. Mennirnir sitja þá fyrir framan tölvuna og panta það sem þeim hugnast og svo er brotið á barninu, sem er jafnvel hinum megin á hnettinum. Eingöngu sjö Danir hafa verið dæmdir og þar af fimm á síðasta ári. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, segir lögreglu líta á þessi brot sem ein alvarlegustu brot sem hægt er að fremja. „Þú getur óskað eftir tilteknu broti og selt aðgang að því. Þessu er streymt í gegnum netið á sama tíma og þetta á sér stað,“ segir hann. Flestir mannanna sem panta brot og dreifa þeim búa í Evrópu og flest börnin sem verða fyrir brotunum búa í Asíu. Lögregla rannsakar nú hvort Íslendingar taki þátt í brotastarfseminni. „Við höfum fengið ábendingar frá erlendum aðilum um að Íslendingar séu að tengjast inn í margs konar brot sem eru á netinu. Þannig að það er ástæðan fyrir því að við viljum stíga meira inn í þessa rannsókn,“ segir Karl Steinar.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Fátækir forelrar selja börnin Danska ríkisútvarpið (DR) gerði fréttaskýringu um málið í september. Þar er rætt við börn í Filipseyjum sem hafa verið tekin af foreldrum sínum en yfirleitt eru það foreldrar eða aðrir fjölskyldumeðlimir sem hafa milligöngu um kaupin, taka við peningunum og framkvæma brotið á barninu í beinni útsendingu. Einnig var rætt við móður sem sagðist hafa gert þetta því hún hafi þurft á peningunum að halda. Brotin fara fram á hulduneti þar sem barnaníðingar athafna sig og eru sögð sérstaklega gróf þar sem brotamenn eru varðir bakvið tölvuskjá í tugþúsunda kílómetra fjarlægð frá barninu. Hér á Íslandi hefur rannsókn kynferðisbrota verið breytt vegna netsins og nýrra leiða barnaníðinga. „Við höfum ekki verið að sinna þessu og ekki horft á þetta nægilega alvarlega augum. En við höfum áhuga á að breyta því,“ segir Karl Steinar. Danmörk Kynferðisofbeldi Lögreglumál Netöryggi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Lögreglan í Danmörku hefur síðustu fimm ár rannsakað 25 mál sem snúa að kaupum á barnaníð í gegnum netið. Mennirnir sitja þá fyrir framan tölvuna og panta það sem þeim hugnast og svo er brotið á barninu, sem er jafnvel hinum megin á hnettinum. Eingöngu sjö Danir hafa verið dæmdir og þar af fimm á síðasta ári. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, segir lögreglu líta á þessi brot sem ein alvarlegustu brot sem hægt er að fremja. „Þú getur óskað eftir tilteknu broti og selt aðgang að því. Þessu er streymt í gegnum netið á sama tíma og þetta á sér stað,“ segir hann. Flestir mannanna sem panta brot og dreifa þeim búa í Evrópu og flest börnin sem verða fyrir brotunum búa í Asíu. Lögregla rannsakar nú hvort Íslendingar taki þátt í brotastarfseminni. „Við höfum fengið ábendingar frá erlendum aðilum um að Íslendingar séu að tengjast inn í margs konar brot sem eru á netinu. Þannig að það er ástæðan fyrir því að við viljum stíga meira inn í þessa rannsókn,“ segir Karl Steinar.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Fátækir forelrar selja börnin Danska ríkisútvarpið (DR) gerði fréttaskýringu um málið í september. Þar er rætt við börn í Filipseyjum sem hafa verið tekin af foreldrum sínum en yfirleitt eru það foreldrar eða aðrir fjölskyldumeðlimir sem hafa milligöngu um kaupin, taka við peningunum og framkvæma brotið á barninu í beinni útsendingu. Einnig var rætt við móður sem sagðist hafa gert þetta því hún hafi þurft á peningunum að halda. Brotin fara fram á hulduneti þar sem barnaníðingar athafna sig og eru sögð sérstaklega gróf þar sem brotamenn eru varðir bakvið tölvuskjá í tugþúsunda kílómetra fjarlægð frá barninu. Hér á Íslandi hefur rannsókn kynferðisbrota verið breytt vegna netsins og nýrra leiða barnaníðinga. „Við höfum ekki verið að sinna þessu og ekki horft á þetta nægilega alvarlega augum. En við höfum áhuga á að breyta því,“ segir Karl Steinar.
Danmörk Kynferðisofbeldi Lögreglumál Netöryggi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira