Forsetaframbjóðandinn Karoui látinn laus Andri Eysteinsson skrifar 9. október 2019 21:34 Karoui fagnar því að vera laus úr fangelsi í hópi stuðningsmanna sinna. Getty/Anadolu Dómstóll í Norður-Afríkuríkinu Túnis fyrirskipaði í dag að forsetaframbjóðandinn Nabil Karoui skyldi leystur úr haldi, fjórum dögum áður en önnur umferð forsetakosninganna í landinu fara fram. BBC greinir frá. Karoui var handtekinn í síðasta mánuði, grunaður um peningaþvætti og skattsvik. Þrátt fyrir að sitja inni á meðan að fyrsta umferð kosninganna fór fram var hann vinsæll á meðal kjósenda og hafnaði hann í öðru sæti í fyrstu umferð. Önnur umferð kosninganna, sem eru aðrar forsetakosningarnar frá því að forsetanum Ben Ali var steypt af stóli í arabíska vorinu í 2011, fer fram á sunnudaginn. Þar mun Karoui fara gegn lagaprófessornum Kais Saied. Kærurnar á hendur Karoui hafa þó ekki verið felldar niður. Talið er líklegt að ef Karoui lýtur í lægra haldi á sunnudag muni hann kæra niðurstöður kosninganna á grundvelli þess að kosningabaráttan hafi ekki verið sanngjörn. Kjörtímabil forseta Túnis er fimm ár og stýrir hann varnar-, utanríkis- og þjóðaröryggismálastefnum landsins. Fyrrverandi forseti Túnis var Beji Caid Essebsi sem lést 92 ára gamall 25.júlí síðastliðinn. Túnis Tengdar fréttir Grunaður skattsvikari og fræðimaður áfram í seinni umferð forsetakosninga í Túnis Ljóst er hvaða tveir frambjóðendur munu taka þátt í seinni umferð túnisku forsetakosninganna sem fara líklega fram um miðjan næsta mánuð. 17. september 2019 20:16 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Dómstóll í Norður-Afríkuríkinu Túnis fyrirskipaði í dag að forsetaframbjóðandinn Nabil Karoui skyldi leystur úr haldi, fjórum dögum áður en önnur umferð forsetakosninganna í landinu fara fram. BBC greinir frá. Karoui var handtekinn í síðasta mánuði, grunaður um peningaþvætti og skattsvik. Þrátt fyrir að sitja inni á meðan að fyrsta umferð kosninganna fór fram var hann vinsæll á meðal kjósenda og hafnaði hann í öðru sæti í fyrstu umferð. Önnur umferð kosninganna, sem eru aðrar forsetakosningarnar frá því að forsetanum Ben Ali var steypt af stóli í arabíska vorinu í 2011, fer fram á sunnudaginn. Þar mun Karoui fara gegn lagaprófessornum Kais Saied. Kærurnar á hendur Karoui hafa þó ekki verið felldar niður. Talið er líklegt að ef Karoui lýtur í lægra haldi á sunnudag muni hann kæra niðurstöður kosninganna á grundvelli þess að kosningabaráttan hafi ekki verið sanngjörn. Kjörtímabil forseta Túnis er fimm ár og stýrir hann varnar-, utanríkis- og þjóðaröryggismálastefnum landsins. Fyrrverandi forseti Túnis var Beji Caid Essebsi sem lést 92 ára gamall 25.júlí síðastliðinn.
Túnis Tengdar fréttir Grunaður skattsvikari og fræðimaður áfram í seinni umferð forsetakosninga í Túnis Ljóst er hvaða tveir frambjóðendur munu taka þátt í seinni umferð túnisku forsetakosninganna sem fara líklega fram um miðjan næsta mánuð. 17. september 2019 20:16 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Grunaður skattsvikari og fræðimaður áfram í seinni umferð forsetakosninga í Túnis Ljóst er hvaða tveir frambjóðendur munu taka þátt í seinni umferð túnisku forsetakosninganna sem fara líklega fram um miðjan næsta mánuð. 17. september 2019 20:16