Setti hundrað þúsund manna Facebook hóp á hliðina með boði í saumaklúbb Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2019 23:44 Færslan sem setti allt á hliðina í Gefins, allt gefins hópnum í kvöld. Enginn verður svikinn af því að renna í gegnum athugasemdirnar. „Eigum við ekki að fara að hittast? Mér finnst alveg kominn tími á saumaklúbb, Dóra María hélt síðast. Viljum við halda okkur við stafrófið eða vill einhver sjálfboðaliði hafa næsta klúbb?“ Þannig hljóðaði Facebook-færsla hjá Guðrúnu Kristinsdóttur hjúkrunarfræðingi í kvöld. Síðan eru liðnir nokkrir klukkutímar og hafa yfir eitt þúsund manns skrifað athugasemd við færsluna og enn fleiri líkað við hana. Ástæðan er sú að færsla Guðrúnar fór ekki í saumaklúbbshópinn hennar á Facebook heldur í hópinn „Gefins, allt gefins!“ sem frá og með júlí í sumar hefur talið yfir 100 þúsund meðlimi. Þangað setur fólk inn færslur þegar það býður notaða hluti, yfirleitt húsgögn eða föt, án endurgjalds. Það mömmulegasta sem ég hef gert Guðrún áttaði sig fljótlega á því að færslan hefði ratað í rangan hóp. Óhætt er að segja að meðlimir „Gefins, allt gefins“ hafi haft verulega gaman af mistökunum. „OK þetta fór í vitlausan hóp :) en verður ekki bara stór saumaklúbbur á Arnarhólnum á föstudagskvöldið? Þetta er það mömmulegasta sem ég hef gert, segja krakkarnir mínir,“ skrifaði Guðrún í framhaldinu. Í framhaldinu tók einn framtakssamur sig til og ákvað að blása til saumaklúbbs á Arnarhóli laugardaginn 2. nóvember á milli klukkan 14 og 17. Sem stendur hafa 345 boðað komu sína og enn fleiri áhugasamir. Vinkonurnar skellihlæja Guðrún útskýrir í samtali við Fréttablaðið í kvöld að saumaklúbburinn hennar sé þrjátíu ára gamall en þær vinkonurnar séu allar hjúkrunarfræðingar. „Þeim finnst þetta náttúrulega drepfyndið,“ segir Guðrún um viðbrögðin í samtali við Fréttablaðið. Ýmsir hafa boðist til að mæta með veitingar í saumaklúbbinn, bjóða fram tónlistaratriði og þakka kærlega fyrir frábært boð. Það verður enginn svikinn af því að renna í gegnum athugasemdirnar við færslu Guðrúnar. Sjálf segist Guðrún að sjálfsögðu ætla að mæta ásamt vinkonum sínum úr saumaklúbbnum. Samfélagsmiðlar Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
„Eigum við ekki að fara að hittast? Mér finnst alveg kominn tími á saumaklúbb, Dóra María hélt síðast. Viljum við halda okkur við stafrófið eða vill einhver sjálfboðaliði hafa næsta klúbb?“ Þannig hljóðaði Facebook-færsla hjá Guðrúnu Kristinsdóttur hjúkrunarfræðingi í kvöld. Síðan eru liðnir nokkrir klukkutímar og hafa yfir eitt þúsund manns skrifað athugasemd við færsluna og enn fleiri líkað við hana. Ástæðan er sú að færsla Guðrúnar fór ekki í saumaklúbbshópinn hennar á Facebook heldur í hópinn „Gefins, allt gefins!“ sem frá og með júlí í sumar hefur talið yfir 100 þúsund meðlimi. Þangað setur fólk inn færslur þegar það býður notaða hluti, yfirleitt húsgögn eða föt, án endurgjalds. Það mömmulegasta sem ég hef gert Guðrún áttaði sig fljótlega á því að færslan hefði ratað í rangan hóp. Óhætt er að segja að meðlimir „Gefins, allt gefins“ hafi haft verulega gaman af mistökunum. „OK þetta fór í vitlausan hóp :) en verður ekki bara stór saumaklúbbur á Arnarhólnum á föstudagskvöldið? Þetta er það mömmulegasta sem ég hef gert, segja krakkarnir mínir,“ skrifaði Guðrún í framhaldinu. Í framhaldinu tók einn framtakssamur sig til og ákvað að blása til saumaklúbbs á Arnarhóli laugardaginn 2. nóvember á milli klukkan 14 og 17. Sem stendur hafa 345 boðað komu sína og enn fleiri áhugasamir. Vinkonurnar skellihlæja Guðrún útskýrir í samtali við Fréttablaðið í kvöld að saumaklúbburinn hennar sé þrjátíu ára gamall en þær vinkonurnar séu allar hjúkrunarfræðingar. „Þeim finnst þetta náttúrulega drepfyndið,“ segir Guðrún um viðbrögðin í samtali við Fréttablaðið. Ýmsir hafa boðist til að mæta með veitingar í saumaklúbbinn, bjóða fram tónlistaratriði og þakka kærlega fyrir frábært boð. Það verður enginn svikinn af því að renna í gegnum athugasemdirnar við færslu Guðrúnar. Sjálf segist Guðrún að sjálfsögðu ætla að mæta ásamt vinkonum sínum úr saumaklúbbnum.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira