„Erfitt að sætta sig við það hvernig fór“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. september 2019 09:30 Helga Ólafsdóttir eigandi og yfirhönnuður iglo+indi segir að það sé flókið fyrir lítil hönnunarfyrirtæki á Íslandi að lifa af. Fréttablaðið/Stefán Karlsson „Ég er mjög sorgmædd yfir endalokum iglo+indi,“ segir Helga Ólafsdóttir eigandi og yfirhönnuður iglo+indi í einlægum pistli á Facebook síðu sinni. Eins og fjallað var um á Vísi í síðustu viku hefur Ígló ehf verið tekið til gjaldþrotaskipta og verslun iglo+indi verið lokað. „Ferðalag iglo+indi hófst við eldhúsborðið heima hjá mér vikuna fyrir bankahrunið 2008. Allar götur síðan hefur allur minn kraftur farið í að hugsa um fyrirtækið, hvern einasta dag með alúð og einlægni, eins og litlu barni sem þarf að koma á legg. Þróunarferli á hverri einustu flík tekur um það bil eitt ár með tilheyrandi kostnaði og vinnu. Það þarf þol og metnað til að hanna og framleiða um 2500 mismunandi flíkur eins og við gerðum hjá iglo+indi.“Helga segir að það sé mikil tilfinningaleg tenging og hugverkið henni mjög náið. Hún segir að rekstrarkerfið á Íslandi sé mjög erfitt fyrir fyrirtæki eins og hennar.„Það er flókið fyrir lítil hönnunarfyrirtæki á Íslandi að lifa af. Rekstrarumhverfið er ekki bara sveiflukennt heldur er mjög dýrt að þróa, framleiða, markaðssetja og selja íslenska hönnun hérlendis og erlendis. Að hafa lifað af í þessu rekstrarumhverfi í ellefu ár er bara nokkuð gott ef miðað er við sambærileg fyrirtæki í þessum bransa. Það er samt engin huggun í því og að þurfa að kveðja á þennan hátt hefur verið ansi erfitt. Það er erfitt að sætta sig við það hvernig fór.“ Frægir einstaklingar í Hollywood klæddu börnin sín í hönnun iglo+indi. Hér má sjá Kourtney Kardashian en dóttir hennar er í pels frá merkinu.Instagram/iglo+indiÍslensk hönnun mikilvæg Hönnuðurinn vonar að iglo+indi flíkurnar fari barna á milli og verði notaðar áfram. Með verslanir eins og Barnaloppan, þar sem foreldrar selja notuð barnaföt, eru góðar líkur á því að börn munu áfram sjást í flíkum frá merkinu næstu árin. „Ég er þakklát og stolt af því að hafa fengið tækifæri til að vera frumkvöðull og byggja upp vörumerki á Íslandi í samstarfi við ótrúlega hugrakkt og hæfileikaríkt fólk. Fólki sem vann að því að koma iglo+indi í sölu í verslunum um allan heim, á tískupallanna á tískuvikunni í Flórens, í helstu tískutímaritin og svo lengi mætti telja. Þetta hefur verið lærdómsríkt ferðalag í 11 ár. Ég vona að iglo+indi muni lifa áfram á hugum fólks og að flíkurnar haldi áfram að fara barna á milli.“ Þó að ævintýri iglo+indi hafi endað svona hvetur Helga aðra hönnuði til þess að taka áhættuna. „Hvet ég alla Íslenska hönnuði til að láta draumanna sína rætast. Íslensk hönnun er mikilvæg - Never stop designing!!“ Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fræga fólkið sólgið í iglo+indi Íslenska barnafatamerkið iglo+indi hefur náð góðum árangri utan landsteinanna því Hollywood-búar eru margir hrifnir og klæða börnin sín í iglo+indi föt þegar mikið liggur við. 22. febrúar 2018 08:00 Barnafatamerkið iglo+indi gjaldþrota Hönnunarfyrirtækið Ígló ehf hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 27. september 2019 13:00 Spennandi að vinna hjá tískufyrirtæki á Íslandi Karítas Diðriksdóttir er nýr markaðsstjóri iglo+indi. Hún er nýflutt heim eftir átta ára dvöl erlendis. Hún hefur alltaf haft áhuga á tísku, en einnig ferðalögum, fólki og öðrum menningarheimum. 9. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
„Ég er mjög sorgmædd yfir endalokum iglo+indi,“ segir Helga Ólafsdóttir eigandi og yfirhönnuður iglo+indi í einlægum pistli á Facebook síðu sinni. Eins og fjallað var um á Vísi í síðustu viku hefur Ígló ehf verið tekið til gjaldþrotaskipta og verslun iglo+indi verið lokað. „Ferðalag iglo+indi hófst við eldhúsborðið heima hjá mér vikuna fyrir bankahrunið 2008. Allar götur síðan hefur allur minn kraftur farið í að hugsa um fyrirtækið, hvern einasta dag með alúð og einlægni, eins og litlu barni sem þarf að koma á legg. Þróunarferli á hverri einustu flík tekur um það bil eitt ár með tilheyrandi kostnaði og vinnu. Það þarf þol og metnað til að hanna og framleiða um 2500 mismunandi flíkur eins og við gerðum hjá iglo+indi.“Helga segir að það sé mikil tilfinningaleg tenging og hugverkið henni mjög náið. Hún segir að rekstrarkerfið á Íslandi sé mjög erfitt fyrir fyrirtæki eins og hennar.„Það er flókið fyrir lítil hönnunarfyrirtæki á Íslandi að lifa af. Rekstrarumhverfið er ekki bara sveiflukennt heldur er mjög dýrt að þróa, framleiða, markaðssetja og selja íslenska hönnun hérlendis og erlendis. Að hafa lifað af í þessu rekstrarumhverfi í ellefu ár er bara nokkuð gott ef miðað er við sambærileg fyrirtæki í þessum bransa. Það er samt engin huggun í því og að þurfa að kveðja á þennan hátt hefur verið ansi erfitt. Það er erfitt að sætta sig við það hvernig fór.“ Frægir einstaklingar í Hollywood klæddu börnin sín í hönnun iglo+indi. Hér má sjá Kourtney Kardashian en dóttir hennar er í pels frá merkinu.Instagram/iglo+indiÍslensk hönnun mikilvæg Hönnuðurinn vonar að iglo+indi flíkurnar fari barna á milli og verði notaðar áfram. Með verslanir eins og Barnaloppan, þar sem foreldrar selja notuð barnaföt, eru góðar líkur á því að börn munu áfram sjást í flíkum frá merkinu næstu árin. „Ég er þakklát og stolt af því að hafa fengið tækifæri til að vera frumkvöðull og byggja upp vörumerki á Íslandi í samstarfi við ótrúlega hugrakkt og hæfileikaríkt fólk. Fólki sem vann að því að koma iglo+indi í sölu í verslunum um allan heim, á tískupallanna á tískuvikunni í Flórens, í helstu tískutímaritin og svo lengi mætti telja. Þetta hefur verið lærdómsríkt ferðalag í 11 ár. Ég vona að iglo+indi muni lifa áfram á hugum fólks og að flíkurnar haldi áfram að fara barna á milli.“ Þó að ævintýri iglo+indi hafi endað svona hvetur Helga aðra hönnuði til þess að taka áhættuna. „Hvet ég alla Íslenska hönnuði til að láta draumanna sína rætast. Íslensk hönnun er mikilvæg - Never stop designing!!“
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fræga fólkið sólgið í iglo+indi Íslenska barnafatamerkið iglo+indi hefur náð góðum árangri utan landsteinanna því Hollywood-búar eru margir hrifnir og klæða börnin sín í iglo+indi föt þegar mikið liggur við. 22. febrúar 2018 08:00 Barnafatamerkið iglo+indi gjaldþrota Hönnunarfyrirtækið Ígló ehf hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 27. september 2019 13:00 Spennandi að vinna hjá tískufyrirtæki á Íslandi Karítas Diðriksdóttir er nýr markaðsstjóri iglo+indi. Hún er nýflutt heim eftir átta ára dvöl erlendis. Hún hefur alltaf haft áhuga á tísku, en einnig ferðalögum, fólki og öðrum menningarheimum. 9. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Fræga fólkið sólgið í iglo+indi Íslenska barnafatamerkið iglo+indi hefur náð góðum árangri utan landsteinanna því Hollywood-búar eru margir hrifnir og klæða börnin sín í iglo+indi föt þegar mikið liggur við. 22. febrúar 2018 08:00
Barnafatamerkið iglo+indi gjaldþrota Hönnunarfyrirtækið Ígló ehf hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 27. september 2019 13:00
Spennandi að vinna hjá tískufyrirtæki á Íslandi Karítas Diðriksdóttir er nýr markaðsstjóri iglo+indi. Hún er nýflutt heim eftir átta ára dvöl erlendis. Hún hefur alltaf haft áhuga á tísku, en einnig ferðalögum, fólki og öðrum menningarheimum. 9. nóvember 2016 12:30
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent