Erlent

Gríðar­mikill eldur í nýrri há­hraða­lestar­stöð í Sádi-Arabíu

Atli Ísleifsson skrifar
Á samfélagsmiðlum mátti sjá umfang brunans og mátti þar sjá fólk uppi á þaki byggingarinnar.
Á samfélagsmiðlum mátti sjá umfang brunans og mátti þar sjá fólk uppi á þaki byggingarinnar. AP
Gríðarmikill eldur braust út á nýrri lestarstöð fyrir háhraðalestir í stórborginni Jeddah í Sádi-Arabíu í gær. AP hefur eftir fjölmiðlum í Sádi-Arabíu að fimm manns hafi slasast í eldsvoðanum.

Sjá mátti mikinn, svartan reyk leggja frá lestarstöðinni. Talsmenn yfirvalda í Jeddah segja að frekari upplýsingar um eldsvoðann verði gefnar út síðar. Meðal annars var notast við þyrlur við slökkvistarf.

Á samfélagsmiðlum mátti sjá umfang brunans og mátti þar sjá fólk uppi á þaki byggingarinnar. Lestarstöðin var liður í margmilljarða lestarkerfauppbyggingu í landinu.

Haramain-lestarleiðin, sem tengir helgu borgirnar Mekka og Medina við Jeddah, var vígð fyrir um ári og ferðast lestirnar á allt að 300 kílómetra hraða. Leiðin er 450 kílómetrar að lengd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×