Góð orka skiptir máli Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. september 2019 07:45 Monika er ekki bara tónlistar- og leiðsögumaður heldur líka friðarsinni hinn mesti. Fréttablaðið/Ernir Við byrjum í Kjarnanum í Mosfellsbæ klukkan 11 með sýningu sem nefnist Hvernig upplifa og túlka börnin frið í leik og starfi. Hún er eftir leikskólabörn í Kópavogi og bæjarfulltrúar þaðan og frá Mosfellsbæ opna hana. Okkur finnst mikilvægt að tengja kynslóðir og líka að bæjarfélög sameinist um að halda viðburð á þessum friðardegi. Það væri gaman að sjá sem flesta.“ Þannig lýsir Monika Abendroth upphafi dagskrár friðardagsins á morgun sem verður formlega opnuð í Þjóðminjasafninu klukkan 14. Þar taka meðal annars fjórar erlendar konur til máls. Þær eru staddar hér á friðarþingi og Monika tekur fram að þær tali ensku. „Ein fjallar um að hver og einn þurfi að finna frið í eigin barmi, það hafi áhrif á næstu manneskju. Ein er Sami frá Norður-Noregi og talar svolítið um hvernig það er þegar meirihluti kúgar minnihluta, tvær frá Sviss sem hafa verið í flóttamannahjálp tala um hvernig það er að hafa flóttamenn sem nágranna. Svo komum við Palli fram líka, hann er svo elskulegur að taka þátt. Á eftir verður gengin friðarganga kringum Reykjavíkurtjörn.“ Hingað til lands eru komnar 22 konur frá fjórtán Evrópulöndum til að ræða saman, að sögn Moniku. „Þær eru í grasrótarhreyfingu sem kallast European Grandmother Council. Ekki allar ömmur en samt konur með reynslu. Tilgangur samtakanna er göfugur, konur vilja næra lífið og skapa jafnvægi í náttúrunni, meðan karlar leggja oft meira upp úr hagvexti og framkvæmdum, burtséð frá því hverjar afleiðingarnar verða.“ Samtökin Eruopean Grandmother Council voru stofnuð árið 2015 á Ítalíu, að sögn Moniku. „Ég var í heimsókn hjá systur minni og var spurð hvort ég vildi taka þátt, mig hafði einmitt langað að starfa á alþjóðavettvangi og þarna kom þetta til mín. Við konurnar hittumst á níu mánaða fresti og fyrir utan stofnfundinn höfum við verið í Þýskalandi, Noregi, Ítalíu og Litháen. Þær sem bjóða heim gera það af frjálsum vilja og nú fannst mér ég vera tilbúin. Því eru þessar konur komnar til Íslands. Ég ákvað strax að hafa þema dagskrárinnar frið því við Íslendingar búum í herlausu landi og erum laus við vopnaframleiðslu. Valdi dagsetningu níu mánuði fram í tímann og það fallega gerðist að ég hitti einmitt á alþjóðlega friðardaginn. Þegar ég áttaði mig á því sat ég fyrir framan tölvuna og sagði bara takk, takk.“ Monika segir mörg spor og símtöl að baki við að skipuleggja þingið. „Þessar konur hafa ekki efni á að borga 100 þúsund fyrir gistingu í þrjár nætur en vinkona mín kom með þá frábæru hugmynd að fá inni í sumarbúðunum í Reykjadal. Það gekk og er alveg draumur, þar er allt til alls og peningurinn okkar fer beint í barnastarfið en ekki arðgreiðslur til hóteleigenda. Falleg hringrás. Eini gallinn er sá að ekki eru almenningssamgöngur á staðinn en það leysist.“ Á sunnudagsmorgun verður þakklætisathöfn í grennd við Krísuvík, nánar tiltekið við Bleikhól. „Það er komið að þeim hól rétt áður en komið er til Krýsuvíkur og það er skilti við veginn. Á Bleikhóli hefur verið ræktað upp risastórt grænt hjarta og framan við það ætlum við að bera fram þakklæti til móður jarðar fyrir hennar skilyrðislausu ást. Góð orka skiptir máli. Þegar ég fór að skoða staðinn með einni úr hópnum sáum við að það er fullt af litlum hjörtum á jörðinni, þegar að er gáð. Alveg ótrúlegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira
Við byrjum í Kjarnanum í Mosfellsbæ klukkan 11 með sýningu sem nefnist Hvernig upplifa og túlka börnin frið í leik og starfi. Hún er eftir leikskólabörn í Kópavogi og bæjarfulltrúar þaðan og frá Mosfellsbæ opna hana. Okkur finnst mikilvægt að tengja kynslóðir og líka að bæjarfélög sameinist um að halda viðburð á þessum friðardegi. Það væri gaman að sjá sem flesta.“ Þannig lýsir Monika Abendroth upphafi dagskrár friðardagsins á morgun sem verður formlega opnuð í Þjóðminjasafninu klukkan 14. Þar taka meðal annars fjórar erlendar konur til máls. Þær eru staddar hér á friðarþingi og Monika tekur fram að þær tali ensku. „Ein fjallar um að hver og einn þurfi að finna frið í eigin barmi, það hafi áhrif á næstu manneskju. Ein er Sami frá Norður-Noregi og talar svolítið um hvernig það er þegar meirihluti kúgar minnihluta, tvær frá Sviss sem hafa verið í flóttamannahjálp tala um hvernig það er að hafa flóttamenn sem nágranna. Svo komum við Palli fram líka, hann er svo elskulegur að taka þátt. Á eftir verður gengin friðarganga kringum Reykjavíkurtjörn.“ Hingað til lands eru komnar 22 konur frá fjórtán Evrópulöndum til að ræða saman, að sögn Moniku. „Þær eru í grasrótarhreyfingu sem kallast European Grandmother Council. Ekki allar ömmur en samt konur með reynslu. Tilgangur samtakanna er göfugur, konur vilja næra lífið og skapa jafnvægi í náttúrunni, meðan karlar leggja oft meira upp úr hagvexti og framkvæmdum, burtséð frá því hverjar afleiðingarnar verða.“ Samtökin Eruopean Grandmother Council voru stofnuð árið 2015 á Ítalíu, að sögn Moniku. „Ég var í heimsókn hjá systur minni og var spurð hvort ég vildi taka þátt, mig hafði einmitt langað að starfa á alþjóðavettvangi og þarna kom þetta til mín. Við konurnar hittumst á níu mánaða fresti og fyrir utan stofnfundinn höfum við verið í Þýskalandi, Noregi, Ítalíu og Litháen. Þær sem bjóða heim gera það af frjálsum vilja og nú fannst mér ég vera tilbúin. Því eru þessar konur komnar til Íslands. Ég ákvað strax að hafa þema dagskrárinnar frið því við Íslendingar búum í herlausu landi og erum laus við vopnaframleiðslu. Valdi dagsetningu níu mánuði fram í tímann og það fallega gerðist að ég hitti einmitt á alþjóðlega friðardaginn. Þegar ég áttaði mig á því sat ég fyrir framan tölvuna og sagði bara takk, takk.“ Monika segir mörg spor og símtöl að baki við að skipuleggja þingið. „Þessar konur hafa ekki efni á að borga 100 þúsund fyrir gistingu í þrjár nætur en vinkona mín kom með þá frábæru hugmynd að fá inni í sumarbúðunum í Reykjadal. Það gekk og er alveg draumur, þar er allt til alls og peningurinn okkar fer beint í barnastarfið en ekki arðgreiðslur til hóteleigenda. Falleg hringrás. Eini gallinn er sá að ekki eru almenningssamgöngur á staðinn en það leysist.“ Á sunnudagsmorgun verður þakklætisathöfn í grennd við Krísuvík, nánar tiltekið við Bleikhól. „Það er komið að þeim hól rétt áður en komið er til Krýsuvíkur og það er skilti við veginn. Á Bleikhóli hefur verið ræktað upp risastórt grænt hjarta og framan við það ætlum við að bera fram þakklæti til móður jarðar fyrir hennar skilyrðislausu ást. Góð orka skiptir máli. Þegar ég fór að skoða staðinn með einni úr hópnum sáum við að það er fullt af litlum hjörtum á jörðinni, þegar að er gáð. Alveg ótrúlegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira