Segja Kínverja pynta mótmælendur í Hong Kong Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2019 10:53 Mótmælin hófust vegna lagafrumvarps um að hægt væri að framselja íbúa Hong Kong til meginlands Kína, verði óskað eftir því í Peking. Frumvarpið hefur verið fellt niður en mótmælin fóru að snúast um almennar umbætur varðandi lýðræði í Hong Kong. AP/Kin Cheung Mannréttindasamtökin Amnesty International saka yfirvöld Kína og lögregluna í Hong Kong um að pynta og misþyrma mótmælendum. Í skýrslu sem samtökin birtu í gær segir að rannsókn hafi leitt í ljós að fólk sem hafi verið handtekið hafi verið pyntað í haldi. Rætt var við rúmlega tuttugu aðila sem höfðu verið handteknir auk lögfræðinga, starfsfólk í heilbrigðisþjónustu og fleiri. Nicholas Bequelin, yfirmaður Amnesty í Austur-Asíu, segir niðurstöðurnar afgerandi. Lögregluþjónar í Hong Kong hafi hagað sér með óviðeigandi hætti. Handtekið fólk af handahófi og gengið í skrokk á því á bakvið luktar dyr. Frá því umfangsmikil mótmæli hófust í Hong Kong hafa minnst 1.300 verið handtekin samkvæmt samtökunum. Þau saka lögregluna um ofbeitingu valds og segja þá hafa farið of hart gegn friðsömum mótmælendum. Þó sé ljóst að ofbeldi hafi aukist veggja vegna að undanförnu. Mótmælin hófust vegna lagafrumvarps um að hægt væri að framselja íbúa Hong Kong til meginlands Kína, verði óskað eftir því í Peking. Frumvarpið hefur verið fellt niður en mótmælin fóru að snúast um almennar umbætur varðandi lýðræði í Hong Kong.Lögreglan segir þó að lögregluþjónar hafi sýnt hófsemi í valdbeitingu þrátt fyrir síaukið ofbeldi mótmælenda. Reuters vitnar í viðbrögð lögreglunnar við skýrslu Amnesty og að í yfirlýsingu segi að lögreglan virði réttindi þeirra sem eru handteknir.Þá segir lögreglan að tæplega 240 lögregluþjónar hafi særst í átökum við mótmælendur. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Kölluðu eftir aðstoð Breta daginn eftir átakasöm mótmæli Hundruð mótmælenda söfnuðust fyrir framan bresku ræðismannsskrifstofuna í Hong Kong í dag og kölluðu eftir því að Bretar myndu koma íbúum þessar gömlu nýlendu sinnar til aðstoðar. 15. september 2019 11:04 Nemendur Hong Kong skrópa á fyrsta skóladegi Námsmenn í Hong Kong sem mótmælt hafa alræðistilburðum Kínverja í borginni skrópuðu í skólanum í morgun á fyrsta degi nýs skólaárs og héldu mótmælastöðu sinni áfram eftir víðtæk mótmæli um helgina þar sem kom til harðra átaka víða. 2. september 2019 09:15 Lögregla sást berja mótmælendur ítrekað með kylfum í lestarvagni „Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu í Hong Kong 31. ágúst 2019 22:46 Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16 Mótmælendur biðluðu til Trump um að frelsa Hong Kong Einnig var óskað eftir því að bandaríska þingið beiti ráðamönnum í Hong Kong og Kína efnahagsþvingunum fyrir að að hafa beitt sér gegn mannréttindum og lýðræði í borginni. 8. september 2019 13:45 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Mannréttindasamtökin Amnesty International saka yfirvöld Kína og lögregluna í Hong Kong um að pynta og misþyrma mótmælendum. Í skýrslu sem samtökin birtu í gær segir að rannsókn hafi leitt í ljós að fólk sem hafi verið handtekið hafi verið pyntað í haldi. Rætt var við rúmlega tuttugu aðila sem höfðu verið handteknir auk lögfræðinga, starfsfólk í heilbrigðisþjónustu og fleiri. Nicholas Bequelin, yfirmaður Amnesty í Austur-Asíu, segir niðurstöðurnar afgerandi. Lögregluþjónar í Hong Kong hafi hagað sér með óviðeigandi hætti. Handtekið fólk af handahófi og gengið í skrokk á því á bakvið luktar dyr. Frá því umfangsmikil mótmæli hófust í Hong Kong hafa minnst 1.300 verið handtekin samkvæmt samtökunum. Þau saka lögregluna um ofbeitingu valds og segja þá hafa farið of hart gegn friðsömum mótmælendum. Þó sé ljóst að ofbeldi hafi aukist veggja vegna að undanförnu. Mótmælin hófust vegna lagafrumvarps um að hægt væri að framselja íbúa Hong Kong til meginlands Kína, verði óskað eftir því í Peking. Frumvarpið hefur verið fellt niður en mótmælin fóru að snúast um almennar umbætur varðandi lýðræði í Hong Kong.Lögreglan segir þó að lögregluþjónar hafi sýnt hófsemi í valdbeitingu þrátt fyrir síaukið ofbeldi mótmælenda. Reuters vitnar í viðbrögð lögreglunnar við skýrslu Amnesty og að í yfirlýsingu segi að lögreglan virði réttindi þeirra sem eru handteknir.Þá segir lögreglan að tæplega 240 lögregluþjónar hafi særst í átökum við mótmælendur.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Kölluðu eftir aðstoð Breta daginn eftir átakasöm mótmæli Hundruð mótmælenda söfnuðust fyrir framan bresku ræðismannsskrifstofuna í Hong Kong í dag og kölluðu eftir því að Bretar myndu koma íbúum þessar gömlu nýlendu sinnar til aðstoðar. 15. september 2019 11:04 Nemendur Hong Kong skrópa á fyrsta skóladegi Námsmenn í Hong Kong sem mótmælt hafa alræðistilburðum Kínverja í borginni skrópuðu í skólanum í morgun á fyrsta degi nýs skólaárs og héldu mótmælastöðu sinni áfram eftir víðtæk mótmæli um helgina þar sem kom til harðra átaka víða. 2. september 2019 09:15 Lögregla sást berja mótmælendur ítrekað með kylfum í lestarvagni „Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu í Hong Kong 31. ágúst 2019 22:46 Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16 Mótmælendur biðluðu til Trump um að frelsa Hong Kong Einnig var óskað eftir því að bandaríska þingið beiti ráðamönnum í Hong Kong og Kína efnahagsþvingunum fyrir að að hafa beitt sér gegn mannréttindum og lýðræði í borginni. 8. september 2019 13:45 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Kölluðu eftir aðstoð Breta daginn eftir átakasöm mótmæli Hundruð mótmælenda söfnuðust fyrir framan bresku ræðismannsskrifstofuna í Hong Kong í dag og kölluðu eftir því að Bretar myndu koma íbúum þessar gömlu nýlendu sinnar til aðstoðar. 15. september 2019 11:04
Nemendur Hong Kong skrópa á fyrsta skóladegi Námsmenn í Hong Kong sem mótmælt hafa alræðistilburðum Kínverja í borginni skrópuðu í skólanum í morgun á fyrsta degi nýs skólaárs og héldu mótmælastöðu sinni áfram eftir víðtæk mótmæli um helgina þar sem kom til harðra átaka víða. 2. september 2019 09:15
Lögregla sást berja mótmælendur ítrekað með kylfum í lestarvagni „Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu í Hong Kong 31. ágúst 2019 22:46
Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16
Mótmælendur biðluðu til Trump um að frelsa Hong Kong Einnig var óskað eftir því að bandaríska þingið beiti ráðamönnum í Hong Kong og Kína efnahagsþvingunum fyrir að að hafa beitt sér gegn mannréttindum og lýðræði í borginni. 8. september 2019 13:45