Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir Tansaníu ekki veita nægar upplýsingar um ebólu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 12:19 Heilbrigðisstarfsmaður heldur á barni sem talið er vera sýkt af ebólu. getty/John Moore Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur ávítað Tansaníu fyrir að hafa ekki veitt upplýsingar um möguleg ebólu smit þar í landi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. WHO segir að þeim hafi borist tilkynning um þrjú dauðsföll, sem grunað er að séu af völdum ebólu sýkinga, í borginni Dar es Salaam en þeim hafi ekki verið veittar neinar upplýsingar þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Yfirvöld í Tansaníu segja að engin grunuð né staðfest tilfelli af ebólu hafi komið upp í landinu. Meira en tvö þúsund manns hafa látist í nýjasta ebólufaraldrinum í austurhluta Austur-Kongó og berjast nú yfirvöld í Úganda við það að reyna að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins. Ebólufaraldurinn sem reið yfir vesturhluta Afríku frá 2014 til 2016 dró meira en 11.000 manns til dauða.Tansanía veitir engar upplýsingar WHO tilkynnti á laugardag að þeim hafi borist fregnir þann 10. september um möguleg smit í Dar es Salaam, sem er fjölmennasta borg Tansaníu, en það væri fyrsta ebólusmitið í landinu. Einn þeirra sem hafa látist í Tansaníu ferðaðist til Úganda, fékk einkenni ebólu í ágúst og hafi greinst með smitið og svo látist þann 8. september. Í tilkynningunni sagði að þeir einstaklingar sem höfðu verið í návígi við konuna hafi verið settir í einangrun. Þá sagði í tilkynningunni að tvær óstaðfestar tilkynningar hafi borist um tvö önnur möguleg dauðsföll af völdum ebólu. „Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ekki fengið frekari upplýsingar um neitt þessara mála frá yfirvöldum í Tansaníu,“ sagði í tilkynningunni.„Upplýsingarnar frá tansanískum yfirvöldum eru mjög takmarkaðar sem kemur í veg fyrir að hægt sé að meta ógnina sem tilfellin gætu skapað,“ var bætt við. Yfirvöld í Tansaníu sögðu þann 14. september að engin staðfest tilfelli af ebólusmiti hafi komið upp í landinu. Hins vegar var ekkert minnst á konuna sem WHO talaði um í sinni tilkynningu og engar frekari upplýsingar voru veittar. Í síðustu viku gagnrýndi heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Alex Azar, Tansaníu fyrir að hafa ekki birt upplýsingar um möguleg smit. Ferðamennska er einn stærsti iðnaðurinn í Tansaníu en líklegt er að staðfest tilfelli ebólu myndu draga úr fjölda ferðamanna í landinu.Stærsti ebólufaraldur í sögu Austur-Kongó Ebólufaraldurinn braust út í austurhluta Austur-Kongó í ágúst á síðasta ári og er stærsti ebólufaraldurinn af tíu sem hefur riðið yfir landið síðan árið 1976, þegar vírusinn var uppgötvaður. WHO lýsti yfir neyðarástandi í landinu í júlí og sagði faraldurinn vera alþjóðlegt áhyggjuefni. Meira en 3.000 manns hafa smitast og meira en 2.000 manns látist. Nágrannaþjóðir Austur-Kongó eru í mikilli viðbragðsstöðu og hafa fjórar manneskjur í Úganda dáið eftir að hafa greinst með sýkinguna. Úganda hefur sett upp greiningarstöðvar við landamæri sín sem hafa hjálpað gífurlega. Austur-Kongó Ebóla Tansanía Úganda Tengdar fréttir Landamæri Rúanda og Austur-Kongó opnuð að nýju Stjórnvöld í Rúanda lokuðu landamærunum tímabundið vegna ebólufaraldursins sem nú geisar í Austur-Kongó. 1. ágúst 2019 20:21 Nýtt ebólulyf lofi góðu Ný lyf gegn ebólu gefa vonir um að hægt sé að lækna sjúkdóminn og fyrirbyggja í framtíðinni. 13. ágúst 2019 07:03 Staðfesta annað tilfelli ebólu í milljónaborg í Austur-Kongó Annað tilfelli ebólu hefur verið staðfest í borginni Goma í Austur-Kongó. 30. júlí 2019 23:29 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur ávítað Tansaníu fyrir að hafa ekki veitt upplýsingar um möguleg ebólu smit þar í landi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. WHO segir að þeim hafi borist tilkynning um þrjú dauðsföll, sem grunað er að séu af völdum ebólu sýkinga, í borginni Dar es Salaam en þeim hafi ekki verið veittar neinar upplýsingar þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Yfirvöld í Tansaníu segja að engin grunuð né staðfest tilfelli af ebólu hafi komið upp í landinu. Meira en tvö þúsund manns hafa látist í nýjasta ebólufaraldrinum í austurhluta Austur-Kongó og berjast nú yfirvöld í Úganda við það að reyna að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins. Ebólufaraldurinn sem reið yfir vesturhluta Afríku frá 2014 til 2016 dró meira en 11.000 manns til dauða.Tansanía veitir engar upplýsingar WHO tilkynnti á laugardag að þeim hafi borist fregnir þann 10. september um möguleg smit í Dar es Salaam, sem er fjölmennasta borg Tansaníu, en það væri fyrsta ebólusmitið í landinu. Einn þeirra sem hafa látist í Tansaníu ferðaðist til Úganda, fékk einkenni ebólu í ágúst og hafi greinst með smitið og svo látist þann 8. september. Í tilkynningunni sagði að þeir einstaklingar sem höfðu verið í návígi við konuna hafi verið settir í einangrun. Þá sagði í tilkynningunni að tvær óstaðfestar tilkynningar hafi borist um tvö önnur möguleg dauðsföll af völdum ebólu. „Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ekki fengið frekari upplýsingar um neitt þessara mála frá yfirvöldum í Tansaníu,“ sagði í tilkynningunni.„Upplýsingarnar frá tansanískum yfirvöldum eru mjög takmarkaðar sem kemur í veg fyrir að hægt sé að meta ógnina sem tilfellin gætu skapað,“ var bætt við. Yfirvöld í Tansaníu sögðu þann 14. september að engin staðfest tilfelli af ebólusmiti hafi komið upp í landinu. Hins vegar var ekkert minnst á konuna sem WHO talaði um í sinni tilkynningu og engar frekari upplýsingar voru veittar. Í síðustu viku gagnrýndi heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Alex Azar, Tansaníu fyrir að hafa ekki birt upplýsingar um möguleg smit. Ferðamennska er einn stærsti iðnaðurinn í Tansaníu en líklegt er að staðfest tilfelli ebólu myndu draga úr fjölda ferðamanna í landinu.Stærsti ebólufaraldur í sögu Austur-Kongó Ebólufaraldurinn braust út í austurhluta Austur-Kongó í ágúst á síðasta ári og er stærsti ebólufaraldurinn af tíu sem hefur riðið yfir landið síðan árið 1976, þegar vírusinn var uppgötvaður. WHO lýsti yfir neyðarástandi í landinu í júlí og sagði faraldurinn vera alþjóðlegt áhyggjuefni. Meira en 3.000 manns hafa smitast og meira en 2.000 manns látist. Nágrannaþjóðir Austur-Kongó eru í mikilli viðbragðsstöðu og hafa fjórar manneskjur í Úganda dáið eftir að hafa greinst með sýkinguna. Úganda hefur sett upp greiningarstöðvar við landamæri sín sem hafa hjálpað gífurlega.
Austur-Kongó Ebóla Tansanía Úganda Tengdar fréttir Landamæri Rúanda og Austur-Kongó opnuð að nýju Stjórnvöld í Rúanda lokuðu landamærunum tímabundið vegna ebólufaraldursins sem nú geisar í Austur-Kongó. 1. ágúst 2019 20:21 Nýtt ebólulyf lofi góðu Ný lyf gegn ebólu gefa vonir um að hægt sé að lækna sjúkdóminn og fyrirbyggja í framtíðinni. 13. ágúst 2019 07:03 Staðfesta annað tilfelli ebólu í milljónaborg í Austur-Kongó Annað tilfelli ebólu hefur verið staðfest í borginni Goma í Austur-Kongó. 30. júlí 2019 23:29 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Sjá meira
Landamæri Rúanda og Austur-Kongó opnuð að nýju Stjórnvöld í Rúanda lokuðu landamærunum tímabundið vegna ebólufaraldursins sem nú geisar í Austur-Kongó. 1. ágúst 2019 20:21
Nýtt ebólulyf lofi góðu Ný lyf gegn ebólu gefa vonir um að hægt sé að lækna sjúkdóminn og fyrirbyggja í framtíðinni. 13. ágúst 2019 07:03
Staðfesta annað tilfelli ebólu í milljónaborg í Austur-Kongó Annað tilfelli ebólu hefur verið staðfest í borginni Goma í Austur-Kongó. 30. júlí 2019 23:29
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent