Brown var fyrr í mánuðinum kærður fyrir nauðgun á fyrrum einkaþjálfara sínum og eftir það riftu New England Patrios samningi sínum við útherjann.
Brown spilaði einn leik fyrir Patriots og var samtals í 11 daga hjá félaginu eftir að hafa yfirgefið Oakland Raiders.
Það var ekki eina vesenið sem Brown kom sér í því hann var einnig hafa sent hótanir í smáskilaboðum til málara. Hún sagðist einnig hafa verið áreitt.
Nú segist Brown vera hættur að spila í NFL-deildinni en hann sagði frá þessu á Twitter-síðu sinni en hann sagði að eigendur deildarinnar gætu hætt við samninga hvenær sem þeir vildu.
Will not be playing in the @NFL anymore these owners can cancel deals do whatever they want at anytime we will see if the @NFLPA hold them accountable sad they can just void guarantees anytime going on 40m 2 months will see if they pay up !
— AB (@AB84) September 22, 2019
Hann er einnig kominn með málið í ferli en hann var á risa samningi hjá Patriots og vonast eftir því að leikmannasamtökin skipi þeim að borga Brown samninginn sem þeir sömdu við hann um.
Brown er því nú án félags og segist vera hættur en spekingar ytra efast um að hann standi við stóru orðin. Önnur félög hafa óttast það að skrifa undir samning við hann þangað til rannsókn NFL-deildarinnar er lokið.