Handbolti

Seinni bylgjan: Hefðu ekki allir verið hræddir við þessa grettu?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Grímur í leikhléinu umtalaða.
Grímur í leikhléinu umtalaða. vísir/skjáskot
Seinni bylgjan: Hefðu ekki allir verið hræddir við þessa grettu?

Valur og Selfoss gerðu jafntefli í Origo-höllinni á laugardagskvöldið er liðin mættust í þriðju umferð Olís-deildar karla.

Íslandsmeistararnir voru nærri því búnir að kasta frá sér leiknum í síðari hálfleik og Grímur Hergeirsson, þjálfari Selfoss, tók því leikhlé.

Grímur var beittur við sína menn en Selfoss vann mínúturnar eftir leikhléið 15-10 og náði einu stigi út úr leiknum.

„Hefðu ekki allir orðið hræddir við þessa grettu sem hann setti upp þarna? Hann ýtir mönnum í gang og hann er að stíga upp sjálfur,“ sagði Guðlaugur Arnarsson.

„Hann nær að kveikja í þeim. Hann tekur leikhlé til þess að draga fram neistann í þeim sem var mjög mikilvægt.“

Jóhann Gunnar Einarsson lék svo skemmtilega eftir þjálfara Selfyssinga er hann ræddi um leikhléið.

„Hann fór ekki í neina taktík eða neitt slíkt. Það var bara ein breyting og svo: Eruði hættir? Nei, grimmd í þetta! Það þurfti ekkert meira,“ sagði Jóhann Gunnar er hann lék eftir Grím.

Innslagið má sjá hér að neðan.



Klippa: Seinni bylgjan: Leikhlé Selfoss



Fleiri fréttir

Sjá meira


×