Ísflix Ingva Hrafns boðar samkeppni við risana Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. september 2019 11:30 Jón Kristinn Snæhólm og Ingvi Hrafn Jónsson, hér á setti Hrafnaþings, eru tveir af hvatamönnum Ísflix. Hrafnaþing Íslensku efnisveitunni Ísflix verður ýtt úr vör þann 1. nóvember næstkomandi. Efnisveitan mun leggja höfuðáherslu á íslenska dagskrárgerð og verður aðgengileg öllum í gegnum smáforrit. Ekki verður innheimt neitt áskriftargjald eins og þekkist meðal annarra sambærilegra veitna. Að Ísflix, sem er skírskotun í hina vinsælu Netflix, standa tveir margreyndir fjölmiðlamenn; Ingvi Hrafn Jónsson og Jón Kristinn Snæhólm. Það skyldi því engan undra að frumburður efnisveitunnar, hinn svokallaði „pilot-þáttur Ísflix“ eins og Jón Kristinn orðar það, verður þjóðmálaþátturinn Hrafnaþing sem þeir félagar hafa haldið úti um árabil. „Þetta verður borgaraleg efnisveita,“ segir Jón Kristinn í samtali við Vísi. „Svona aðeins til hægri.“ Hann segir að aðstandendur Ísflix vinni nú baki brotnu að því að ganga frá lausum endum, enda aðeins rúmur mánuður til stefnu. Verið sé að leggja lokahönd á smáforritið, sem hægt verður að nálgast í snjallsjónvörpum og símum, auk þess sem verið sé að safna efni í sarpinn.Á Ísflix verður m.a. hægt að nálgast heimildarþætti, sem stjórnmálafræðiprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur veg og vanda af.fbl/ernirSUS og HHG Nú þegar sé þó búið að tryggja fjölbreytta, borgaralega dagskrárgerð sem aðgengileg verður frá fyrsta degi. Auk fyrrnefnds Hrafnaþings mun Ísflix bjóða upp á matreiðsluþætti, hlaðvörp (t.a.m. frá Sambandi ungra sjálfstæðismanna), heimildarþáttaröð úr smiðju Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar svo fátt eitt sé nefnt. Þá mun Ísflix jafnframt bjóða upp á beinar útsendingar og ætlar sér ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur í þeim efnum. Þannig ætlar Ísflix sér að vera með þjóðmálaþátt í beinni útsendingu alla sunnudaga - og um leið í beinni samkeppni við marga af þekktustu þjóðmálaþáttum landsins sam allir eru á sunnudögum; eins og Silfrið, Sprengisand og Víglínuna. Aðspurður segir Jón Kristinn að Ísflix óttist svo sannarlega ekki samkeppni við risana sem fyrir eru. Þrátt fyrir að íslensk dagskrárgerð verði í fyrirrúmi á Ísflix segir Jón Kristinn að efnisveitan muni njóta góðs af „góðum samböndum“ forsvarsmannanna við útlönd. Nefnir hann í því samhengi tengsl þeirra við breska íhaldsþingmanninn Daniel Hannan, sem reglulega sækir Ísland heim, en hann mun aðstoða Ísflix í erlendri efnisleit. „Hann er góður vinur minn,“ segir Jón Kristinn. Skjólshús dagskrárgerðarfólks Þrátt fyrir að Ísflix sé í grunninn borgaralega sinnuð undirstrikar Jón Kristinn að öllu áhugasömu dagskrárgerðarfólki sé velkomið að birta efni sitt í efnisveitunni - sama hvar það er á hinu pólitíska litrófi. Ísflix geti þannig verið hentugur vettvangur fyrir þau sem hafa átt erfitt með að hljóta náð fyrir augum ljósvakarisanna. Það yrði líka styrkleiki fyrir efnisveituna að áhugafólk um íslensk þjóðmál geti þar nálgast fjölbreytt, pólitískt efni. Sem fyrr segir verður Ísflix hleypt af stokkunum þann 1. nóvember næstkomandi. Jón Kristinn segist ekki efast um að það takist, þrátt fyrir að tíminn sé knappur, og bætir við að efnisveitan muni nú fara í nánari kynningu og auglýsingu eftir því sem nær útgáfunni dregur. Fjölmiðlar Netflix Samkeppnismál Tengdar fréttir Björn Ingi tekur yfir rekstur ÍNN Ingvi Hrafn mun halda áfram með Hrafnaþing. 12. október 2016 09:00 Útsendingum ÍNN hætt í kvöld Sjónvarpsstöðin hefur glímt við mikinn rekstrar- og skuldavanda um árabil. 16. nóvember 2017 14:07 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Íslensku efnisveitunni Ísflix verður ýtt úr vör þann 1. nóvember næstkomandi. Efnisveitan mun leggja höfuðáherslu á íslenska dagskrárgerð og verður aðgengileg öllum í gegnum smáforrit. Ekki verður innheimt neitt áskriftargjald eins og þekkist meðal annarra sambærilegra veitna. Að Ísflix, sem er skírskotun í hina vinsælu Netflix, standa tveir margreyndir fjölmiðlamenn; Ingvi Hrafn Jónsson og Jón Kristinn Snæhólm. Það skyldi því engan undra að frumburður efnisveitunnar, hinn svokallaði „pilot-þáttur Ísflix“ eins og Jón Kristinn orðar það, verður þjóðmálaþátturinn Hrafnaþing sem þeir félagar hafa haldið úti um árabil. „Þetta verður borgaraleg efnisveita,“ segir Jón Kristinn í samtali við Vísi. „Svona aðeins til hægri.“ Hann segir að aðstandendur Ísflix vinni nú baki brotnu að því að ganga frá lausum endum, enda aðeins rúmur mánuður til stefnu. Verið sé að leggja lokahönd á smáforritið, sem hægt verður að nálgast í snjallsjónvörpum og símum, auk þess sem verið sé að safna efni í sarpinn.Á Ísflix verður m.a. hægt að nálgast heimildarþætti, sem stjórnmálafræðiprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur veg og vanda af.fbl/ernirSUS og HHG Nú þegar sé þó búið að tryggja fjölbreytta, borgaralega dagskrárgerð sem aðgengileg verður frá fyrsta degi. Auk fyrrnefnds Hrafnaþings mun Ísflix bjóða upp á matreiðsluþætti, hlaðvörp (t.a.m. frá Sambandi ungra sjálfstæðismanna), heimildarþáttaröð úr smiðju Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar svo fátt eitt sé nefnt. Þá mun Ísflix jafnframt bjóða upp á beinar útsendingar og ætlar sér ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur í þeim efnum. Þannig ætlar Ísflix sér að vera með þjóðmálaþátt í beinni útsendingu alla sunnudaga - og um leið í beinni samkeppni við marga af þekktustu þjóðmálaþáttum landsins sam allir eru á sunnudögum; eins og Silfrið, Sprengisand og Víglínuna. Aðspurður segir Jón Kristinn að Ísflix óttist svo sannarlega ekki samkeppni við risana sem fyrir eru. Þrátt fyrir að íslensk dagskrárgerð verði í fyrirrúmi á Ísflix segir Jón Kristinn að efnisveitan muni njóta góðs af „góðum samböndum“ forsvarsmannanna við útlönd. Nefnir hann í því samhengi tengsl þeirra við breska íhaldsþingmanninn Daniel Hannan, sem reglulega sækir Ísland heim, en hann mun aðstoða Ísflix í erlendri efnisleit. „Hann er góður vinur minn,“ segir Jón Kristinn. Skjólshús dagskrárgerðarfólks Þrátt fyrir að Ísflix sé í grunninn borgaralega sinnuð undirstrikar Jón Kristinn að öllu áhugasömu dagskrárgerðarfólki sé velkomið að birta efni sitt í efnisveitunni - sama hvar það er á hinu pólitíska litrófi. Ísflix geti þannig verið hentugur vettvangur fyrir þau sem hafa átt erfitt með að hljóta náð fyrir augum ljósvakarisanna. Það yrði líka styrkleiki fyrir efnisveituna að áhugafólk um íslensk þjóðmál geti þar nálgast fjölbreytt, pólitískt efni. Sem fyrr segir verður Ísflix hleypt af stokkunum þann 1. nóvember næstkomandi. Jón Kristinn segist ekki efast um að það takist, þrátt fyrir að tíminn sé knappur, og bætir við að efnisveitan muni nú fara í nánari kynningu og auglýsingu eftir því sem nær útgáfunni dregur.
Fjölmiðlar Netflix Samkeppnismál Tengdar fréttir Björn Ingi tekur yfir rekstur ÍNN Ingvi Hrafn mun halda áfram með Hrafnaþing. 12. október 2016 09:00 Útsendingum ÍNN hætt í kvöld Sjónvarpsstöðin hefur glímt við mikinn rekstrar- og skuldavanda um árabil. 16. nóvember 2017 14:07 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Útsendingum ÍNN hætt í kvöld Sjónvarpsstöðin hefur glímt við mikinn rekstrar- og skuldavanda um árabil. 16. nóvember 2017 14:07