Enski boltinn

Einungis stjóri Gylfa ofar en Solskjær á lista yfir þá stjóra sem eru líklegastir til að fá sparkið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær á hliðarlínunni í leiknum gegn West Ham um helgina.
Solskjær á hliðarlínunni í leiknum gegn West Ham um helgina. vísir/getty
Marco Silva, stjóri Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, er samkvæmt veðbönkum líklegasti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni til þess að fá sparkið.

Tveggja marka tap Everton gegn nýliðum Sheffield united á heimavelli hjálpaði ekki Silva sem hefur einungis náð í sjö stig í fyrstu sex leikjunum.

Í öðru sætinu er Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, en hann „komst“ upp í annað sætið um helgina eftir að United tapaði 2-0 fyrir West Ham.









Norðmaðurinn hefur ekki tekist að vinna útileik í ensku úrvalsdeildinni síðan í febrúar og sitja þeir í 8. sæti deildarinnar eftir tvo sigurleiki í fyrstu átta leikjunum.

Sá þriðji líklegasti til þess að vera rekinn er Nuno Santo hjá Wolves, sá fjórði Mauricio Pochettino hjá Tottenham og sá fimmti hinn þaulreyndi Steve Bruce hjá Newcastle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×