Enski boltinn

Klopp og Rúnar Alex saman í Common Goal: Vefsíða samtakanna hrundi við komu Klopp

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp á hátíðinni í gær.
Klopp á hátíðinni í gær. vísir/getty
Jurgen Klopp greindi frá því að hann hafi gengið í samtökin Common Goal en hann greindi frá þessu í ræðu á lokahófi FIFA í gær.

Stjóri Liverpool var valinn besti stjóri ársins á síðustu leiktíð á glæsilegu hófi í Mílan í gær en í ræðu sinni sagði hann frá því að hann muni ganga í samtökin.

Meðlimir samtakanna gefa 1% launa sinna til góðgerðamála, svo börn sem minna mega sín geti spilað fótbolta. Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Nantes og íslenska landsliðsins, er í samtökunum.







Leikmaður Manchester United, Juan Mata, stofnaði samtökin en þar má einnig finna leikmenn eins og Megan Rapinoe, Giorgio Chiellini, Alex Morgan og Kasper Schmeichel.

Það eru ekki bara leikmenn sem eru í samtökunum því danska félagið FC Nordsjælland, fyrrum félag Rúnars, er með í samtökunum og landi Klopp frá Þýskalandi, Julian Nagelsmann, þjálfari Leipzig er einnig í samtökunum.

Innganga Klopp vakti mikla athygli því vefsíða samtakanna hrundi þegar tilkynnt var um inngöngu Þjóðverjans. Vinsæll er hann.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×