Danirnir hafa verið með VAR síðustu tvær leiktíðir þar sem dómarar hafa getað kíkt á vafasöm atvik en í sumar tóku þeir upp reglur sem svipar til þeirra sem eru við gildi í NFL-deildinni.
Þjálfararnir í deildinni gátu þá skorað á dómaranna að kíkja á vafasóman dóm í VARsjánni.
Þetta gekk ekki eins og vonir stóðu til og einungis mánuði eftir að deildin fór í gang eru þeir hættir með þessa nýju reglu.
After only a month the parties of Danish handball have chosen to stop using the new Video Challenge System (for the coaches in matches transmitted on TV) with immediate effect for the rest of the season. The decision comes after several unfortunate episodes with the system.
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) September 25, 2019
Rasmus Boysen greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni en þar segir hann að allt hafi verið mjög óskýrt í kringum ferlið.
Hann bendir á að síðustu tíu mínúturnar í Íslendingaslag GOG og Álaborgar hafi tekið 23 mínútur og að þetta hafi skemmt allt flæði í leiknum.
Danirnir halda þó áfram að nota VAR eins og við þekkjum hér á Íslandi.