Enski boltinn

Carragher segir að Glazer fjölskyldunni sé alveg sama um gengi Man. Utd á meðan félagið aflar tekna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það er mikill hiti undir Ed Woodward.
Það er mikill hiti undir Ed Woodward. vísir/getty
Jamie Carragher, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Liverpool, er ekki par hrifinn af Ed Woodward, stjórnarmanni Manchester United, og fær Ed skammir í hattinn frá Carragher ásamt Glazer-fjölskyldunni.

Rauðu djöflarnir hafa leitað logandi ljósi að nýjum yfirmanni knattspyrnumála en Carragher er ekki hrifinn af því hvernig Ed hefur unnið það mál.

„Nýlega höfum við séð Woodward haga sér eins og ofurstuðningsmaður United. Hann hitti fullt af goðsögnum hjá félaginu og reyndi að selja þeim að verða yfirmaður knattspyrnumála á félaginu,“ sagði Carragher.







„Enginn af þeim sem hann talaði við hefur reynslu af svona mikilvægu starfi í nútíma fótbolta. Alvöru eigendur myndu ekki samþykkja þessa hegðun sem leiðir til augljósrar niðurstöðu.“

Carragher beindi sér næst að Glazers-fjölskyldunni sem á Manchester United og segir fyrrum enski landsliðsmaðurinn að áhugi þeirra á liðinu sé ekki mikill.

„Glazers-fjölskyldan er alveg sama um United því þeir búa til peninga, sama hvað gengur á inn á vellinum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×