Kristín hættir hjá Fréttablaðinu Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2019 15:43 Kristín Þorsetinsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Kristín Þorsteinsdóttir hefur látið af störfum hjá Fréttablaðinu. Hún hefur verið útgefandi Fréttablaðsins síðustu ár og þar áður aðalritstjóri. Í bréfi sem Ingibjörg Pálmadóttir, stjórnarformaður og helmingseigandi í Torgi sem rekur Fréttablaðið, sendi á starfsmenn blaðsins í dag segir að starf útgefanda hafi einfaldast við sölu á eignum til Sýnar og hefur það því verið lagt niður í núverandi mynd. Allir rekstrarþættir starfsins færast til Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur, framkvæmdastjóra félagsins. Ingibjörg sjálf tekur við öðrum þáttum starfsins. Ingibjörg átti Torg í heild sinni þar til í júlí þegar Helgi Magnússon keypti helming félagsins.Sjá einnig: Helgi Magnússon kaupir helminginn í FréttablaðinuÍ færslu á Facebook-síðu sinni segir Kristín að um dýrðlega daga hafi verið að ræða, þó auðvitað hafi skipst á skin og skúrir. Hún stýrði fréttastofu 365 sem aðalritstjóri og útgefandi, og svo Fréttablaðinu, eftir að fyrirtækinu var skipt upp, í rúm fimm ár. „En nú skilur leiðir. Allt tekur enda. Vonandi tekur eitthvað nýtt og skemmtilegt við. Nóg er starfsorkan,“ skrifar Kristín. Kristín var á sínum tíma fréttamaður á Ríkisútvarpinu en varð síðar meðal annars kynningarfulltrúi Baugs þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður Ingibjargar, var forstjóri, og upplýsingafulltrúi Iceland Express. Hún sat í stjórn 365 miðla, tók við sem aðalritstjóri árið 2014 af Mikael Torfasyni. Hún hefur undanfarin ár verið útgefandi Fréttablaðsins. Þær breytingar urðu á eignarhaldi Torgs í sumar að Helgi Magnússon keypti helmingshlut í Torgi af Ingibjörgu Pálmadóttur. Kristín hefur verið í veikindaleyfi undanfarna mánuði og kveður nú Fréttablaðið. Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Kristín Þorsteinsdóttir hefur látið af störfum hjá Fréttablaðinu. Hún hefur verið útgefandi Fréttablaðsins síðustu ár og þar áður aðalritstjóri. Í bréfi sem Ingibjörg Pálmadóttir, stjórnarformaður og helmingseigandi í Torgi sem rekur Fréttablaðið, sendi á starfsmenn blaðsins í dag segir að starf útgefanda hafi einfaldast við sölu á eignum til Sýnar og hefur það því verið lagt niður í núverandi mynd. Allir rekstrarþættir starfsins færast til Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur, framkvæmdastjóra félagsins. Ingibjörg sjálf tekur við öðrum þáttum starfsins. Ingibjörg átti Torg í heild sinni þar til í júlí þegar Helgi Magnússon keypti helming félagsins.Sjá einnig: Helgi Magnússon kaupir helminginn í FréttablaðinuÍ færslu á Facebook-síðu sinni segir Kristín að um dýrðlega daga hafi verið að ræða, þó auðvitað hafi skipst á skin og skúrir. Hún stýrði fréttastofu 365 sem aðalritstjóri og útgefandi, og svo Fréttablaðinu, eftir að fyrirtækinu var skipt upp, í rúm fimm ár. „En nú skilur leiðir. Allt tekur enda. Vonandi tekur eitthvað nýtt og skemmtilegt við. Nóg er starfsorkan,“ skrifar Kristín. Kristín var á sínum tíma fréttamaður á Ríkisútvarpinu en varð síðar meðal annars kynningarfulltrúi Baugs þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður Ingibjargar, var forstjóri, og upplýsingafulltrúi Iceland Express. Hún sat í stjórn 365 miðla, tók við sem aðalritstjóri árið 2014 af Mikael Torfasyni. Hún hefur undanfarin ár verið útgefandi Fréttablaðsins. Þær breytingar urðu á eignarhaldi Torgs í sumar að Helgi Magnússon keypti helmingshlut í Torgi af Ingibjörgu Pálmadóttur. Kristín hefur verið í veikindaleyfi undanfarna mánuði og kveður nú Fréttablaðið.
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira