Kunni að flokka rusl við lausn úr fangelsi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. september 2019 08:44 Halldór segir að fangelsið glími við sömu úrgangsvandamál og sjúkrahús. Fréttablaðið/Stefán Rétt eins og margar aðrar opinberar stofnanir erum við að skoða hvaða skref við getum tekið,“ segir Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Litla-Hrauns. „Við hugsum þetta bæði út frá okkur sjálfum og vinnu fanga.“ Litla-Hraun er stærsti vinnustaðurinn á Eyrarbakka. Þar starfa 60 manns og fangar geta verið allt að 87. Halldór segir að ýmis atvinnutækifæri fyrir fanga felist í endurvinnsluverkefnum og þegar séu nokkur slík í gangi. Til dæmis starfa fangar við flokkun á málmum fyrir Íslenska gámafélagið og laga stikur fyrir Vegagerðina. Með þessum hætti skilar Litla-Hraun, sem vinnustaður, ábata í umhverfismálum fyrir samfélagið allt. Halldór segir að verkefninu fylgi áskoranir. „Hérna inni er mikið af mönnum sem eru misvel þjálfaðir í að flokka rusl. Rétt eins og sjúkrahúsin sitjum við uppi með sóttmengaðan úrgang. Við þurfum að gæta ítrasta hreinlætis og notum mikið af plasti og einnota hlutum. Það getur verið flókið að samþætta þetta við umhverfissjónarmið,“ segir hann. Í dag fer fram kvikmyndahátíðin Brim, þar sem umhverfismál og sérstaklega plastnotkun er meginumfjöllunarefnið. Halldór mun flytja erindi á hátíðinni um umhverfismál og fangelsi. „Við höfum ekki enn tekið stór skref í endurvinnslu í okkar daglega lífi. Með þátttökunni erum við að setja þrýsting á okkur sjálf að taka stærri skref,“ segir Halldór. „Það er hröð þróun í endurvinnsluhugsun í öllu samfélaginu og við berum kannski töluverða ábyrgð á okkar skjólstæðingum, að þeir kunni að henda rusli þegar þeir koma út.“ Guðmundur Ármann Pétursson hratt kvikmyndahátíðinni af stað. „Við erum ekki með neitt kvikmyndahús þannig að við sýnum hér og þar um allt þorpið. Þetta er orðið eins konar samfélagsverkefni,“ segir hann. Þrjár erlendar heimildamyndir verða sýndar, Bag It, A Plastic Ocean og Albatross, og einnig mun unglingastig Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri sýna eigin stuttmynd um plastmengun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra opnar hátíðina og auk Halldórs verða fleiri fyrirlesarar. Þá mun sveitarfélagið Árborg standa að strandhreinsunardeginum í samstarfi við björgunarsveitina Björg. Aðgangur á alla viðburði er ókeypis. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Umhverfismál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Rétt eins og margar aðrar opinberar stofnanir erum við að skoða hvaða skref við getum tekið,“ segir Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Litla-Hrauns. „Við hugsum þetta bæði út frá okkur sjálfum og vinnu fanga.“ Litla-Hraun er stærsti vinnustaðurinn á Eyrarbakka. Þar starfa 60 manns og fangar geta verið allt að 87. Halldór segir að ýmis atvinnutækifæri fyrir fanga felist í endurvinnsluverkefnum og þegar séu nokkur slík í gangi. Til dæmis starfa fangar við flokkun á málmum fyrir Íslenska gámafélagið og laga stikur fyrir Vegagerðina. Með þessum hætti skilar Litla-Hraun, sem vinnustaður, ábata í umhverfismálum fyrir samfélagið allt. Halldór segir að verkefninu fylgi áskoranir. „Hérna inni er mikið af mönnum sem eru misvel þjálfaðir í að flokka rusl. Rétt eins og sjúkrahúsin sitjum við uppi með sóttmengaðan úrgang. Við þurfum að gæta ítrasta hreinlætis og notum mikið af plasti og einnota hlutum. Það getur verið flókið að samþætta þetta við umhverfissjónarmið,“ segir hann. Í dag fer fram kvikmyndahátíðin Brim, þar sem umhverfismál og sérstaklega plastnotkun er meginumfjöllunarefnið. Halldór mun flytja erindi á hátíðinni um umhverfismál og fangelsi. „Við höfum ekki enn tekið stór skref í endurvinnslu í okkar daglega lífi. Með þátttökunni erum við að setja þrýsting á okkur sjálf að taka stærri skref,“ segir Halldór. „Það er hröð þróun í endurvinnsluhugsun í öllu samfélaginu og við berum kannski töluverða ábyrgð á okkar skjólstæðingum, að þeir kunni að henda rusli þegar þeir koma út.“ Guðmundur Ármann Pétursson hratt kvikmyndahátíðinni af stað. „Við erum ekki með neitt kvikmyndahús þannig að við sýnum hér og þar um allt þorpið. Þetta er orðið eins konar samfélagsverkefni,“ segir hann. Þrjár erlendar heimildamyndir verða sýndar, Bag It, A Plastic Ocean og Albatross, og einnig mun unglingastig Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri sýna eigin stuttmynd um plastmengun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra opnar hátíðina og auk Halldórs verða fleiri fyrirlesarar. Þá mun sveitarfélagið Árborg standa að strandhreinsunardeginum í samstarfi við björgunarsveitina Björg. Aðgangur á alla viðburði er ókeypis.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Umhverfismál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira