Kunni að flokka rusl við lausn úr fangelsi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. september 2019 08:44 Halldór segir að fangelsið glími við sömu úrgangsvandamál og sjúkrahús. Fréttablaðið/Stefán Rétt eins og margar aðrar opinberar stofnanir erum við að skoða hvaða skref við getum tekið,“ segir Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Litla-Hrauns. „Við hugsum þetta bæði út frá okkur sjálfum og vinnu fanga.“ Litla-Hraun er stærsti vinnustaðurinn á Eyrarbakka. Þar starfa 60 manns og fangar geta verið allt að 87. Halldór segir að ýmis atvinnutækifæri fyrir fanga felist í endurvinnsluverkefnum og þegar séu nokkur slík í gangi. Til dæmis starfa fangar við flokkun á málmum fyrir Íslenska gámafélagið og laga stikur fyrir Vegagerðina. Með þessum hætti skilar Litla-Hraun, sem vinnustaður, ábata í umhverfismálum fyrir samfélagið allt. Halldór segir að verkefninu fylgi áskoranir. „Hérna inni er mikið af mönnum sem eru misvel þjálfaðir í að flokka rusl. Rétt eins og sjúkrahúsin sitjum við uppi með sóttmengaðan úrgang. Við þurfum að gæta ítrasta hreinlætis og notum mikið af plasti og einnota hlutum. Það getur verið flókið að samþætta þetta við umhverfissjónarmið,“ segir hann. Í dag fer fram kvikmyndahátíðin Brim, þar sem umhverfismál og sérstaklega plastnotkun er meginumfjöllunarefnið. Halldór mun flytja erindi á hátíðinni um umhverfismál og fangelsi. „Við höfum ekki enn tekið stór skref í endurvinnslu í okkar daglega lífi. Með þátttökunni erum við að setja þrýsting á okkur sjálf að taka stærri skref,“ segir Halldór. „Það er hröð þróun í endurvinnsluhugsun í öllu samfélaginu og við berum kannski töluverða ábyrgð á okkar skjólstæðingum, að þeir kunni að henda rusli þegar þeir koma út.“ Guðmundur Ármann Pétursson hratt kvikmyndahátíðinni af stað. „Við erum ekki með neitt kvikmyndahús þannig að við sýnum hér og þar um allt þorpið. Þetta er orðið eins konar samfélagsverkefni,“ segir hann. Þrjár erlendar heimildamyndir verða sýndar, Bag It, A Plastic Ocean og Albatross, og einnig mun unglingastig Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri sýna eigin stuttmynd um plastmengun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra opnar hátíðina og auk Halldórs verða fleiri fyrirlesarar. Þá mun sveitarfélagið Árborg standa að strandhreinsunardeginum í samstarfi við björgunarsveitina Björg. Aðgangur á alla viðburði er ókeypis. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Umhverfismál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Rétt eins og margar aðrar opinberar stofnanir erum við að skoða hvaða skref við getum tekið,“ segir Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Litla-Hrauns. „Við hugsum þetta bæði út frá okkur sjálfum og vinnu fanga.“ Litla-Hraun er stærsti vinnustaðurinn á Eyrarbakka. Þar starfa 60 manns og fangar geta verið allt að 87. Halldór segir að ýmis atvinnutækifæri fyrir fanga felist í endurvinnsluverkefnum og þegar séu nokkur slík í gangi. Til dæmis starfa fangar við flokkun á málmum fyrir Íslenska gámafélagið og laga stikur fyrir Vegagerðina. Með þessum hætti skilar Litla-Hraun, sem vinnustaður, ábata í umhverfismálum fyrir samfélagið allt. Halldór segir að verkefninu fylgi áskoranir. „Hérna inni er mikið af mönnum sem eru misvel þjálfaðir í að flokka rusl. Rétt eins og sjúkrahúsin sitjum við uppi með sóttmengaðan úrgang. Við þurfum að gæta ítrasta hreinlætis og notum mikið af plasti og einnota hlutum. Það getur verið flókið að samþætta þetta við umhverfissjónarmið,“ segir hann. Í dag fer fram kvikmyndahátíðin Brim, þar sem umhverfismál og sérstaklega plastnotkun er meginumfjöllunarefnið. Halldór mun flytja erindi á hátíðinni um umhverfismál og fangelsi. „Við höfum ekki enn tekið stór skref í endurvinnslu í okkar daglega lífi. Með þátttökunni erum við að setja þrýsting á okkur sjálf að taka stærri skref,“ segir Halldór. „Það er hröð þróun í endurvinnsluhugsun í öllu samfélaginu og við berum kannski töluverða ábyrgð á okkar skjólstæðingum, að þeir kunni að henda rusli þegar þeir koma út.“ Guðmundur Ármann Pétursson hratt kvikmyndahátíðinni af stað. „Við erum ekki með neitt kvikmyndahús þannig að við sýnum hér og þar um allt þorpið. Þetta er orðið eins konar samfélagsverkefni,“ segir hann. Þrjár erlendar heimildamyndir verða sýndar, Bag It, A Plastic Ocean og Albatross, og einnig mun unglingastig Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri sýna eigin stuttmynd um plastmengun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra opnar hátíðina og auk Halldórs verða fleiri fyrirlesarar. Þá mun sveitarfélagið Árborg standa að strandhreinsunardeginum í samstarfi við björgunarsveitina Björg. Aðgangur á alla viðburði er ókeypis.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Umhverfismál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent