„Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2019 12:00 Með því að fara með MAX-vélarnar til Frakklands ætlar Icelandair að koma í veg fyrir slit á vélunum sem hefði annars mögulega orðið í veðráttunni á Íslandi. Vísir/Vilhelm Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. Um er að ræða fimm Boeing 737 MAX-8 vélar og eina Max-9 vél en búið er að fá leyfi fyrir að fljúga MAX-8 vélunum til Toulouse í Frakklandi en ekki MAX-9. Icelandair hefur farið í gegnum flókna vinnu til að afla tilskilinna leyfa fyrir ferjufluginu því uppfylla þarf ströng skilyrði. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, segir vöntun á leyfi fyrir MAX-9 vélina stafa af því að hún er einfaldlega ekki tilbúin. „Við höfum verið að vinna í henni í sumar að setja í hana sæti og afþreyingarkerfi og annað og ekkert verið að leggja mikla áherslu á það. Hún er bara ekki tilbúin.“ Segir Jens að með því að geyma vélarnar í Toulouse sé komið í veg fyrir að þær verði fyrir mögulegum skemmdum í slæmu loftslagi á Íslandi á veturna. „Það er aðallega vindur og selta sem getur valdið flugvélum, kannski ekki alvarlegum skemmdum, en svona sliti og öðru sem gæti komið í bakið á okkur seinna meir.“ Búast má við að vélarnar fari af landi brott í fyrri hluta næstu viku og hefur þjálfun flugmanna staðið yfir fyrir þessa ferð. „Það er verið að endurþjálfa flugmenn sem hafa ekki flogið vélinni í marga mánuði. Það er bara verið að skerpa á þjálfuninni.“ 387 MAX-vélar frá 59 flugfélögum voru kyrrsettar fyrir hálfu ári vegna öryggisgalla sem kom í ljós eftir tvö flugslys sem kostuðu 346 manns lífið. Jens segir alveg óhætt að fljúga vélunum út. „Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt. Vélarnar hafa komið mjög vel út hjá okkur eins og fram hefur komið. En þar að auki eru mjög ítarleg skilyrði sem svona flug þarf að uppfylla. Meðal annars stillingar á vélum, flughæð og annað, sem á að koma í veg fyrir að þau kerfi sem talin eru hafa átt hlut að máli í þessum slysum geti látið á sér kræla.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair sagði í síðustu viku að félagið gerði enn ráð fyrir að MAX-vélarnar yrðu komnar í notkun á ný í janúar næstkomandi. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands í næstu viku Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. 27. september 2019 19:20 Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Sjá meira
Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. Um er að ræða fimm Boeing 737 MAX-8 vélar og eina Max-9 vél en búið er að fá leyfi fyrir að fljúga MAX-8 vélunum til Toulouse í Frakklandi en ekki MAX-9. Icelandair hefur farið í gegnum flókna vinnu til að afla tilskilinna leyfa fyrir ferjufluginu því uppfylla þarf ströng skilyrði. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, segir vöntun á leyfi fyrir MAX-9 vélina stafa af því að hún er einfaldlega ekki tilbúin. „Við höfum verið að vinna í henni í sumar að setja í hana sæti og afþreyingarkerfi og annað og ekkert verið að leggja mikla áherslu á það. Hún er bara ekki tilbúin.“ Segir Jens að með því að geyma vélarnar í Toulouse sé komið í veg fyrir að þær verði fyrir mögulegum skemmdum í slæmu loftslagi á Íslandi á veturna. „Það er aðallega vindur og selta sem getur valdið flugvélum, kannski ekki alvarlegum skemmdum, en svona sliti og öðru sem gæti komið í bakið á okkur seinna meir.“ Búast má við að vélarnar fari af landi brott í fyrri hluta næstu viku og hefur þjálfun flugmanna staðið yfir fyrir þessa ferð. „Það er verið að endurþjálfa flugmenn sem hafa ekki flogið vélinni í marga mánuði. Það er bara verið að skerpa á þjálfuninni.“ 387 MAX-vélar frá 59 flugfélögum voru kyrrsettar fyrir hálfu ári vegna öryggisgalla sem kom í ljós eftir tvö flugslys sem kostuðu 346 manns lífið. Jens segir alveg óhætt að fljúga vélunum út. „Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt. Vélarnar hafa komið mjög vel út hjá okkur eins og fram hefur komið. En þar að auki eru mjög ítarleg skilyrði sem svona flug þarf að uppfylla. Meðal annars stillingar á vélum, flughæð og annað, sem á að koma í veg fyrir að þau kerfi sem talin eru hafa átt hlut að máli í þessum slysum geti látið á sér kræla.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair sagði í síðustu viku að félagið gerði enn ráð fyrir að MAX-vélarnar yrðu komnar í notkun á ný í janúar næstkomandi.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands í næstu viku Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. 27. september 2019 19:20 Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Sjá meira
Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands í næstu viku Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. 27. september 2019 19:20
Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28