Risavaxin reikistjarna veldur heilabrotum Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2019 14:30 Teikning listamanns af hvernig gasrisinn GJ3512b gæti litið út á braut um móðurstjörnu sína. Háskólinn í Bern/CARMENES/RenderArea/J. Bollaín/C. Gallego Fjarreikistjarna sem stjörnufræðingar fundu er svo stór að hún ætti ekki að geta verið til samkvæmt kenningum um myndun og þróun reikistjarna. Hlutfallslega er reikistjarnan mun stærri borið saman við móðurstjörnu sína en Júpíter og sólin. Gasrisinn gengur á braut um stjörnuna GJ3512 sem er svonefndur rauður dvergur, algengasta tegund stjörnu í alheiminum, í um 39 ljósára fjarlægð frá jöðinni. Massi hans er aðeins um tíundi hluti af massa sólarinnar okkar. Reikistjarnan er afar stór í samanburði við móðurstjörnuna. Þannig er stjarnan um 270 sinnum massameiri en reikistjarnan en til samanburðar er sólin okkar um 1.050 sinnum massameiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar. Núverandi kenningar manna um hvernig reikistjörnur myndast úr gas- og rykskífum umhverfis rauða dverga gera ráð fyrir að þær ættu aðeins að vera á stærð við jörðina eða nokkru stærri. Massi reikistjörnunnar á braut um GJ3512 er hins vegar um það bil helmingurinn af massa Júpíters. Til samanburðar er Júpíter um 318 sinnum massameiri en jörðin. Vísindamenn frá Spáni og Þýskalandi birtu grein um uppgötvun sína í vísindaritinu Science í gær.Reynir á núverandi kenningar Almennt telja menn að reikistjörnur myndist í gas- og rykskýjum í kringum nýjar stjörnur þegar litlir hnullungar stækka smám saman í stærri hnetti. Fram að þessu hafa vísindamenn talið að stórar reikistjörnur myndist utarlega í nýjum sólkerfum. Ískjarnar safni til sín gasi hratt og vaxi í gas- og ísrisa. Alþjóðlegur hópur vísindamanna sem fann reikistjörnuna GJ3512b setur fram þá tilgátu að gas- og rykskífur utan um litlar stjörnur séu ekki nógu efnismiklar til að þetta gerist. Þeir telja líklegra að reikistjarnan GJ3512b hafi myndast hratt þegar hluti skífunnar féll saman undir eigin þunga. Það geti gerst í tilfellum þegar massi skífunnar er meiri en einn tíundi af massa móðurstjörnunnar. Þyngdarkraftur stjörnunnar dugi þá ekki til að halda skífunni stöðugri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Efni skífunnar dragist inn að stjörnunni þar sem það myndar klump sem þróast á endanum í reikistjörnu. Þetta ætti að gerast fjær stjörnunni á meðan hefðbundnari reikistjörnumyndun eigi sér stað nær henni. Þannig telja vísindamennirnir að GJ3512b hafi færst töluvert innar í sólkerfinu frá þeim stað þar sem hún myndaðist. GJ3512b gengur um móðurstjörnu sína á 204 dögum og er stærstan hluta þess tíma nær henni en Merkúríus, innsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar, er sólinni. Sérkennileg sporöskjulaga brautin er talin vísbending um að fleiri stórar reikistjörnur sé að finna í sólkerfinu sem hafi áhrif á braut GJ3512b. Hubert Klahr, einn höfunda rannsóknarinnar frá Max Plank-stjarnvísindastofnuninni í Þýskalandi segir að uppgötvun reikistjörnunnar þýði að vísindamenn þurfi að endurskoða líkön sín um hvernig reikistjörnum myndast. Geimurinn Vísindi Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Fjarreikistjarna sem stjörnufræðingar fundu er svo stór að hún ætti ekki að geta verið til samkvæmt kenningum um myndun og þróun reikistjarna. Hlutfallslega er reikistjarnan mun stærri borið saman við móðurstjörnu sína en Júpíter og sólin. Gasrisinn gengur á braut um stjörnuna GJ3512 sem er svonefndur rauður dvergur, algengasta tegund stjörnu í alheiminum, í um 39 ljósára fjarlægð frá jöðinni. Massi hans er aðeins um tíundi hluti af massa sólarinnar okkar. Reikistjarnan er afar stór í samanburði við móðurstjörnuna. Þannig er stjarnan um 270 sinnum massameiri en reikistjarnan en til samanburðar er sólin okkar um 1.050 sinnum massameiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar. Núverandi kenningar manna um hvernig reikistjörnur myndast úr gas- og rykskífum umhverfis rauða dverga gera ráð fyrir að þær ættu aðeins að vera á stærð við jörðina eða nokkru stærri. Massi reikistjörnunnar á braut um GJ3512 er hins vegar um það bil helmingurinn af massa Júpíters. Til samanburðar er Júpíter um 318 sinnum massameiri en jörðin. Vísindamenn frá Spáni og Þýskalandi birtu grein um uppgötvun sína í vísindaritinu Science í gær.Reynir á núverandi kenningar Almennt telja menn að reikistjörnur myndist í gas- og rykskýjum í kringum nýjar stjörnur þegar litlir hnullungar stækka smám saman í stærri hnetti. Fram að þessu hafa vísindamenn talið að stórar reikistjörnur myndist utarlega í nýjum sólkerfum. Ískjarnar safni til sín gasi hratt og vaxi í gas- og ísrisa. Alþjóðlegur hópur vísindamanna sem fann reikistjörnuna GJ3512b setur fram þá tilgátu að gas- og rykskífur utan um litlar stjörnur séu ekki nógu efnismiklar til að þetta gerist. Þeir telja líklegra að reikistjarnan GJ3512b hafi myndast hratt þegar hluti skífunnar féll saman undir eigin þunga. Það geti gerst í tilfellum þegar massi skífunnar er meiri en einn tíundi af massa móðurstjörnunnar. Þyngdarkraftur stjörnunnar dugi þá ekki til að halda skífunni stöðugri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Efni skífunnar dragist inn að stjörnunni þar sem það myndar klump sem þróast á endanum í reikistjörnu. Þetta ætti að gerast fjær stjörnunni á meðan hefðbundnari reikistjörnumyndun eigi sér stað nær henni. Þannig telja vísindamennirnir að GJ3512b hafi færst töluvert innar í sólkerfinu frá þeim stað þar sem hún myndaðist. GJ3512b gengur um móðurstjörnu sína á 204 dögum og er stærstan hluta þess tíma nær henni en Merkúríus, innsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar, er sólinni. Sérkennileg sporöskjulaga brautin er talin vísbending um að fleiri stórar reikistjörnur sé að finna í sólkerfinu sem hafi áhrif á braut GJ3512b. Hubert Klahr, einn höfunda rannsóknarinnar frá Max Plank-stjarnvísindastofnuninni í Þýskalandi segir að uppgötvun reikistjörnunnar þýði að vísindamenn þurfi að endurskoða líkön sín um hvernig reikistjörnum myndast.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira