Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2019 21:00 Þórarinn Hjálmarsson, flugstjóri hjá Icelandair. Vísir Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. Vélarnar hafa verið kyrrsettar í hálft ár eftir að tvær MAX-vélar fórust í Eþíópíu og Indónesíu. Fjórir flugstjórar Icelandair búa sig undir að flytja Boeing 737 MAX-8 vélar til Frakklands í næstu viku og er að mörgu að hyggja. Hafa þeir verið við þjálfun í flughermi í Hafnarfirði undanfarið til að undirbúa ferðina en vélarnar verða geymdar í borginni Toulouse til að forða þeim frá sliti sem getur orðið í slagviðri á Keflavíkurflugvelli. „Það er ekkert að óttast,“ segir Þórarinn Hjálmarsson flugstjóri hjá Icelandair. Uppfylla þarf ströng skilyrði til að fá að fljúga MAX-vélunum yfir Evrópu.Úr MAX-flugherminum í Hafnarfirði.„Við þurfum að fljúga með vængbörðin úti, eins lítil og hægt er, við þurfum að fara á minni hraða og við þurfum að vera í minni hæð heldur en gengur og gerist,“ segir Þórarinn. Með vængbörðin úti og vélina á sjálfstýringu er komið í veg fyrir að MCAS-hugbúnaðurinn, sem átti að koma í veg fyrir að MAX-vélarnar ofrísi, taki yfir. „Við eigum ekki að geta fengið þetta inn í þessu flugi, það er bara ekki hægt,“ segir Þórarinn.Ferðin tveimur tímum lengri Mun ferðin til Frakklands því taka tveimur tímum lengur en venjan er. Fljúga þarf undir 20 þúsund fetum og verður því ekki hægt að fara yfir veðrið. Þá hafa lönd sett sig á móti því að vélarnar fari þar yfir. „Í upphafi voru Írar og Bretar ekki hrifnir af því að fá okkur inn í þeirra lofthelgi en mér skilst að það sé eitthvað að liðkast til með það,“ segir Þórarinn.Regluverkið strangara í Evrópu Bendir Þórarinn á að regluverkið sé mun strangara í Evrópu en í Ameríku þar sem farið hefur verið með Max-vélar á milli í geymslu. „Ég veit að Kanadamenn og Ameríkanar eru að gera þetta öðruvísi, þeir eru með minni takmarkanir en við þurfum að lifa við." Þórarinn vonast til að vélarnar komist í gagnið á nýju ári og hefur fulla trú á þeim. „Ég myndi taka alla fjölskyldu mína með í svona flug,“ segir Þórarinn. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir „Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. 28. september 2019 12:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. Vélarnar hafa verið kyrrsettar í hálft ár eftir að tvær MAX-vélar fórust í Eþíópíu og Indónesíu. Fjórir flugstjórar Icelandair búa sig undir að flytja Boeing 737 MAX-8 vélar til Frakklands í næstu viku og er að mörgu að hyggja. Hafa þeir verið við þjálfun í flughermi í Hafnarfirði undanfarið til að undirbúa ferðina en vélarnar verða geymdar í borginni Toulouse til að forða þeim frá sliti sem getur orðið í slagviðri á Keflavíkurflugvelli. „Það er ekkert að óttast,“ segir Þórarinn Hjálmarsson flugstjóri hjá Icelandair. Uppfylla þarf ströng skilyrði til að fá að fljúga MAX-vélunum yfir Evrópu.Úr MAX-flugherminum í Hafnarfirði.„Við þurfum að fljúga með vængbörðin úti, eins lítil og hægt er, við þurfum að fara á minni hraða og við þurfum að vera í minni hæð heldur en gengur og gerist,“ segir Þórarinn. Með vængbörðin úti og vélina á sjálfstýringu er komið í veg fyrir að MCAS-hugbúnaðurinn, sem átti að koma í veg fyrir að MAX-vélarnar ofrísi, taki yfir. „Við eigum ekki að geta fengið þetta inn í þessu flugi, það er bara ekki hægt,“ segir Þórarinn.Ferðin tveimur tímum lengri Mun ferðin til Frakklands því taka tveimur tímum lengur en venjan er. Fljúga þarf undir 20 þúsund fetum og verður því ekki hægt að fara yfir veðrið. Þá hafa lönd sett sig á móti því að vélarnar fari þar yfir. „Í upphafi voru Írar og Bretar ekki hrifnir af því að fá okkur inn í þeirra lofthelgi en mér skilst að það sé eitthvað að liðkast til með það,“ segir Þórarinn.Regluverkið strangara í Evrópu Bendir Þórarinn á að regluverkið sé mun strangara í Evrópu en í Ameríku þar sem farið hefur verið með Max-vélar á milli í geymslu. „Ég veit að Kanadamenn og Ameríkanar eru að gera þetta öðruvísi, þeir eru með minni takmarkanir en við þurfum að lifa við." Þórarinn vonast til að vélarnar komist í gagnið á nýju ári og hefur fulla trú á þeim. „Ég myndi taka alla fjölskyldu mína með í svona flug,“ segir Þórarinn.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir „Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. 28. september 2019 12:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
„Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. 28. september 2019 12:00