Erlent

Vinkona Johnson sagði þau hafa átt í kynferðissambandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Johnson og bandamenn hans hafa sagt tímasetningu ásakana um samband hans við bandaríska athafnakonu tortryggilega í ljósi þess að landsþing Íhaldsflokksins hófst í dag.
Johnson og bandamenn hans hafa sagt tímasetningu ásakana um samband hans við bandaríska athafnakonu tortryggilega í ljósi þess að landsþing Íhaldsflokksins hófst í dag. AP/Matt Dunham
Bandarísk athafnakona og vinkona Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sögð hafa sagt vinum sínum að þau hafi átt í kynferðislegu sambandi þegar hann var borgarstjóri London. Forsætisráðherrann stendur nú frammi fyrir mögulegri lögreglurannsókn á að hann hafi sem borgarstjóri greitt götu vinkonu sinnar á óeðlilegan hátt.

Sunday Times heldur því fram að Jennifer Arcuri, fyrrverandi fyrirsæta og athafnakona, hafi trúað fjórum vinum sínum fyrir því að hún ætti í kynferðislegu sambandi við Johnson á sínum tíma.

Borgaryfirvöld í London vísuðu mögulegum embættisbrotum Johnson til eftirlitsstofnunar lögreglunnar á föstudag sem metur nú hvort ástæða sé til rannsóknar. Því er haldið fram að Arcuri og fyrirtæki hennar hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu hjá borginni í tíð Johnson. Hún hafi hlotið styrki og fengið að taka þátt í viðskiptasendinefndum sem Johnson stýrði.

Johnson hefur hafnað því að hafa gert nokkuð óviðeigandi í tengslum við Arcuri og fyrirtæki hennar. Hann hafi ekki átt í neinum hagsmunaárekstrum sem hann hefði þurft að gefa upp.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×