Sýndu fyrstu myndböndin í dómsal Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2024 13:01 Teiknuð mynd af þeim Gisele og Dominique Pelicot í dómsal í Frakklandi í vikunni. AP/Valentin Pasquier Þrjú af þeim fjölmörgu myndböndum sem Dominique Pelicot tók af því þegar hann eða tugir annarra manna nauðguðu eiginkonu hans, Gisele, voru sýnd í dómsal í Frakklandi í gær. Það var eftir að einn hinn fimmtíu manna sem hafa verið ákærðir í málinu sagðist ekki hafa nauðgað Gisele. Jacques C. er 72 ára gamall maður sem staðhæfði í dómsal í gær að hann bæri gífurlega virðingu fyrir konum. Hann sagðist hafa staðið í þeirri trú að hann hafi verið að taka þátt í kynlífsleikjum hjóna og að hann hafi ekki getað ímyndað sér hvernig málum væri raunverulega háttað. Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að Pelicot (71) byrlaði Gisele (72) og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Nauðganirnar myndaði hann og skráði ítarlega á meðan hann hvatti mennina áfram eða tók þátt í því að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Af 51 manni sem hefur verið ákærður, Pelicot þar með talinn, eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru frá 26 til 74 ára gamlir. Réttarhöld sem þessi fara yfirleitt fram fyrir luktum dyrum en konan, Gisele, fór fram á opin réttarhöld. Mennirnir hafa allir séð hana áður, þar sem fyrrverandi eiginmaður hennar bauð þeim að nauðga henni, eftir að hann byrlaði henni ólyfjan. Hún er þó að hitta þessa menn í fyrsta sinn. Sagður sækjast eftir vægari dóm Pelicot og Jacques C. kynntust á netinu og þar sagði Pelicot að kona hans tæki svefntöflur á kvöldin og á meðan hún væri sofandi, byði hann öðrum mönnum í heimsókn. Jacques fór heim til þeirra hjóna í Mazan, nærri Avignon, þann 24. febrúar 2020 og er hann sakaður um að hafa troðið fingrum sínum í leggöng Gisele og haft við hana munnmök. Hann á einnig að hafa tekið upp þegar Pelicot hafði munnmök við hana meðvitundarlausa, sem mun gera hann samsekan í nauðgun. Hann viðurkenndi eingöngu að hafa snert kynfæri hennar og aldrei farið inn í leggöng hennar, hvorki með fingurna eða tunguna. Með því er hann talinn vilja losna undan ákæru um nauðgun og fá vægari dóm. Þá sagði hann að þegar hún bylti sér hafi Pelicot sagt honum að fara út. Samkvæmt frétt Le Monde höfðu sakborningar verið varaðir við því að mögulega yrðu upptökur af brotum þeirra sýndar í dómsal. Það var gert í þessu tilfelli, í fyrsta sinn í þessum réttarhöldum. Um var að ræða þrjú stutt myndbönd sem höfðu verið tekin þetta kvöld. Í frétt Le Parisien er því lýst hvernig Gisele hafi legið hrjótandi á rúminu án þess að hreyfa sig og er því lýst á þann veg að hún hafi legið þarna eins og liðið lík. Myndböndin sýna Jacques hafa munnmök við Gisele um nokkuð skeið og eftir að þau höfðu verið sýnd, spurði saksóknari hann hvort hann stæði enn við ummæli sín. „Já“ sagði Jacques. Við það greip Pelicot fram í og staðhæfði að Jacques hefði farið inn fyrir leggöng Gisele. „Ég sat á fremsta bekk.“ Pelicot hefur ekki verið feiminn við að gagnrýna aðra sakborninga í málinu og grafa undan vörnum þeirra. Þá spurði annar saksóknari Jacques hvort hann teldi enn að hann væri maður sem hefði alltaf borið virðingu fyrir konum, og svaraði hann aftur játandi. „Viss um þetta væri leikur“ Fyrr í gærmorgun hafði annar maður, hinn 44 ára gamli Lionel R., slegið á svipaða strengi og Jacques C.. Hann sagðist ekki hafa áttað sig á því hvað hann væri að gera sökum þess að hann hefði ekki hugsað sig nægilega vel um. Samkvæmt frétt France24 sagðist Lionel einnig hafa kynnst Pelicot á netinu. „Hann segir mér að hann sé í sambandi og lagði fram frekar óvenjulegt boð um að hafa mök við konuna hans. Hún sagði mér að hún yrði sofandi, talaði um svefnpillur, að hún tæki þær eða hann gæfi henni þær. Ég er ekki viss. Ég spurði ekki margra spurninga, því á þessum tíma var ég viss um að þetta væri leikur,“ sagði Lionel. Hann fór heim til þeirra hjóna þann 2. desember 2018. Pelicot lét Lionel klæða sig úr inn í stofu og fór svo með hann inn í svefnherbergi þar sem Gisele lá nakin og sofandi. Lionel er sakaður um að hafa nauðgað Gisele í um hálftíma á meðan Pelicot tók nauðgunina upp og hvíslaði leiðbeiningar til hans til að koma í veg fyrir að hún vaknaði. „Á einum tímapunkti hreyfði hún sig og hann bað mig um að fara úr herberginu,“ sagði Lionel. Hann sagðist þá hafa áttað sig á að ekki væri allt með felldu, fyrst Gisele mætti ekki vakna og sjá hann. „Ég hefði átt að fara fyrr en ég gat það ekki.“ Aðspurður hvort hann hefði verið meðvitaður um að hann væri að nauðga henni sagðist hann ekki hafa ætlað sér að gera það. Hann væri þó meðvitaður um að hann hefði aldrei fengið samþykki og hætti svo að tala í miðri setningu. Þá sagðist Lionel ekki einu sinni hafa áttað sig á stöðunni þegar hann las fyrst grein um að Pelicot hefði verið handtekinn. Hann hefði sannfært sjálfan sig um að hann hefði ekki átt þátt í málinu. „Ég var í afneitun.“ Fannst hún niðurlægð Á miðvikudaginn drógu lögmenn nokkurra sakborninga í málinu í efa að Gisele hefði raunverulega verið sofandi þegar skjólstæðingar þeirra eru sagðir hafa brotið á henni. Spurðu þeir hana einnig út í drykkju hennar, kynlíf og ýmislegt annað. Degi áður hafði Pelicot játað að hafa byrlað henni ólyfjan svo hann og hinir mennirnir gætu nauðgað henni. Í dómsal þvertók hún fyrir að hún væri nokkuð annað en fórnarlamb. „Frá því ég steig fyrst inn í þennan dómsal, hefur mér fundist ég niðurlægð. Komið hefur verið fram við mig eins og alkóhólista, vitorðsmann. Ég hef heyrt það allt.“ Á einum tímapunkti var hún spurð hvort hún hefði ekki einhverjar kynferðislegar hvatir sem hún skammaðist sín fyrir og missti hún þá stjórn á tilfinningum sínum, sem hún hefur sjaldan gert áður síðan þessi réttarhöld sem gripið hafa Frakkland og stóra hluta heimsins, hófust. „Ég ætla ekki einu sinni að svara þessari spurningu, sem mér finnst móðgandi,“ sagði hún. „Ég skil af hverju fórnarlömb nauðgana stíga ekki fram. Við veltum í alvörunni öllu fram til að smána fórnarlambið.“ Pelicot kom henni til varnar Annar lögmaður spurði, eins og áður hefur komið fram, hvort hún hefði raunverulega verið meðvitundarlaus þegar skjólstæðingur hans á að hafa brotið á henni. „Ég veitti Pelicot og þessum mönnum fyrir aftan mig aldrei samþykki mitt, ekki í eina sekúndu,“ sagði hún. Hún sagðist ekki hafa getað svarað neinu í því ástandi sem myndböndin sýna hana í. „Ég var í dái og myndböndin sýna það.“ Þá varð hún reið og spurði síðan hvenær maður gæti tekið slíkar ákvarðanir fyrir eiginkonu sína. Vísaði hún til þess að einungis einn af mönnunum fimmtíu hefði neitað að nauðga henni. Sá maður er sakaður um að hafa byrlað fyrir eigin eiginkonu, eins og Pelicot. Sjá einnig: Vitorðsmaður viðurkennir að hafa gert það sama og Pelicot „Hvað eru þessir menn? Eru þeir einhver úrhrök? Þeir hafa framið nauðganir. Það er það eina sem ég vil segja.“ Pelicot kom henni til varnar á einum tímapunkti á miðvikudaginn og kallaði eftir því að lögmennirnir hættu að beina grun að henni. „Ég gerði marga hluti án þess að hún vissi af.“ Frakkland Kynferðisofbeldi Mál Dominique Pélicot Erlend sakamál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Jacques C. er 72 ára gamall maður sem staðhæfði í dómsal í gær að hann bæri gífurlega virðingu fyrir konum. Hann sagðist hafa staðið í þeirri trú að hann hafi verið að taka þátt í kynlífsleikjum hjóna og að hann hafi ekki getað ímyndað sér hvernig málum væri raunverulega háttað. Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að Pelicot (71) byrlaði Gisele (72) og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Nauðganirnar myndaði hann og skráði ítarlega á meðan hann hvatti mennina áfram eða tók þátt í því að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Af 51 manni sem hefur verið ákærður, Pelicot þar með talinn, eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru frá 26 til 74 ára gamlir. Réttarhöld sem þessi fara yfirleitt fram fyrir luktum dyrum en konan, Gisele, fór fram á opin réttarhöld. Mennirnir hafa allir séð hana áður, þar sem fyrrverandi eiginmaður hennar bauð þeim að nauðga henni, eftir að hann byrlaði henni ólyfjan. Hún er þó að hitta þessa menn í fyrsta sinn. Sagður sækjast eftir vægari dóm Pelicot og Jacques C. kynntust á netinu og þar sagði Pelicot að kona hans tæki svefntöflur á kvöldin og á meðan hún væri sofandi, byði hann öðrum mönnum í heimsókn. Jacques fór heim til þeirra hjóna í Mazan, nærri Avignon, þann 24. febrúar 2020 og er hann sakaður um að hafa troðið fingrum sínum í leggöng Gisele og haft við hana munnmök. Hann á einnig að hafa tekið upp þegar Pelicot hafði munnmök við hana meðvitundarlausa, sem mun gera hann samsekan í nauðgun. Hann viðurkenndi eingöngu að hafa snert kynfæri hennar og aldrei farið inn í leggöng hennar, hvorki með fingurna eða tunguna. Með því er hann talinn vilja losna undan ákæru um nauðgun og fá vægari dóm. Þá sagði hann að þegar hún bylti sér hafi Pelicot sagt honum að fara út. Samkvæmt frétt Le Monde höfðu sakborningar verið varaðir við því að mögulega yrðu upptökur af brotum þeirra sýndar í dómsal. Það var gert í þessu tilfelli, í fyrsta sinn í þessum réttarhöldum. Um var að ræða þrjú stutt myndbönd sem höfðu verið tekin þetta kvöld. Í frétt Le Parisien er því lýst hvernig Gisele hafi legið hrjótandi á rúminu án þess að hreyfa sig og er því lýst á þann veg að hún hafi legið þarna eins og liðið lík. Myndböndin sýna Jacques hafa munnmök við Gisele um nokkuð skeið og eftir að þau höfðu verið sýnd, spurði saksóknari hann hvort hann stæði enn við ummæli sín. „Já“ sagði Jacques. Við það greip Pelicot fram í og staðhæfði að Jacques hefði farið inn fyrir leggöng Gisele. „Ég sat á fremsta bekk.“ Pelicot hefur ekki verið feiminn við að gagnrýna aðra sakborninga í málinu og grafa undan vörnum þeirra. Þá spurði annar saksóknari Jacques hvort hann teldi enn að hann væri maður sem hefði alltaf borið virðingu fyrir konum, og svaraði hann aftur játandi. „Viss um þetta væri leikur“ Fyrr í gærmorgun hafði annar maður, hinn 44 ára gamli Lionel R., slegið á svipaða strengi og Jacques C.. Hann sagðist ekki hafa áttað sig á því hvað hann væri að gera sökum þess að hann hefði ekki hugsað sig nægilega vel um. Samkvæmt frétt France24 sagðist Lionel einnig hafa kynnst Pelicot á netinu. „Hann segir mér að hann sé í sambandi og lagði fram frekar óvenjulegt boð um að hafa mök við konuna hans. Hún sagði mér að hún yrði sofandi, talaði um svefnpillur, að hún tæki þær eða hann gæfi henni þær. Ég er ekki viss. Ég spurði ekki margra spurninga, því á þessum tíma var ég viss um að þetta væri leikur,“ sagði Lionel. Hann fór heim til þeirra hjóna þann 2. desember 2018. Pelicot lét Lionel klæða sig úr inn í stofu og fór svo með hann inn í svefnherbergi þar sem Gisele lá nakin og sofandi. Lionel er sakaður um að hafa nauðgað Gisele í um hálftíma á meðan Pelicot tók nauðgunina upp og hvíslaði leiðbeiningar til hans til að koma í veg fyrir að hún vaknaði. „Á einum tímapunkti hreyfði hún sig og hann bað mig um að fara úr herberginu,“ sagði Lionel. Hann sagðist þá hafa áttað sig á að ekki væri allt með felldu, fyrst Gisele mætti ekki vakna og sjá hann. „Ég hefði átt að fara fyrr en ég gat það ekki.“ Aðspurður hvort hann hefði verið meðvitaður um að hann væri að nauðga henni sagðist hann ekki hafa ætlað sér að gera það. Hann væri þó meðvitaður um að hann hefði aldrei fengið samþykki og hætti svo að tala í miðri setningu. Þá sagðist Lionel ekki einu sinni hafa áttað sig á stöðunni þegar hann las fyrst grein um að Pelicot hefði verið handtekinn. Hann hefði sannfært sjálfan sig um að hann hefði ekki átt þátt í málinu. „Ég var í afneitun.“ Fannst hún niðurlægð Á miðvikudaginn drógu lögmenn nokkurra sakborninga í málinu í efa að Gisele hefði raunverulega verið sofandi þegar skjólstæðingar þeirra eru sagðir hafa brotið á henni. Spurðu þeir hana einnig út í drykkju hennar, kynlíf og ýmislegt annað. Degi áður hafði Pelicot játað að hafa byrlað henni ólyfjan svo hann og hinir mennirnir gætu nauðgað henni. Í dómsal þvertók hún fyrir að hún væri nokkuð annað en fórnarlamb. „Frá því ég steig fyrst inn í þennan dómsal, hefur mér fundist ég niðurlægð. Komið hefur verið fram við mig eins og alkóhólista, vitorðsmann. Ég hef heyrt það allt.“ Á einum tímapunkti var hún spurð hvort hún hefði ekki einhverjar kynferðislegar hvatir sem hún skammaðist sín fyrir og missti hún þá stjórn á tilfinningum sínum, sem hún hefur sjaldan gert áður síðan þessi réttarhöld sem gripið hafa Frakkland og stóra hluta heimsins, hófust. „Ég ætla ekki einu sinni að svara þessari spurningu, sem mér finnst móðgandi,“ sagði hún. „Ég skil af hverju fórnarlömb nauðgana stíga ekki fram. Við veltum í alvörunni öllu fram til að smána fórnarlambið.“ Pelicot kom henni til varnar Annar lögmaður spurði, eins og áður hefur komið fram, hvort hún hefði raunverulega verið meðvitundarlaus þegar skjólstæðingur hans á að hafa brotið á henni. „Ég veitti Pelicot og þessum mönnum fyrir aftan mig aldrei samþykki mitt, ekki í eina sekúndu,“ sagði hún. Hún sagðist ekki hafa getað svarað neinu í því ástandi sem myndböndin sýna hana í. „Ég var í dái og myndböndin sýna það.“ Þá varð hún reið og spurði síðan hvenær maður gæti tekið slíkar ákvarðanir fyrir eiginkonu sína. Vísaði hún til þess að einungis einn af mönnunum fimmtíu hefði neitað að nauðga henni. Sá maður er sakaður um að hafa byrlað fyrir eigin eiginkonu, eins og Pelicot. Sjá einnig: Vitorðsmaður viðurkennir að hafa gert það sama og Pelicot „Hvað eru þessir menn? Eru þeir einhver úrhrök? Þeir hafa framið nauðganir. Það er það eina sem ég vil segja.“ Pelicot kom henni til varnar á einum tímapunkti á miðvikudaginn og kallaði eftir því að lögmennirnir hættu að beina grun að henni. „Ég gerði marga hluti án þess að hún vissi af.“
Frakkland Kynferðisofbeldi Mál Dominique Pélicot Erlend sakamál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira