Allir fangar geta afplánað í opnu fangelsi standist þeir kröfur Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2019 20:00 Maður sem dæmdur var nýverið fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barni dvelur nú í opnu fangelsi. Fangar sem dæmdir hafa verið fyrir slík brot skulu að jafnaði ekki vistast í opnu fangelsi nema að uppfylltum skilyrðum, segir fangelsismálastjóri. Þorsteinn Halldórsson hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barni á árunum 2015 til 2017 þegar barnið var á aldrinum 14 til 17 ára. Í fyrra var Þorsteinn dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum pilti. Landsréttur mildaði þann dóm í fimm og hálft ár í maí. Þorsteinn sat í gæsluvarðhaldi í eitt og hálft ár, eða þar til dómur var kveðinn upp í Landsrétti í maí. Hann hefur undanfarnar vikur dvalið á Sogni sem er opið fangelsi. Þar þurfa fangar að fylgja skýrum reglum. Hefur þessi ráðstöfun verið gagnrýnd í umræðu á samfélagsmiðlum. Reglur Fangelsismálastofnunar segja að fangar sem afplána refsingu fyrir kynferðisbrot gegn barni skuli að jafnaði ekki vistast í opnum fangelsum. Undantekning er gerð ef þeir hafa staðist áhættumat og að uppfylltri meðferðaráætlun. Fangelsismálastjóri segist ekki geta tjáð sig um mál einstakra fanga. Almennt séu reglurnar þannig að allir fangar geti afplánað í opnum fangelsi óháð brotaflokkum standist þeir kröfur.Páll Winkel fangelsismálastjóri. Fréttablaðið/Anton Brink„Viðmiðunarreglan er að menn afpláni ekki að jafnaði lengur en þrjú ár í opnu fangelsi,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Gæsluvarðhald kemur því til frádráttar refsingarinnar, sem þýðir að Þorsteinn hafði setið af sér eitt og hálft ár í gæsluvarðhaldi sem dregst frá fimm og hálfs árs dómi. Eftir stendur fjögurra ára fangelsisvist. Alla jafna sitja fangar af sér tvo þriðju dóms. Því fellur tilfelli Þorsteins undir viðmiðunarreglur stofnunarinnar. „Svona eru reglurnar og við auðvitað förum auðvitað yfir þetta. Sálfræðingar meta einstaklinga en svona gengur þetta fyrir sig.“ Stigið sé varlega til jarðar þegar kemur að málum þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum. „Það geta allir fangar vistast í opnum fangelsum að því gefnu að þeir hafi hagað sér vel í afplánun, séu agabrotalausir og samsetning fangahópsins er mjög svipuð í öllum fangelsum landsins, opnum sem lokuðum.“ Dómsmál Fangelsismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira
Maður sem dæmdur var nýverið fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barni dvelur nú í opnu fangelsi. Fangar sem dæmdir hafa verið fyrir slík brot skulu að jafnaði ekki vistast í opnu fangelsi nema að uppfylltum skilyrðum, segir fangelsismálastjóri. Þorsteinn Halldórsson hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barni á árunum 2015 til 2017 þegar barnið var á aldrinum 14 til 17 ára. Í fyrra var Þorsteinn dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum pilti. Landsréttur mildaði þann dóm í fimm og hálft ár í maí. Þorsteinn sat í gæsluvarðhaldi í eitt og hálft ár, eða þar til dómur var kveðinn upp í Landsrétti í maí. Hann hefur undanfarnar vikur dvalið á Sogni sem er opið fangelsi. Þar þurfa fangar að fylgja skýrum reglum. Hefur þessi ráðstöfun verið gagnrýnd í umræðu á samfélagsmiðlum. Reglur Fangelsismálastofnunar segja að fangar sem afplána refsingu fyrir kynferðisbrot gegn barni skuli að jafnaði ekki vistast í opnum fangelsum. Undantekning er gerð ef þeir hafa staðist áhættumat og að uppfylltri meðferðaráætlun. Fangelsismálastjóri segist ekki geta tjáð sig um mál einstakra fanga. Almennt séu reglurnar þannig að allir fangar geti afplánað í opnum fangelsi óháð brotaflokkum standist þeir kröfur.Páll Winkel fangelsismálastjóri. Fréttablaðið/Anton Brink„Viðmiðunarreglan er að menn afpláni ekki að jafnaði lengur en þrjú ár í opnu fangelsi,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Gæsluvarðhald kemur því til frádráttar refsingarinnar, sem þýðir að Þorsteinn hafði setið af sér eitt og hálft ár í gæsluvarðhaldi sem dregst frá fimm og hálfs árs dómi. Eftir stendur fjögurra ára fangelsisvist. Alla jafna sitja fangar af sér tvo þriðju dóms. Því fellur tilfelli Þorsteins undir viðmiðunarreglur stofnunarinnar. „Svona eru reglurnar og við auðvitað förum auðvitað yfir þetta. Sálfræðingar meta einstaklinga en svona gengur þetta fyrir sig.“ Stigið sé varlega til jarðar þegar kemur að málum þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum. „Það geta allir fangar vistast í opnum fangelsum að því gefnu að þeir hafi hagað sér vel í afplánun, séu agabrotalausir og samsetning fangahópsins er mjög svipuð í öllum fangelsum landsins, opnum sem lokuðum.“
Dómsmál Fangelsismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira