Býst ekki við breiðri andstöðu gegn samgöngusamkomulaginu Andri Eysteinsson skrifar 29. september 2019 19:45 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Samgönguráðherra segist ekki búast við breiðri andstöðu gegn nýundirrituðum sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þó hefur Miðflokkurinn tekið afstöðu gegn sáttmálanum og segir ráðherra það ekkert nýtt að Miðflokkurinn tali með þeim hætti. „Á þinginu í fyrravetur var rætt mikið um veggjöld. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Bergþór Ólason, var sá sem var helsti talsmaður þess að setja á veggjöld um allt land. Það kemur að einhverju leyti á óvart en kannski alls ekki að Miðflokkurinn skuli allt í einu tala í hina áttina akkúrat núna, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag.Málið hafi verið rætt innan flokka í vetur Sigurður sagði enn fremur að slíkt væri ekkert nýtt í pólitík Miðflokksins. „Við getum spilað margar ræður eftir Bergþór Ólason og jafnvel aðra úr Miðflokknum um þetta atriði í fyrravetur. Ég á ekki von á breiðri andstöðu um þetta,“ sagði ráðherrann. Sigurður minntist þá á hina fjölmörgu flokka sem eru í meirihlutum sveitastjórna höfuðborgarsvæðisins. Sagði ráðherra að þó að ekki ættu allir þingflokkar sína fulltrúa í meirihlutum hafi líkast til verið fjallað um málið innan þeirra flokka sem eiga fulltrúa í sveitastjórnum. Samgönguráðherra sagði þá að sveitarfélögin og ríkisstjórnin ættu að breyta umræðuaðferðum sínum, hætta að ræða samgöngumál sín á milli í fjölmiðlum og ættu að setjast saman og flétta saman hugmyndir sínar. „Allir myndu viðurkenna að þeirra eina lausn væri ekki lausnin, heldur yrðu allir að gefa aðeins eftir og flétta saman þessar mismunandi lausnir til þess að við náum utan um verkefnið,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Reykjavík Samgöngur Víglínan Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Samgönguráðherra segist ekki búast við breiðri andstöðu gegn nýundirrituðum sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þó hefur Miðflokkurinn tekið afstöðu gegn sáttmálanum og segir ráðherra það ekkert nýtt að Miðflokkurinn tali með þeim hætti. „Á þinginu í fyrravetur var rætt mikið um veggjöld. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Bergþór Ólason, var sá sem var helsti talsmaður þess að setja á veggjöld um allt land. Það kemur að einhverju leyti á óvart en kannski alls ekki að Miðflokkurinn skuli allt í einu tala í hina áttina akkúrat núna, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag.Málið hafi verið rætt innan flokka í vetur Sigurður sagði enn fremur að slíkt væri ekkert nýtt í pólitík Miðflokksins. „Við getum spilað margar ræður eftir Bergþór Ólason og jafnvel aðra úr Miðflokknum um þetta atriði í fyrravetur. Ég á ekki von á breiðri andstöðu um þetta,“ sagði ráðherrann. Sigurður minntist þá á hina fjölmörgu flokka sem eru í meirihlutum sveitastjórna höfuðborgarsvæðisins. Sagði ráðherra að þó að ekki ættu allir þingflokkar sína fulltrúa í meirihlutum hafi líkast til verið fjallað um málið innan þeirra flokka sem eiga fulltrúa í sveitastjórnum. Samgönguráðherra sagði þá að sveitarfélögin og ríkisstjórnin ættu að breyta umræðuaðferðum sínum, hætta að ræða samgöngumál sín á milli í fjölmiðlum og ættu að setjast saman og flétta saman hugmyndir sínar. „Allir myndu viðurkenna að þeirra eina lausn væri ekki lausnin, heldur yrðu allir að gefa aðeins eftir og flétta saman þessar mismunandi lausnir til þess að við náum utan um verkefnið,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra í Víglínunni á Stöð 2 í dag.
Reykjavík Samgöngur Víglínan Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira