Árneshreppur aldrei vinsælli hjá Íslendingum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. september 2019 11:20 Aldrei fleiri Íslendingar hafa sótt Árneshrepp heim og í ár að sögn oddvita sveitarfélagsins. Vísir7Stöð 2 Oddviti í einu minnsta byggðarlagi landsins segir ferðaþjónustuna á svæðinu blómstra þrátt fyrir ekki endilega jákvæða umfjöllun um svæðið á undanförum misserum. Tækifæri liggja í að efla ferðaþjónustuna með frekari afþreyingu á svæðinu. Árneshreppur hefur mikið verið til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar en í aðdraganda síðustu sveitarstjórnakosninga skapaðist mikil umræða um fjölgun íbúa vegna lögheimilisflutninga til svæðisins. Sú umræða var ekki jákvæð og ekki hefur hún verið betri vegna deilu og kærumála vegna vegaframkvæmda og uppbyggingar fyrirhugaðrar virkjunar. Oddviti hreppsins og eigandi Hótel Djúpuvíkur, segir Íslendinga aldrei hafa sýnt svæðinu eins mikinn áhuga. „Til dæmis í fyrra, það var nú kosninga árið okkar og mikið talað um Árneshrepp þá í aðdraganda kosninga og eftir þær, og við fengum meira að Íslendingum þá hérna inn í sveitina en nokkurn tímann áður. Það er eiginlega sama sagan núna. Íslendingum hefur fjölgað frá því í fyrra, þannig að við erum mjög sátt,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í Árneshreppi og eigandi Hótel Djúpavíkur.Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í Árneshreppi.Vísir/Stöð 2Stundum stútfullt í sumar Hjá hótel Djúpavík eru fjórtán herbergi en þrír aðilar að auki bjóða upp á gistingu og þá hefur verið boðið uppá svefnpokagistingu í skólanum. „Þetta hefur stundum bara verið stútfullt í sumar,“ segir Eva. Eva segir að tækifæri liggi í ferðaþjónustunni á svæðinu. „Við þurfum bara aðeins að setja niður fyrir okkur hvað okkur finnst vanta. Það vantar aðeins afþreyingu,“ segir Eva. Eva segir að reynt sé að koma upp ákveðnum venjum og hefðum til framtíðar litið. Gróflega reiknað segir hún að á bilinu fjögur til fimmþúsund manns hafi komið í hreppinn í sumar.Vegurinn um Veiðileysu hefur jafnan þótt erfiður yfirferðar.Vísir/Stöð 2Vona að mokað verði oftar í vetur Nú styttist í veturinn, það er að detta í september, haustið nálgast. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur veturinn? Haldið þið að þið verðið innilokuð þegar það fer að snjóa? „Það hefur nú verið svoleiðis áratugum saman, en við erum alltaf svo bjartsýn, að minnsta kosti ég. Ég ætla að reyna að fá eitthvað rýmri mokstursreglur fyrir veturinn heldur en verið hefur, ég er alveg ákveðin í því. Ertu búin að ræða það við ráðherra? Nei ekki ennþá, en hann var nú hérna í sumar samgönguráðherra og hann var að tala um svona hluti eru framundan og vonandi verður það fljótlega. Til dæmis Veiðileysuhálsinn sem að við erum búin að vera berjast við í að minnsta kosti þrjátíu ár,“ segir Eva. Árneshreppur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að uppbygging vegar í Árneshreppi ljúki ekki í haust Uppbygging vegarins um Ingólfs- og Ófeigsfjörð er í fullum gangi. Barna- og félagsmálaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins skoðuðu aðstæður á dögunum. 2. september 2019 21:00 Slökkva á vélunum og kalla til lögreglu ef þess þarf Birna Lárusdóttir, talsmaður Vesturverks, segist ekki reikna með neinum átökum við landeigendur í Seljanesi og að fyrirtækið muni vitaskuld forðast allt slíkt. 14. ágúst 2019 06:00 Fólkið í Árneshreppi sagt með eindæmum þrjóskt og þrautseigt Svartsýni ríkir í Árneshreppi um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag. 4. febrúar 2019 21:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Oddviti í einu minnsta byggðarlagi landsins segir ferðaþjónustuna á svæðinu blómstra þrátt fyrir ekki endilega jákvæða umfjöllun um svæðið á undanförum misserum. Tækifæri liggja í að efla ferðaþjónustuna með frekari afþreyingu á svæðinu. Árneshreppur hefur mikið verið til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar en í aðdraganda síðustu sveitarstjórnakosninga skapaðist mikil umræða um fjölgun íbúa vegna lögheimilisflutninga til svæðisins. Sú umræða var ekki jákvæð og ekki hefur hún verið betri vegna deilu og kærumála vegna vegaframkvæmda og uppbyggingar fyrirhugaðrar virkjunar. Oddviti hreppsins og eigandi Hótel Djúpuvíkur, segir Íslendinga aldrei hafa sýnt svæðinu eins mikinn áhuga. „Til dæmis í fyrra, það var nú kosninga árið okkar og mikið talað um Árneshrepp þá í aðdraganda kosninga og eftir þær, og við fengum meira að Íslendingum þá hérna inn í sveitina en nokkurn tímann áður. Það er eiginlega sama sagan núna. Íslendingum hefur fjölgað frá því í fyrra, þannig að við erum mjög sátt,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í Árneshreppi og eigandi Hótel Djúpavíkur.Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í Árneshreppi.Vísir/Stöð 2Stundum stútfullt í sumar Hjá hótel Djúpavík eru fjórtán herbergi en þrír aðilar að auki bjóða upp á gistingu og þá hefur verið boðið uppá svefnpokagistingu í skólanum. „Þetta hefur stundum bara verið stútfullt í sumar,“ segir Eva. Eva segir að tækifæri liggi í ferðaþjónustunni á svæðinu. „Við þurfum bara aðeins að setja niður fyrir okkur hvað okkur finnst vanta. Það vantar aðeins afþreyingu,“ segir Eva. Eva segir að reynt sé að koma upp ákveðnum venjum og hefðum til framtíðar litið. Gróflega reiknað segir hún að á bilinu fjögur til fimmþúsund manns hafi komið í hreppinn í sumar.Vegurinn um Veiðileysu hefur jafnan þótt erfiður yfirferðar.Vísir/Stöð 2Vona að mokað verði oftar í vetur Nú styttist í veturinn, það er að detta í september, haustið nálgast. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur veturinn? Haldið þið að þið verðið innilokuð þegar það fer að snjóa? „Það hefur nú verið svoleiðis áratugum saman, en við erum alltaf svo bjartsýn, að minnsta kosti ég. Ég ætla að reyna að fá eitthvað rýmri mokstursreglur fyrir veturinn heldur en verið hefur, ég er alveg ákveðin í því. Ertu búin að ræða það við ráðherra? Nei ekki ennþá, en hann var nú hérna í sumar samgönguráðherra og hann var að tala um svona hluti eru framundan og vonandi verður það fljótlega. Til dæmis Veiðileysuhálsinn sem að við erum búin að vera berjast við í að minnsta kosti þrjátíu ár,“ segir Eva.
Árneshreppur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að uppbygging vegar í Árneshreppi ljúki ekki í haust Uppbygging vegarins um Ingólfs- og Ófeigsfjörð er í fullum gangi. Barna- og félagsmálaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins skoðuðu aðstæður á dögunum. 2. september 2019 21:00 Slökkva á vélunum og kalla til lögreglu ef þess þarf Birna Lárusdóttir, talsmaður Vesturverks, segist ekki reikna með neinum átökum við landeigendur í Seljanesi og að fyrirtækið muni vitaskuld forðast allt slíkt. 14. ágúst 2019 06:00 Fólkið í Árneshreppi sagt með eindæmum þrjóskt og þrautseigt Svartsýni ríkir í Árneshreppi um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag. 4. febrúar 2019 21:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Gerir ráð fyrir að uppbygging vegar í Árneshreppi ljúki ekki í haust Uppbygging vegarins um Ingólfs- og Ófeigsfjörð er í fullum gangi. Barna- og félagsmálaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins skoðuðu aðstæður á dögunum. 2. september 2019 21:00
Slökkva á vélunum og kalla til lögreglu ef þess þarf Birna Lárusdóttir, talsmaður Vesturverks, segist ekki reikna með neinum átökum við landeigendur í Seljanesi og að fyrirtækið muni vitaskuld forðast allt slíkt. 14. ágúst 2019 06:00
Fólkið í Árneshreppi sagt með eindæmum þrjóskt og þrautseigt Svartsýni ríkir í Árneshreppi um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag. 4. febrúar 2019 21:00