Þórdís Lóa á toppnum með 1,7 milljónir og varaborgarfulltrúar fá hálfa milljón Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2019 14:15 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins fylgist með, Þórdísi Lóu á hægri hönd. Vísir/Vilhelm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs, er launahæsti borgarfulltrúinn, samkvæmt tölum yfir laun og kostnaðargreiðslur borgarfulltrúa. Þórdís Lóa er með rúma 1,7 milljón króna í heildarlaun. Þá eru heildarlaun launahæstu varaborgarfulltrúa rúmar 800 þúsund krónur. Á vef Reykjavíkurborgar, þar sem tölurnar birtast, kemur fram að frá og með 1. ágúst 2019 séu grunnlaun borgarfulltrúa 763.833 krónur og grunnlaun varaborgarfulltrúa 534.683 krónur. Þá fær borgarfulltrúi greiddan starfskostnað að upphæð 55.164 króna „til að mæta öllum persónulegum kostnaði vegna starfsins,“ að því er segir á vefnum.Sjá einnig: Sérstök regla um álag hækkar laun borgarfulltrúa verulega Þá eiga borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar jafnframt rétt á álagi á laun fyrir setu og formennsku í hinum ýmsu ráðum og nefndum. Þannig á t.d. formaður borgarráðs rétt á 40% álagi og borgarfulltrúi sem situr í þremur eða fleiri fastanefndum á rétt á 25% álagi.Borgarstjóri með tæpar 2,2 milljónir Þórdís Lóa er eins og áður launahæsti borgarfulltrúinn með 1.742.2018 krónur í heildarlaun. Þórdís Lóa á enda sæti í ýmsum stjórnum á vegum Reykjavíkurborgar, til dæmis í stjórn Faxaflóahafna og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún fær hæstu greiðslu allra borgarfulltrúa fyrir stjórnarsetu.Pawel (lengst til hægri) er næstlaunahæstur borgarfulltrúa. Heiða Björg Hilmisdóttir (þriðja frá hægri) er þriðja launahæst.Vísir/VilhelmNæstur á eftir Þórdísi Lóu er flokksbróðir hennar Pawel Bartoszek með 1.475.296 krónur í heildarlaun en hann situr m.a. í stjórn Malbikunarstöðvarinnar Höfða og fulltrúaráði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Fast á hæla hans kemur Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar með 1.440.631 krónur í heildarlaun. Heiða á m.a. sæti í stjórn Félagsbústaða. Launahæstu varaborgarfulltrúarnir eru Daníel Örn Arnarsson fyrir Sósíalistaflokkinn, Baldur Borgþórsson fyrir Miðflokkinn og Elín Oddný Sigurðardóttir fyrir Vinstri græn. Þau eru hvert um sig með 826.635 krónur í heildarlaun. Launahæstur allra er þó Dagur B. Eggertsson borgarstjóri en hann fær 1.976.025 krónur í laun. Auk þess fær hann þóknun fyrir stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, eða 222.707 krónur. Samtals eru laun borgarstjóra því 2.198.732 krónur.Skjáskot af færslu Gunnars Smára inni í Facebook-hóp Sósíalistaflokks Íslands.Skjáskot/FacebookGunnar Smári Egilsson einn stofnenda Sósíalistaflokks Íslands vandar borgarfulltrúum og borgarstjóra ekki kveðjurnar í færslu sem hann birti nú fyrir skömmu í Facebook-hóp Sósíalistaflokksins. „Eftir því sem kjörnir fulltrúar skammta sér hærri laun því grófara verða þeir í að smyrja aukagreiðslum ofan á launin sín. Það er lögmál. Há laun draga að sér skítapakk, alveg eins og kúadella dregur að sér haugflugur,“ skrifar Gunnar Smári, og deilir frétt Fréttablaðsins um laun borgarfulltrúanna. „Borgarstjóri skammtar sér rétt tæplega sjöföld laun konunnar sem þrífur undan honum skítinn. Og hann skammast sín ekki neitt, verandi fulltrúi einhvers grínflokks sem kallar sig Jafnaðarmannaflokk Íslands á tyllidögum.“ Borgarstjórn Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sérstök regla um álag hækkar laun borgarfulltrúa verulega Dæmi eru um að laun borgarfulltrúa í Reykjavík hafi hækkað um rúmlega 20 prósent á um sjö mánaða tímabili. Ástæða hækkana hrókeringar á embættum innan stjórnkerfisins sem og þóknanir vegna sérstakrar reglu um að seta í þremur fastanefndum veiti rétt á 200 þúsund króna álagsgreiðslu á mánuði. 6. september 2019 06:15 19,3 milljónir í aðstoðarmann borgarstjóra Þetta kemur fram í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins sem tekið var fyrir á fundi borgarráðs í dag. 15. ágúst 2019 19:08 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs, er launahæsti borgarfulltrúinn, samkvæmt tölum yfir laun og kostnaðargreiðslur borgarfulltrúa. Þórdís Lóa er með rúma 1,7 milljón króna í heildarlaun. Þá eru heildarlaun launahæstu varaborgarfulltrúa rúmar 800 þúsund krónur. Á vef Reykjavíkurborgar, þar sem tölurnar birtast, kemur fram að frá og með 1. ágúst 2019 séu grunnlaun borgarfulltrúa 763.833 krónur og grunnlaun varaborgarfulltrúa 534.683 krónur. Þá fær borgarfulltrúi greiddan starfskostnað að upphæð 55.164 króna „til að mæta öllum persónulegum kostnaði vegna starfsins,“ að því er segir á vefnum.Sjá einnig: Sérstök regla um álag hækkar laun borgarfulltrúa verulega Þá eiga borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar jafnframt rétt á álagi á laun fyrir setu og formennsku í hinum ýmsu ráðum og nefndum. Þannig á t.d. formaður borgarráðs rétt á 40% álagi og borgarfulltrúi sem situr í þremur eða fleiri fastanefndum á rétt á 25% álagi.Borgarstjóri með tæpar 2,2 milljónir Þórdís Lóa er eins og áður launahæsti borgarfulltrúinn með 1.742.2018 krónur í heildarlaun. Þórdís Lóa á enda sæti í ýmsum stjórnum á vegum Reykjavíkurborgar, til dæmis í stjórn Faxaflóahafna og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún fær hæstu greiðslu allra borgarfulltrúa fyrir stjórnarsetu.Pawel (lengst til hægri) er næstlaunahæstur borgarfulltrúa. Heiða Björg Hilmisdóttir (þriðja frá hægri) er þriðja launahæst.Vísir/VilhelmNæstur á eftir Þórdísi Lóu er flokksbróðir hennar Pawel Bartoszek með 1.475.296 krónur í heildarlaun en hann situr m.a. í stjórn Malbikunarstöðvarinnar Höfða og fulltrúaráði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Fast á hæla hans kemur Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar með 1.440.631 krónur í heildarlaun. Heiða á m.a. sæti í stjórn Félagsbústaða. Launahæstu varaborgarfulltrúarnir eru Daníel Örn Arnarsson fyrir Sósíalistaflokkinn, Baldur Borgþórsson fyrir Miðflokkinn og Elín Oddný Sigurðardóttir fyrir Vinstri græn. Þau eru hvert um sig með 826.635 krónur í heildarlaun. Launahæstur allra er þó Dagur B. Eggertsson borgarstjóri en hann fær 1.976.025 krónur í laun. Auk þess fær hann þóknun fyrir stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, eða 222.707 krónur. Samtals eru laun borgarstjóra því 2.198.732 krónur.Skjáskot af færslu Gunnars Smára inni í Facebook-hóp Sósíalistaflokks Íslands.Skjáskot/FacebookGunnar Smári Egilsson einn stofnenda Sósíalistaflokks Íslands vandar borgarfulltrúum og borgarstjóra ekki kveðjurnar í færslu sem hann birti nú fyrir skömmu í Facebook-hóp Sósíalistaflokksins. „Eftir því sem kjörnir fulltrúar skammta sér hærri laun því grófara verða þeir í að smyrja aukagreiðslum ofan á launin sín. Það er lögmál. Há laun draga að sér skítapakk, alveg eins og kúadella dregur að sér haugflugur,“ skrifar Gunnar Smári, og deilir frétt Fréttablaðsins um laun borgarfulltrúanna. „Borgarstjóri skammtar sér rétt tæplega sjöföld laun konunnar sem þrífur undan honum skítinn. Og hann skammast sín ekki neitt, verandi fulltrúi einhvers grínflokks sem kallar sig Jafnaðarmannaflokk Íslands á tyllidögum.“
Borgarstjórn Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sérstök regla um álag hækkar laun borgarfulltrúa verulega Dæmi eru um að laun borgarfulltrúa í Reykjavík hafi hækkað um rúmlega 20 prósent á um sjö mánaða tímabili. Ástæða hækkana hrókeringar á embættum innan stjórnkerfisins sem og þóknanir vegna sérstakrar reglu um að seta í þremur fastanefndum veiti rétt á 200 þúsund króna álagsgreiðslu á mánuði. 6. september 2019 06:15 19,3 milljónir í aðstoðarmann borgarstjóra Þetta kemur fram í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins sem tekið var fyrir á fundi borgarráðs í dag. 15. ágúst 2019 19:08 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Sérstök regla um álag hækkar laun borgarfulltrúa verulega Dæmi eru um að laun borgarfulltrúa í Reykjavík hafi hækkað um rúmlega 20 prósent á um sjö mánaða tímabili. Ástæða hækkana hrókeringar á embættum innan stjórnkerfisins sem og þóknanir vegna sérstakrar reglu um að seta í þremur fastanefndum veiti rétt á 200 þúsund króna álagsgreiðslu á mánuði. 6. september 2019 06:15
19,3 milljónir í aðstoðarmann borgarstjóra Þetta kemur fram í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins sem tekið var fyrir á fundi borgarráðs í dag. 15. ágúst 2019 19:08