Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Óskar Ófeigur Jónsson í Tirana skrifar 10. september 2019 21:00 Jón Daði í baráttu við varnarmenn Albana. EPA/MaltonDibra Íslenska karlalandsliðið í fótbolta náði ekki að fylgja eftir góðum úrslitum í síðustu leikjum og tapaði í kvöld þremur dýrmætum stigum í toppbaráttu H-riðils í undankeppni EM 2020. Skelfilegur fyrri hálfleikur kom íslenska liðinu í erfiða stöðu og hlutirnir féllu ekki með liðinu eftir að strákarnir náðu að jafna metin tvisvar sinnum í upphafi seinni hálfleiks. Heilt yfir þá var frammistaðan mikil vonbrigði og heimamenn unnu sanngjarnan sigur. Þeir voru tilbúnir í stríð frá fyrstu mínútu en íslenska liðið ætlaði að fara að bjarga málunum í seinni hálfleik. Íslensku strákarnir virkuðu orkulausir á þungum vellinum í fyrri hálfleik og hefðu þurft að sleppa með hreint mark inn í hálfleik til að geta lagað það. Liðið kom sér tvisvar inn í leikinn með því að jafna en hungrið í sigurmarkið opnaði svæði á lokakaflanum sem albanska liðið nýtti sér. Íslenska liðið fór varlega inn í leikinn og kannski alltof varfærnislega því Albanir tóku frumkvæðið í leiknum. Fyrstu tuttugu mínúturnar voru algjör eltingarleikur hjá íslensku strákunum og eitthvað allt annað en við eigum að venjast frá þeim. Strákarnir héldu boltanum illa og hleyptu Albönum alltof auðveldlega í lofandi sóknir sem voru margar hættulegar. Íslenska liðið gat auðveldlega lent undir á þessum upphafsmínútum en slapp með skrekkinn. Tvær þrumur í nágrenni vallarins virtust hins vegar vekja aðeins íslensku strákana sem áttu ágætar sóknir um miðbik hálfleiksins. Gylfi fékk meðal annars tvö færi með rúmlega mínútu millibili en það seinna var mun betra. Fyrst náði Gylfi að snúa að sér varnarmann og ná fínu langskoti sem fór ekki langt framhjá. Skömmu síðar var hann kominn í frábær færi eftir góðan undirbúning Jóns Daða Böðvarssonar en hitti boltann illa. Þar fór Gylfi illa með mjög gott færi. Það leið heldur ekki á löngu þar til að það kom í bakið á íslenska liðinu. Albanir nýttu sér sofandahátt íslensku varnarmannanna í hornspyrnu, tóku hana stutt og Kastriot Dermaku fékk nóg pláss til að skalla boltann óverjandi í markið við gríðarlegan fönguð heimamanna, bæði inn á vellinum sem og upp í stúku. 32 mínútur liðnar og erfiður leikur varð enn erfiðari. Fréttir frá hinum leikjunum voru ekki heldur til að kæta landann enda bæði hin toppliðin komin yfir. Það stefndi því í eins slæmt kvöld og þau geta orðið fyrir íslenska liðið. Íslensku strákarnir komu grimmir til leiks í seinni hálfleik og voru ekki lengi að jafna. Gylfi skoraði þá langþráð mark á 47. mínútu eftir stoðsendingu frá Rúnari Má Sigurjónssyni en skelfileg hreinsun hjá albönskum varnarmanni kom sér einstaklega vel fyrir Rúnar. Íslenska liðið var með allt til alls til að taka völdin í leiknum en varð fyrir öðru áfalli aðeins fimm mínútum síðar. Aftur var það hrikalegur varnarleikur sem fór með íslenska liðið. Fyrirliðinn Elseid Hysaj skoraði markið en allan heiðurinn átti Rey Manaj með frábærri sendingu sem lék á alla íslensku vörnina. Ísland átti ás upp í erminni. Erik Hamrén kallaði á Kolbein Sigþórsson og hann var ekki lengi að jafna leikinn. Kolbeinn kom inn á 56. mínútu og á þeirri 58. var Kolbeinn búinn að jafna leikinn. Boltinn datt fyrir hann í teignum eftir skalla Rúnars o snertingu frá Kára Árnasyni og Kolbeinn afgreiddi hann í markið. Þrjú mörk á fyrstu þrettán mínútum seinni hálfleiksins og mikil læti út um allan völl. Það voru hinsvegar Albanir sem áttu lokaorðið í leiknum og tryggði sér sigurinn með tveimur mörkum á lokakaflanum. Þeir höfðu heppnina með sér í þriðja markinu en sigur þeirra var sanngjarn. Íslenska liðið getur miklu betur en í kvöld og þarf líka sína það í næstu leikjum ætli liðið á EM. Þeir eru búnir að missa Frakka og Tyrki fram úr sér og það þarf eitthvað stórt til að ná þeim aftur. Möguleikinn er samt fyrir hendi og það var engin uppgjör hjá svekktum íslenskum leikmönnum eftir leikinn. EM 2020 í fótbolta
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta náði ekki að fylgja eftir góðum úrslitum í síðustu leikjum og tapaði í kvöld þremur dýrmætum stigum í toppbaráttu H-riðils í undankeppni EM 2020. Skelfilegur fyrri hálfleikur kom íslenska liðinu í erfiða stöðu og hlutirnir féllu ekki með liðinu eftir að strákarnir náðu að jafna metin tvisvar sinnum í upphafi seinni hálfleiks. Heilt yfir þá var frammistaðan mikil vonbrigði og heimamenn unnu sanngjarnan sigur. Þeir voru tilbúnir í stríð frá fyrstu mínútu en íslenska liðið ætlaði að fara að bjarga málunum í seinni hálfleik. Íslensku strákarnir virkuðu orkulausir á þungum vellinum í fyrri hálfleik og hefðu þurft að sleppa með hreint mark inn í hálfleik til að geta lagað það. Liðið kom sér tvisvar inn í leikinn með því að jafna en hungrið í sigurmarkið opnaði svæði á lokakaflanum sem albanska liðið nýtti sér. Íslenska liðið fór varlega inn í leikinn og kannski alltof varfærnislega því Albanir tóku frumkvæðið í leiknum. Fyrstu tuttugu mínúturnar voru algjör eltingarleikur hjá íslensku strákunum og eitthvað allt annað en við eigum að venjast frá þeim. Strákarnir héldu boltanum illa og hleyptu Albönum alltof auðveldlega í lofandi sóknir sem voru margar hættulegar. Íslenska liðið gat auðveldlega lent undir á þessum upphafsmínútum en slapp með skrekkinn. Tvær þrumur í nágrenni vallarins virtust hins vegar vekja aðeins íslensku strákana sem áttu ágætar sóknir um miðbik hálfleiksins. Gylfi fékk meðal annars tvö færi með rúmlega mínútu millibili en það seinna var mun betra. Fyrst náði Gylfi að snúa að sér varnarmann og ná fínu langskoti sem fór ekki langt framhjá. Skömmu síðar var hann kominn í frábær færi eftir góðan undirbúning Jóns Daða Böðvarssonar en hitti boltann illa. Þar fór Gylfi illa með mjög gott færi. Það leið heldur ekki á löngu þar til að það kom í bakið á íslenska liðinu. Albanir nýttu sér sofandahátt íslensku varnarmannanna í hornspyrnu, tóku hana stutt og Kastriot Dermaku fékk nóg pláss til að skalla boltann óverjandi í markið við gríðarlegan fönguð heimamanna, bæði inn á vellinum sem og upp í stúku. 32 mínútur liðnar og erfiður leikur varð enn erfiðari. Fréttir frá hinum leikjunum voru ekki heldur til að kæta landann enda bæði hin toppliðin komin yfir. Það stefndi því í eins slæmt kvöld og þau geta orðið fyrir íslenska liðið. Íslensku strákarnir komu grimmir til leiks í seinni hálfleik og voru ekki lengi að jafna. Gylfi skoraði þá langþráð mark á 47. mínútu eftir stoðsendingu frá Rúnari Má Sigurjónssyni en skelfileg hreinsun hjá albönskum varnarmanni kom sér einstaklega vel fyrir Rúnar. Íslenska liðið var með allt til alls til að taka völdin í leiknum en varð fyrir öðru áfalli aðeins fimm mínútum síðar. Aftur var það hrikalegur varnarleikur sem fór með íslenska liðið. Fyrirliðinn Elseid Hysaj skoraði markið en allan heiðurinn átti Rey Manaj með frábærri sendingu sem lék á alla íslensku vörnina. Ísland átti ás upp í erminni. Erik Hamrén kallaði á Kolbein Sigþórsson og hann var ekki lengi að jafna leikinn. Kolbeinn kom inn á 56. mínútu og á þeirri 58. var Kolbeinn búinn að jafna leikinn. Boltinn datt fyrir hann í teignum eftir skalla Rúnars o snertingu frá Kára Árnasyni og Kolbeinn afgreiddi hann í markið. Þrjú mörk á fyrstu þrettán mínútum seinni hálfleiksins og mikil læti út um allan völl. Það voru hinsvegar Albanir sem áttu lokaorðið í leiknum og tryggði sér sigurinn með tveimur mörkum á lokakaflanum. Þeir höfðu heppnina með sér í þriðja markinu en sigur þeirra var sanngjarn. Íslenska liðið getur miklu betur en í kvöld og þarf líka sína það í næstu leikjum ætli liðið á EM. Þeir eru búnir að missa Frakka og Tyrki fram úr sér og það þarf eitthvað stórt til að ná þeim aftur. Möguleikinn er samt fyrir hendi og það var engin uppgjör hjá svekktum íslenskum leikmönnum eftir leikinn.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti